Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2025 14:50 Slökkviliðsmaður kastar mæðinni eftir glímu við Palisades-eldinn við Los Angeles um helgina. Í baksýn sést reyk leggja frá eldi. AP/Eric Thayer Heitur og þurr vindurinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles á að magnast aftur eftir svikalogn um helgina. Santa Ana-vindarnir svonefndu eru af sama meiði og hnjúkaþeyrinn sem Norðlendingar njóta góðs af í suðlægum vindáttum. Að minnsta kosti 24 eru látnir af völdum gróðureldanna sem hafa logað í kringum Los Angeles í Kaliforníu frá því í síðustu viku. Þúsundir heimila og fyrirtækja hafa orðið eldunum að bráð. Ekki er ljóst hver upptök eldanna voru en þeir kunna að hafa kviknað út frá raflínum eða jafnvel verið kveiktir viljandi. Útilokað hefur verið að þeir hafi kviknað út frá eldingum, að sögn AP-fréttastofunnar. Eldarnir eiga það sameiginlegt að þeir hafa dreift hratt úr sér vegna sterkra árstíðarbundinna vinda sem dæla heitu og þurru lofti sem er ættað úr eyðimörkum innan úr landi á bálið. Verða heitari og þurrari þegar þeir koma yfir fjallgarðinn Santa Ana-vindarnir eru sérstaklega tengdir við haustin í Suður-Kaliforníu og norðanverðum Kaliforníuskaga en þeir geta farið af stað allt fram á vorin, að því er segir í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC. Þeir byrja að blása þegar stórt háþrýstisvæði myndast yfir Skálinni miklu í vestanverðum Bandaríkjunum að lágþrýstisvæði undan ströndum Kaliforníu. Skálin mikla er þurrt og hrjóstrugt svæði sem nær meðal annars yfir Nevada, hluta Utah, Idaho og suðaustur Oregon. Kjöraðstæður voru fyrir gróðurelda í kringum Los Angeles þegar Santa Ana-vindarnir fóru af stað þar sem víða hefur varla komið dropi úr lofti sem talandi er um frá því í apríl. Skæðari þurrkar eru á meðal afleiðinga hnattrænnar hlýnunar.AP/Jae C. Hong Vindar snúast réttsælis í kringum miðju háþrýstisvæðisins og blása þeir heitu og þurru lofti frá eyðimörkunum suður og vestur yfir sunnanverða Kaliforníu í átt að Kyrrahafinu. Þar þurfa þeir að fara yfir Sierra-fjölin. Hlémegin fjallanna kemur niður enn heitari, þurrari og sterkari hnjúkaþeyr. Hnjúkaþeyr er hlýr og þurr vindur sem blæs af fjöllum. Raki í lofti veldur því að það kólnar minna þegar það er þvingað yfir fjall en það hitnar á leiðinni niður aftur. Hnjúkaþeys af þessu tagi verður meðal annars vart á Norður- og Norðausturlandi í suðlægum vindáttum, að því er kemur fram á vef Veðurstofunnar. Santa Ana-vindarnir geta orðið enn öflugri þegar þeir blása í gegnum dali og fjallaskörð. Vindstyrkurinn getur jafnast á við í fellibyl þegar verst lætur. Margir eru í sárum eftir eyðilegginguna sem eldarnir við Los Angeles skilja eftir sig. Þúsundir heimila hafa fuðrað upp og á þriðja tug manna er látinn.AP/Mark J. Terrill Spáð yfir 30 m/s næstu daga Vindunum fylgir aukin hætta á gróðureldum vegna þess hversu heitt og þurrt loftið er. Það skapar kjöraðstæður fyrir elda að kvikna í. Aðstæður voru sérstaklega slæmar í Kaliforníu nú vegna langvarandi þurrks sem skapaði nægan eldsmat áður en vindarnir byrjuðu að blása. Þegar eldarnir kvikna geta Santa Ana-vindarnir dreift hratt úr þeim yfir stór svæði líkt og gerst hefur nú. Reuters-fréttastofan segir að vindurinn hafi blásið glæðum allt að þrjá kílómetra á undan eldunum. Töluvert dró úr vindi um helgina en veðurspáin á svæðinu fyrir næstu daga er slæm. Frá því í gærkvöldi og fram á miðvikudag var spáð allt að 31 metra á sekúndu. Öllum hátt í tíu milljónum íbúa Los Angeles-sýslu hefur verið tilkynnt að þeim gæti verið sagt að flýja vegna eldanna eða reyks næstu daga. Bandaríkin Veður Gróðureldar í Kaliforníu Gróðureldar Loftslagsmál Tengdar fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Eldar halda áfram að gera íbúum Los Angeles og stjörnum Hollywood lífið leitt. Meðal þess sem stjörnurnar keppast nú við að vekja athygli á í bandarískum miðlum eru lág laun slökkviliðsmanna, tryggingar húsnæðiseigenda og leiguverð þeirra sem neyðst hafa til að yfirgefa heimili sín. 13. janúar 2025 11:32 Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tala látinna í eldunum í Los Angeles borg í Bandaríkjunum er nú kominn í 24 og er sextán hið minnsta saknað. 13. janúar 2025 06:57 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Að minnsta kosti 24 eru látnir af völdum gróðureldanna sem hafa logað í kringum Los Angeles í Kaliforníu frá því í síðustu viku. Þúsundir heimila og fyrirtækja hafa orðið eldunum að bráð. Ekki er ljóst hver upptök eldanna voru en þeir kunna að hafa kviknað út frá raflínum eða jafnvel verið kveiktir viljandi. Útilokað hefur verið að þeir hafi kviknað út frá eldingum, að sögn AP-fréttastofunnar. Eldarnir eiga það sameiginlegt að þeir hafa dreift hratt úr sér vegna sterkra árstíðarbundinna vinda sem dæla heitu og þurru lofti sem er ættað úr eyðimörkum innan úr landi á bálið. Verða heitari og þurrari þegar þeir koma yfir fjallgarðinn Santa Ana-vindarnir eru sérstaklega tengdir við haustin í Suður-Kaliforníu og norðanverðum Kaliforníuskaga en þeir geta farið af stað allt fram á vorin, að því er segir í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC. Þeir byrja að blása þegar stórt háþrýstisvæði myndast yfir Skálinni miklu í vestanverðum Bandaríkjunum að lágþrýstisvæði undan ströndum Kaliforníu. Skálin mikla er þurrt og hrjóstrugt svæði sem nær meðal annars yfir Nevada, hluta Utah, Idaho og suðaustur Oregon. Kjöraðstæður voru fyrir gróðurelda í kringum Los Angeles þegar Santa Ana-vindarnir fóru af stað þar sem víða hefur varla komið dropi úr lofti sem talandi er um frá því í apríl. Skæðari þurrkar eru á meðal afleiðinga hnattrænnar hlýnunar.AP/Jae C. Hong Vindar snúast réttsælis í kringum miðju háþrýstisvæðisins og blása þeir heitu og þurru lofti frá eyðimörkunum suður og vestur yfir sunnanverða Kaliforníu í átt að Kyrrahafinu. Þar þurfa þeir að fara yfir Sierra-fjölin. Hlémegin fjallanna kemur niður enn heitari, þurrari og sterkari hnjúkaþeyr. Hnjúkaþeyr er hlýr og þurr vindur sem blæs af fjöllum. Raki í lofti veldur því að það kólnar minna þegar það er þvingað yfir fjall en það hitnar á leiðinni niður aftur. Hnjúkaþeys af þessu tagi verður meðal annars vart á Norður- og Norðausturlandi í suðlægum vindáttum, að því er kemur fram á vef Veðurstofunnar. Santa Ana-vindarnir geta orðið enn öflugri þegar þeir blása í gegnum dali og fjallaskörð. Vindstyrkurinn getur jafnast á við í fellibyl þegar verst lætur. Margir eru í sárum eftir eyðilegginguna sem eldarnir við Los Angeles skilja eftir sig. Þúsundir heimila hafa fuðrað upp og á þriðja tug manna er látinn.AP/Mark J. Terrill Spáð yfir 30 m/s næstu daga Vindunum fylgir aukin hætta á gróðureldum vegna þess hversu heitt og þurrt loftið er. Það skapar kjöraðstæður fyrir elda að kvikna í. Aðstæður voru sérstaklega slæmar í Kaliforníu nú vegna langvarandi þurrks sem skapaði nægan eldsmat áður en vindarnir byrjuðu að blása. Þegar eldarnir kvikna geta Santa Ana-vindarnir dreift hratt úr þeim yfir stór svæði líkt og gerst hefur nú. Reuters-fréttastofan segir að vindurinn hafi blásið glæðum allt að þrjá kílómetra á undan eldunum. Töluvert dró úr vindi um helgina en veðurspáin á svæðinu fyrir næstu daga er slæm. Frá því í gærkvöldi og fram á miðvikudag var spáð allt að 31 metra á sekúndu. Öllum hátt í tíu milljónum íbúa Los Angeles-sýslu hefur verið tilkynnt að þeim gæti verið sagt að flýja vegna eldanna eða reyks næstu daga.
Bandaríkin Veður Gróðureldar í Kaliforníu Gróðureldar Loftslagsmál Tengdar fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Eldar halda áfram að gera íbúum Los Angeles og stjörnum Hollywood lífið leitt. Meðal þess sem stjörnurnar keppast nú við að vekja athygli á í bandarískum miðlum eru lág laun slökkviliðsmanna, tryggingar húsnæðiseigenda og leiguverð þeirra sem neyðst hafa til að yfirgefa heimili sín. 13. janúar 2025 11:32 Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tala látinna í eldunum í Los Angeles borg í Bandaríkjunum er nú kominn í 24 og er sextán hið minnsta saknað. 13. janúar 2025 06:57 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Eldar halda áfram að gera íbúum Los Angeles og stjörnum Hollywood lífið leitt. Meðal þess sem stjörnurnar keppast nú við að vekja athygli á í bandarískum miðlum eru lág laun slökkviliðsmanna, tryggingar húsnæðiseigenda og leiguverð þeirra sem neyðst hafa til að yfirgefa heimili sín. 13. janúar 2025 11:32
Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tala látinna í eldunum í Los Angeles borg í Bandaríkjunum er nú kominn í 24 og er sextán hið minnsta saknað. 13. janúar 2025 06:57