Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 13. janúar 2025 06:57 Framan af gekk erfiðlega að ná tökum á eldunum og fjöldi hefur misst heimili sín. Getty/Anadolu/Tayfun Coskun Tala látinna í eldunum í Los Angeles borg í Bandaríkjunum er nú kominn í 24 og er sextán hið minnsta saknað. Eldarnir brenna nú aðallega á þremur stöðum og þykir slökkvistarf hafa gengið nokkuð vel um helgina, miðað við stærð verkefnisins. Þó bætast nýir eldar einnig við og í gær tókst slökkviliði að koma í veg fyrir að eldur færi í rannsóknarmiðstöð NASA, geimferðastofnunar Bandaríkjanna, þar sem unnið er að þróun á þotuhreyflum fyrir geimferðir. Um háleynilegt verkefni er að ræða sem staðsett er í miðju skóglendi og þykir kraftaverki líkast að tekist hafi að bjarga byggingunum á svæðinu, svo mikill var eldurinn. Slökkviliðsmenn úr nálægum ríkjum hafa mætt til að aðstoða og einnig frá Mexíkó og Kanada. Vindinn hefur líka lægt nokkuð síðustu daga sem auðveldar slökkviliðsmönnum vinnu sína. Nú vara veðurfræðingar hinsvegar við því að vindurinn fari vaxandi á ný og að það verði vindasamt vel fram í miðja vikuna. Hin látnu hafa langflest dáið í tveimur stærstu eldunum. Sextán hafa fundist þar sem Eaton eldurinn brennur og átta á Palisades svæðinu. Þrátt fyrir þessa slæmu veðurspá næstu daga hefur verið ákveðið að skólahald í borginni hefjist að nýju í dag. Náttúruhamfarir Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Gróðureldar Tengdar fréttir Alls sextán látin í eldunum Alls eru 16 nú látin vegna gróðureldanna í Los Angeles. Í gær voru þau 11 þannig þeim hefur fjölgað um fimm. Fimm létust í Palisades eldunum og ellefu í Eaton eldunum. Alls er þrettán saknað og er talið líklegt að fjöldi látinna muni hækka þegar viðbragðsaðilar fái tækifæri til að fara yfir eyðilögð hús. Talið er að allt að 12 þúsund hús og byggingar séu eyðilögð. 12. janúar 2025 10:15 Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Gróðureldarnir í Los Angeles fara nú í nýja átt sem veldur nýjum hættum. Alls eru ellefu látin í eldunum en er búist við því að sú tala hækki þegar slökkviliðsmenn fá tækifæri til að skoða þau hús betur sem hafa brunnið. 11. janúar 2025 16:03 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Eldarnir brenna nú aðallega á þremur stöðum og þykir slökkvistarf hafa gengið nokkuð vel um helgina, miðað við stærð verkefnisins. Þó bætast nýir eldar einnig við og í gær tókst slökkviliði að koma í veg fyrir að eldur færi í rannsóknarmiðstöð NASA, geimferðastofnunar Bandaríkjanna, þar sem unnið er að þróun á þotuhreyflum fyrir geimferðir. Um háleynilegt verkefni er að ræða sem staðsett er í miðju skóglendi og þykir kraftaverki líkast að tekist hafi að bjarga byggingunum á svæðinu, svo mikill var eldurinn. Slökkviliðsmenn úr nálægum ríkjum hafa mætt til að aðstoða og einnig frá Mexíkó og Kanada. Vindinn hefur líka lægt nokkuð síðustu daga sem auðveldar slökkviliðsmönnum vinnu sína. Nú vara veðurfræðingar hinsvegar við því að vindurinn fari vaxandi á ný og að það verði vindasamt vel fram í miðja vikuna. Hin látnu hafa langflest dáið í tveimur stærstu eldunum. Sextán hafa fundist þar sem Eaton eldurinn brennur og átta á Palisades svæðinu. Þrátt fyrir þessa slæmu veðurspá næstu daga hefur verið ákveðið að skólahald í borginni hefjist að nýju í dag.
Náttúruhamfarir Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Gróðureldar Tengdar fréttir Alls sextán látin í eldunum Alls eru 16 nú látin vegna gróðureldanna í Los Angeles. Í gær voru þau 11 þannig þeim hefur fjölgað um fimm. Fimm létust í Palisades eldunum og ellefu í Eaton eldunum. Alls er þrettán saknað og er talið líklegt að fjöldi látinna muni hækka þegar viðbragðsaðilar fái tækifæri til að fara yfir eyðilögð hús. Talið er að allt að 12 þúsund hús og byggingar séu eyðilögð. 12. janúar 2025 10:15 Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Gróðureldarnir í Los Angeles fara nú í nýja átt sem veldur nýjum hættum. Alls eru ellefu látin í eldunum en er búist við því að sú tala hækki þegar slökkviliðsmenn fá tækifæri til að skoða þau hús betur sem hafa brunnið. 11. janúar 2025 16:03 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Alls sextán látin í eldunum Alls eru 16 nú látin vegna gróðureldanna í Los Angeles. Í gær voru þau 11 þannig þeim hefur fjölgað um fimm. Fimm létust í Palisades eldunum og ellefu í Eaton eldunum. Alls er þrettán saknað og er talið líklegt að fjöldi látinna muni hækka þegar viðbragðsaðilar fái tækifæri til að fara yfir eyðilögð hús. Talið er að allt að 12 þúsund hús og byggingar séu eyðilögð. 12. janúar 2025 10:15
Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Gróðureldarnir í Los Angeles fara nú í nýja átt sem veldur nýjum hættum. Alls eru ellefu látin í eldunum en er búist við því að sú tala hækki þegar slökkviliðsmenn fá tækifæri til að skoða þau hús betur sem hafa brunnið. 11. janúar 2025 16:03