Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. janúar 2025 10:43 Um 900 þúsund gyðingar voru umsvifalaust myrtir í gasklefum Auschwitz þegar á staðinn var komið. Getty Forsetar, forsætisráðherrar og kóngafólk verður meðal viðstaddra þegar þess verður minnst síðar í mánuðinum að 80 ár eru frá því að Sovétmenn frelsuðu Auschwitz-útrýmingarbúðirnar. Stjórnendur safnsins sem nú er rekið í Auschwitz hafa hins vegar ákveðið að enginn þeirra fái að halda ræðu. Þeir einu sem munu stíga á svið verða nokkrir síðustu eftirlifendur búðanna sem enn eru á lífi. „Það verða engar pólitískar ræður,“ hefur Guardian eftir Piotr Cywinski, framkvæmdastjóra safnsins. „Við viljum einblína á síðustu eftirlifendurna meðal okkar og á sögu þeirra, sársauka, tráma og þær siðferðilegu skuldbindingar sem þeir leggja okkur á herðar.“ Þrátt fyrir viðleitni Cywinski og kollega hans til að hafa viðburðinn eins ópólitískan og kostur er hafa deilur þegar sprottið upp í tengslum við gestalistann, ef svo má að orði komast. Aðstoðarutanríkisráðherra Póllands sagði meðal annars fyrr í mánuðinum að ef Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, yrði viðstaddur viðburðinn myndu yfirvöld ekki sjá sér annað fært en að handtaka hann. Forsætisráðherrann Donald Tusk dró hins vegar í land á fimmtudag og sagði að allir stjórnmálamenn frá Ísrael, þeirra á meðal Netanyahu, gætu verið viðstaddir áhyggjulaust, þrátt fyrir að Pólverjar ættu aðild að Alþjóðlega sakamáladómstólnum. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur sem kunnugt er gefið út handtökuskipun á hendur Netanyahu vegna aðgerða Ísraelsmanna á Gasa. Cywinski segir um að ræða storm í vatnsglasi, þar sem engar fregnir hafi borist af því að Netanyahu hafi haft í hyggju að mæta. Hins vegar verði stór sendinefnd frá Ísrael viðstödd athöfnina. Þrátt fyrir að það hafi verið Sovétmenn sem frelsuðu búðirnar hefur Rússum ekki verið boðið. Cywinski segir bæði Rússa og Úkraínumenn hafa verið meðal frelsaranna en það sé óviðeigandi að bjóða þeim að vera viðstaddir sem skilji ekki gildi frelsisins. Pólland Ísrael Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Sjá meira
Stjórnendur safnsins sem nú er rekið í Auschwitz hafa hins vegar ákveðið að enginn þeirra fái að halda ræðu. Þeir einu sem munu stíga á svið verða nokkrir síðustu eftirlifendur búðanna sem enn eru á lífi. „Það verða engar pólitískar ræður,“ hefur Guardian eftir Piotr Cywinski, framkvæmdastjóra safnsins. „Við viljum einblína á síðustu eftirlifendurna meðal okkar og á sögu þeirra, sársauka, tráma og þær siðferðilegu skuldbindingar sem þeir leggja okkur á herðar.“ Þrátt fyrir viðleitni Cywinski og kollega hans til að hafa viðburðinn eins ópólitískan og kostur er hafa deilur þegar sprottið upp í tengslum við gestalistann, ef svo má að orði komast. Aðstoðarutanríkisráðherra Póllands sagði meðal annars fyrr í mánuðinum að ef Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, yrði viðstaddur viðburðinn myndu yfirvöld ekki sjá sér annað fært en að handtaka hann. Forsætisráðherrann Donald Tusk dró hins vegar í land á fimmtudag og sagði að allir stjórnmálamenn frá Ísrael, þeirra á meðal Netanyahu, gætu verið viðstaddir áhyggjulaust, þrátt fyrir að Pólverjar ættu aðild að Alþjóðlega sakamáladómstólnum. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur sem kunnugt er gefið út handtökuskipun á hendur Netanyahu vegna aðgerða Ísraelsmanna á Gasa. Cywinski segir um að ræða storm í vatnsglasi, þar sem engar fregnir hafi borist af því að Netanyahu hafi haft í hyggju að mæta. Hins vegar verði stór sendinefnd frá Ísrael viðstödd athöfnina. Þrátt fyrir að það hafi verið Sovétmenn sem frelsuðu búðirnar hefur Rússum ekki verið boðið. Cywinski segir bæði Rússa og Úkraínumenn hafa verið meðal frelsaranna en það sé óviðeigandi að bjóða þeim að vera viðstaddir sem skilji ekki gildi frelsisins.
Pólland Ísrael Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Sjá meira