Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Lovísa Arnardóttir skrifar 27. desember 2024 08:17 Siggi stormur segir það umhugsunarefni hvort það sé réttlætanlegt að sprengja svo marga flugelda þegar loftgæði verða svo slæm. Vísir/Vilhelm Sigurður Þ. Ragnarsson sem betur er þekktur sem Siggi stormur segir veðrið um jólin að mestu hafa gengið eftir. „Þetta var bara skítaveður,“ sagði Sigurður í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir spár benda til þess að veðrið verði fínt um áramót. Það verði stilla á nær öllu landinu en að henni muni fylgja slæm loftgæði þegar fólk byrjar að sprengja flugelda. Hann segir almennt veðurspár miklu áreiðanlegri en áður. Sem dæmi segir hann dag þrjú nú jafn áreiðanlegan og næsti dagur var árið 1980. Það séu miklar framfarir í veðurfræðum. Hann segir stærstu tíðindin að reiknipunktarnir fyrir veðrið eru orðnir svo þéttir að það sé ólíklegra að veðurfræðingi missi af einhverju veðri. Þegar hann byrjaði hafi verið um 35 kílómetrar á milli en það sé styttra á milli núna. Sigurður segir óstöðuga loftið sem við erum að glíma við núna sé vegna til dæmis meiri sjávarhita. Það séu meiri skúrir sem fylgja meiri sjávarhita. Hann ítrekar að veðurspá er meira en bara eitt. Það er vindhraði, úrkoma, vindstefna, úrkomutegund, skýjafar, hitastig og tegund úrkomu. „Ein veðurspá byggir á sjö átta þáttum,“ segir hann og að það sé ósanngjarnt þegar einhver segi að spáin hafi farið í vaskinn þegar kannski eitt atriðið fer í vaskinn. „Þetta verða áframhaldandi leiðindi í dag,“ segir hann og að það eigi að kólna og því él á Suður- og Vesturlandi í dag. Lægð á leið á morgun Hann segir lægð á leið yfir Faxaflóa á morgun en um hádegisbil taki hún á rás og þvælist austur yfir land. Þá verði norðanátt á Suður- og Vesturlandi en lægðin verði þá fyrir norðan. Það verður því bjartviðri á morgun og svipað veður fram á gamlársdag. „Á gamlársdagsmorgun er útlit fyrir að það verði lítil lægð suður af landinu sem aftur þýðir það að þegar við vöknum á gamlársdag þá verði einhver ofankoma, rigning eða skýrir, en það gengur mjög hratt yfir og endar þannig að það verður komið hægviðri þegar líður á gamlársdag og príma veður en ískalt,“ segir hann og að hann eigi von á því að hitastig fari niður fyrir 20 stig einhvers staðar á landinu. Viðrar vel fyrir sprengingar en ekki fyrir viðkvæma í öndunarfærum Hann segir að það muni þannig viðra vel fyrir sprengingar en að það verði á sama tíma mikið svifryk því það verði ekki mikill vindur. Það verði því slæmt veður fyrir þau sem eru viðkvæm í lungum og öndunarfærum. Á Austfjörðum veðri strekkingur og því verði svifrykið ekki það sama þar. Sigurður segist svo bíða spenntur fyrir gögnum um loftgæði á gamlársdag og segir alveg mega velta því fram hvort það sé réttlætanlegt að skjóta upp svo miklum flugeldum þegar loftgæði verða svo slæm. Nýtt ár byrji svo á frostkafla. Veður Áramót Bítið Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Sjá meira
Hann segir almennt veðurspár miklu áreiðanlegri en áður. Sem dæmi segir hann dag þrjú nú jafn áreiðanlegan og næsti dagur var árið 1980. Það séu miklar framfarir í veðurfræðum. Hann segir stærstu tíðindin að reiknipunktarnir fyrir veðrið eru orðnir svo þéttir að það sé ólíklegra að veðurfræðingi missi af einhverju veðri. Þegar hann byrjaði hafi verið um 35 kílómetrar á milli en það sé styttra á milli núna. Sigurður segir óstöðuga loftið sem við erum að glíma við núna sé vegna til dæmis meiri sjávarhita. Það séu meiri skúrir sem fylgja meiri sjávarhita. Hann ítrekar að veðurspá er meira en bara eitt. Það er vindhraði, úrkoma, vindstefna, úrkomutegund, skýjafar, hitastig og tegund úrkomu. „Ein veðurspá byggir á sjö átta þáttum,“ segir hann og að það sé ósanngjarnt þegar einhver segi að spáin hafi farið í vaskinn þegar kannski eitt atriðið fer í vaskinn. „Þetta verða áframhaldandi leiðindi í dag,“ segir hann og að það eigi að kólna og því él á Suður- og Vesturlandi í dag. Lægð á leið á morgun Hann segir lægð á leið yfir Faxaflóa á morgun en um hádegisbil taki hún á rás og þvælist austur yfir land. Þá verði norðanátt á Suður- og Vesturlandi en lægðin verði þá fyrir norðan. Það verður því bjartviðri á morgun og svipað veður fram á gamlársdag. „Á gamlársdagsmorgun er útlit fyrir að það verði lítil lægð suður af landinu sem aftur þýðir það að þegar við vöknum á gamlársdag þá verði einhver ofankoma, rigning eða skýrir, en það gengur mjög hratt yfir og endar þannig að það verður komið hægviðri þegar líður á gamlársdag og príma veður en ískalt,“ segir hann og að hann eigi von á því að hitastig fari niður fyrir 20 stig einhvers staðar á landinu. Viðrar vel fyrir sprengingar en ekki fyrir viðkvæma í öndunarfærum Hann segir að það muni þannig viðra vel fyrir sprengingar en að það verði á sama tíma mikið svifryk því það verði ekki mikill vindur. Það verði því slæmt veður fyrir þau sem eru viðkvæm í lungum og öndunarfærum. Á Austfjörðum veðri strekkingur og því verði svifrykið ekki það sama þar. Sigurður segist svo bíða spenntur fyrir gögnum um loftgæði á gamlársdag og segir alveg mega velta því fram hvort það sé réttlætanlegt að skjóta upp svo miklum flugeldum þegar loftgæði verða svo slæm. Nýtt ár byrji svo á frostkafla.
Veður Áramót Bítið Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Sjá meira