Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. desember 2024 07:32 Vegir eru lokaðir víða um land. vísir/vilhelm Jólahretið er hressilegt þennan jóladagsmorgun. Búast má við suðvestanátt í dag með hvassviðri eða stormi víða með dimmum éljum, einkum um landið sunnan- og vestanvert. 15-25 m/s og frosti frá 0 og upp í 5 stig. Á vef Veðurstofunnar má sjá að gefnar hafa verð út gular og appelsínugular viðvaranir víða um land. Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðurlandi til klukkan sex í kvöld, í Faxaflóa til klukkan þrjú í dag og í Breiðafirði til tvö í dag. Einnig eru gular viðvaranir í gildi þangað til í fyrramálið á Vestjörðum, Suðausturlandi, á Ströndum og Norðurlandi vestra og á höfuðborgarsvæðinu. Vegir eru einnig víða lokaðir. Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að Holtavörðuheiði sé lokað vegna veðurs og að athugað verður með opnun þegar líður á daginn. Öxnadalsheiði er einnig lokuð vegna snjóa en unnið er að mokstri. Hellisheiði er einnig lokuð. Vel verður fylgst með vegaopnunum á Vísi en ökumenn eru einnig hvatti til að skoða vefinn umferðin.is vel áður en langt er af stað í langferð og á meðan ferðalagi stendur. Þar eru allar upplýsingar um færð um leið og þær berast. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að á morgun, á öðrum degi jóla, sé útlit fyrir stífa suðvestanátt en hvassviðri með suðurströndinni. Þá hlýni heldur og úrkoman fer yfir í slyddu og jafnvel rigningu sunnanlands. Snjókoma eða él í öðrum landshlutum en að mestu þurrt á Austurlandi. Á föstudag er síðan spáð minnkandi suðvestanátt með éljum, en þurru veðri norðaustantil. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á fimmtudag (annar í jólum):Suðvestan 8-15 m/s og slydda eða snjókoma með köflum, en 13-20 og rigning við suðurströndina. Úrkomulítið á Austurlandi. Hlýnandi, hiti víða 0 til 5 stig síðdegis. Á föstudag:Suðvestan 8-15 og él, en þurrt að mestu um landið norðaustanvert. Kólnar í veðri. Á laugardag:Breytileg og síðar og síðar norðlæg átt með éljum, en styttir upp sunnan heiða. Frost 2 til 10 stig. Á sunnudag og mánudag:Norðlæg átt og dálítil él á víð og dreif. Kalt í veðri. Á þriðjudag (gamlársdagur):Norðlæg eða breytileg átt bjart veður, en dálítil él austast. Veður Færð á vegum Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Sjá meira
Á vef Veðurstofunnar má sjá að gefnar hafa verð út gular og appelsínugular viðvaranir víða um land. Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðurlandi til klukkan sex í kvöld, í Faxaflóa til klukkan þrjú í dag og í Breiðafirði til tvö í dag. Einnig eru gular viðvaranir í gildi þangað til í fyrramálið á Vestjörðum, Suðausturlandi, á Ströndum og Norðurlandi vestra og á höfuðborgarsvæðinu. Vegir eru einnig víða lokaðir. Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að Holtavörðuheiði sé lokað vegna veðurs og að athugað verður með opnun þegar líður á daginn. Öxnadalsheiði er einnig lokuð vegna snjóa en unnið er að mokstri. Hellisheiði er einnig lokuð. Vel verður fylgst með vegaopnunum á Vísi en ökumenn eru einnig hvatti til að skoða vefinn umferðin.is vel áður en langt er af stað í langferð og á meðan ferðalagi stendur. Þar eru allar upplýsingar um færð um leið og þær berast. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að á morgun, á öðrum degi jóla, sé útlit fyrir stífa suðvestanátt en hvassviðri með suðurströndinni. Þá hlýni heldur og úrkoman fer yfir í slyddu og jafnvel rigningu sunnanlands. Snjókoma eða él í öðrum landshlutum en að mestu þurrt á Austurlandi. Á föstudag er síðan spáð minnkandi suðvestanátt með éljum, en þurru veðri norðaustantil. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á fimmtudag (annar í jólum):Suðvestan 8-15 m/s og slydda eða snjókoma með köflum, en 13-20 og rigning við suðurströndina. Úrkomulítið á Austurlandi. Hlýnandi, hiti víða 0 til 5 stig síðdegis. Á föstudag:Suðvestan 8-15 og él, en þurrt að mestu um landið norðaustanvert. Kólnar í veðri. Á laugardag:Breytileg og síðar og síðar norðlæg átt með éljum, en styttir upp sunnan heiða. Frost 2 til 10 stig. Á sunnudag og mánudag:Norðlæg átt og dálítil él á víð og dreif. Kalt í veðri. Á þriðjudag (gamlársdagur):Norðlæg eða breytileg átt bjart veður, en dálítil él austast.
Veður Færð á vegum Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Sjá meira