Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Sindri Sverrisson skrifar 23. desember 2024 15:00 Ange Postecoglou er trúr sinni sannfæringu og ætlar ekki að breyta leikaðferð sinni. Getty/Marc Atkins Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, var bersýnilega pirraður þegar hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gærkvöld, eftir 6-3 tapið gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Sky og fleiri miðlar segja Postecoglou hafa sýnt að hann sé orðinn dauðþreyttur á því að leikplan Tottenham undir hans stjórn sé dregið í efa. Í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, frá 1992, hafði Tottenham aðeins einu sinni áður fengið á sig sex mörk á heimavelli, þar til í gær. Þrátt fyrir mikil forföll, sérstaklega í vörn liðsins, mættu Tottenham-menn óhræddir gegn besta liði Englands og breyttu ekki út frá djörfu uppleggi sínu sem líkt og stundum áður á þessari leiktíð bjó til mýmörg tækifæri fyrir andstæðingana. „Ég er búinn að vera mjög þolinmóður við að svara sömu spurningunum aftur og aftur síðustu átján mánuði. Ef fólk vill að ég breyti minni nálgun þá er það samt ekki að fara að gerast. Það er ástæða fyrir því sem við gerum. Við teljum að þetta hjálpi okkur að ná árangri,“ sagði Postecoglou. Tottenham gaf einnig fjölda færa á sér gegn Manchester United í deildabikarnum í síðustu viku, en vann þó 4-3, og skammt er síðan liðið tapaði 4-3 gegn Chelsea á heimavelli. Tottenham er nú í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, en liðið hefur verið án miðvarða sinna Cristian Romero og Micky van de Ven vegna meiðsla. Bakvörðurinn Destiny Udogie var í hóp í gær en ekki tilbúinn í að byrja leikinn, og Ben Davies og markvörðurinn Guglielmo Vicario eru einnig á meiðslalistanum ásamt fleirum. „Ef að fólk skilur ekki aðstæðurnar sem við erum í, þær áskoranir sem við glímum við sem lið og hópur, sem eru algjörlega augljósar... Ég skil að fólk haldi að það sé hægt að ýta bara á takka og breyta, og að það myndi gera okkur að öðru liði. En svona er þetta. Ég held bara áfram að einbeita mér að því að byggja upp betra lið. Á meðan verðum við að sætta okkur við þær áskoranir sem þessu ferðalagi fylgja,“ sagði Tottenham-stjórinn. Enski boltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Sjá meira
Sky og fleiri miðlar segja Postecoglou hafa sýnt að hann sé orðinn dauðþreyttur á því að leikplan Tottenham undir hans stjórn sé dregið í efa. Í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, frá 1992, hafði Tottenham aðeins einu sinni áður fengið á sig sex mörk á heimavelli, þar til í gær. Þrátt fyrir mikil forföll, sérstaklega í vörn liðsins, mættu Tottenham-menn óhræddir gegn besta liði Englands og breyttu ekki út frá djörfu uppleggi sínu sem líkt og stundum áður á þessari leiktíð bjó til mýmörg tækifæri fyrir andstæðingana. „Ég er búinn að vera mjög þolinmóður við að svara sömu spurningunum aftur og aftur síðustu átján mánuði. Ef fólk vill að ég breyti minni nálgun þá er það samt ekki að fara að gerast. Það er ástæða fyrir því sem við gerum. Við teljum að þetta hjálpi okkur að ná árangri,“ sagði Postecoglou. Tottenham gaf einnig fjölda færa á sér gegn Manchester United í deildabikarnum í síðustu viku, en vann þó 4-3, og skammt er síðan liðið tapaði 4-3 gegn Chelsea á heimavelli. Tottenham er nú í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, en liðið hefur verið án miðvarða sinna Cristian Romero og Micky van de Ven vegna meiðsla. Bakvörðurinn Destiny Udogie var í hóp í gær en ekki tilbúinn í að byrja leikinn, og Ben Davies og markvörðurinn Guglielmo Vicario eru einnig á meiðslalistanum ásamt fleirum. „Ef að fólk skilur ekki aðstæðurnar sem við erum í, þær áskoranir sem við glímum við sem lið og hópur, sem eru algjörlega augljósar... Ég skil að fólk haldi að það sé hægt að ýta bara á takka og breyta, og að það myndi gera okkur að öðru liði. En svona er þetta. Ég held bara áfram að einbeita mér að því að byggja upp betra lið. Á meðan verðum við að sætta okkur við þær áskoranir sem þessu ferðalagi fylgja,“ sagði Tottenham-stjórinn.
Enski boltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Sjá meira