Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2024 12:17 Gagnrýnið bréf Evrópuþingmanna er stílað á Gianni Infantino, forseta FIFA. Vísir/EPA Hópur Evrópuþingmanna hefur sent Alþjóðaknattspyrnusambandinu (FIFA) bréf þar sem lýst er þungum áhyggjum af ákvörðun sambandsins um að halda heimsmeistaramótið 2034 í Sádi-Arabíu. Hún veki spurningar um hvort FIFA láti sig mannréttindi varða. FIFA ákvað formlega að halda heimsmeistaramótið 2034 í Sádi-Arabíu á fundi FIFA-ráðsins í síðustu viku. Ákvörðunin var þó í reynd löngu tekin í fámennri kreðsu í kringum Gianni Infantino, forseta sambandsins, sem kom því þannig fyrir að Sádar fengu mótið án mótframboðs. Ákvörðunin um að færa Sádum mótið á silfurfati var tekin þrátt fyrir loforð FIFA um taka tillit til stöðu mannréttindamála við val á gestgjöfum heimsmeistaramóta eftir mikinn úlfaþyt í kringum mótið í Katar árið 2022. Ástand mannréttindamála er þó enn verra í Sádi-Arabíu en Katar. Hvergi eru fleiri teknir af lífi á byggðu bóli ef miðað er við höfðatölu. Dauðarefsing liggur meðal annars við samkynhneigð, hjúskaparbrotum, guðlasti og að ganga af trúnni í Sádi-Arabíu. Heimsmeistaramótið er liður í umfangsmikilli fjárfestingu Sáda í alþjóðlegum íþróttum sem er ætlað að lappa upp á ímynd landsins með því sem hefur verið nefnt íþróttaþvotti. Þeir hafa meðal annars ausið fé í atvinnugolf, hnefaleika og fleiri íþróttir fyrir utan knattspyrnuna. Efasemdir um hversu annt FIFA er raunverulega um mannréttindi Í bréfi þrjátíu Evrópuþingmannanna sem Niels Fuglsang, fulltrúi danskra sósíalista, er í forsvari fyrir til Infantino segir að ákvörðunin grafi undan stofngildum FIFA og hversu annt sambandinu sé í raun og veru um mannréttindi. „Þessar ákvarðanir vekja alvarlega áhyggjur af því hver gildi FIFA eru og hvort sambandið styðji jafnrétti kynjanna, mannréttindi og umhverfislega sjálfbærni,“ segir í bréfinu sem dagblaðið Politico komst yfir. Hvetja þingmennirnir FIFA til þess að tryggja að knattspyrnuaðdáendur sæti ekki mismunun hvort sem er á grundvelli kyns, kynþáttar, trúar eða kynhneigðar, að íbúar í Sádi-Arabíu verði ekki fluttir nauðgunarflutningum í tengslum við mótið, að farandverkamenn verði ekki arðrændir og að loftslagsáætlun verði fylgt til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Glenn Micallef, nýr íþróttamálstjóri Evrópusambandsins, gaf í skyn að sambandið gæti blandað sér í málið í ræðu á mánudag. Sjálfræði alþjóðlegra íþróttasambanda væri grunngildi evrópskra íþrótta en það væri þó ekki algilt lögmál. „Það verður að vega það upp á móti grunngildum alþjóðalaga, heimsgilda og mannréttinda,“ sagði Micallef. FIFA hefur verið gegnsýrt af spillingu um árabil. Sjö hátt settir embættismenn sambandsins voru handteknir í tengslum við spillingarrannsókn bandarískra yfirvalda rétt fyrir aðalþing þess árið 2015. Hneykslið varð til þess að Sepp Blatter, forseti sambandsins til fjölda ára, neyddist til þess að stíga til hliðar. Infantino tók við af Blatter og hét bót og betrun. Allt hefur þó leitað í sama farið hjá sambandinu aftur. Völd innan sambandsins hafa færst á færri hendur fámennrar kreðsu í kringum forsetann sem hefur hækkað laun sín og breytt reglum til þess að hann geti setið lengur í embætti. Evrópusambandið FIFA Sádi-Arabía HM 2034 í fótbolta Mannréttindi Fótbolti Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
FIFA ákvað formlega að halda heimsmeistaramótið 2034 í Sádi-Arabíu á fundi FIFA-ráðsins í síðustu viku. Ákvörðunin var þó í reynd löngu tekin í fámennri kreðsu í kringum Gianni Infantino, forseta sambandsins, sem kom því þannig fyrir að Sádar fengu mótið án mótframboðs. Ákvörðunin um að færa Sádum mótið á silfurfati var tekin þrátt fyrir loforð FIFA um taka tillit til stöðu mannréttindamála við val á gestgjöfum heimsmeistaramóta eftir mikinn úlfaþyt í kringum mótið í Katar árið 2022. Ástand mannréttindamála er þó enn verra í Sádi-Arabíu en Katar. Hvergi eru fleiri teknir af lífi á byggðu bóli ef miðað er við höfðatölu. Dauðarefsing liggur meðal annars við samkynhneigð, hjúskaparbrotum, guðlasti og að ganga af trúnni í Sádi-Arabíu. Heimsmeistaramótið er liður í umfangsmikilli fjárfestingu Sáda í alþjóðlegum íþróttum sem er ætlað að lappa upp á ímynd landsins með því sem hefur verið nefnt íþróttaþvotti. Þeir hafa meðal annars ausið fé í atvinnugolf, hnefaleika og fleiri íþróttir fyrir utan knattspyrnuna. Efasemdir um hversu annt FIFA er raunverulega um mannréttindi Í bréfi þrjátíu Evrópuþingmannanna sem Niels Fuglsang, fulltrúi danskra sósíalista, er í forsvari fyrir til Infantino segir að ákvörðunin grafi undan stofngildum FIFA og hversu annt sambandinu sé í raun og veru um mannréttindi. „Þessar ákvarðanir vekja alvarlega áhyggjur af því hver gildi FIFA eru og hvort sambandið styðji jafnrétti kynjanna, mannréttindi og umhverfislega sjálfbærni,“ segir í bréfinu sem dagblaðið Politico komst yfir. Hvetja þingmennirnir FIFA til þess að tryggja að knattspyrnuaðdáendur sæti ekki mismunun hvort sem er á grundvelli kyns, kynþáttar, trúar eða kynhneigðar, að íbúar í Sádi-Arabíu verði ekki fluttir nauðgunarflutningum í tengslum við mótið, að farandverkamenn verði ekki arðrændir og að loftslagsáætlun verði fylgt til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Glenn Micallef, nýr íþróttamálstjóri Evrópusambandsins, gaf í skyn að sambandið gæti blandað sér í málið í ræðu á mánudag. Sjálfræði alþjóðlegra íþróttasambanda væri grunngildi evrópskra íþrótta en það væri þó ekki algilt lögmál. „Það verður að vega það upp á móti grunngildum alþjóðalaga, heimsgilda og mannréttinda,“ sagði Micallef. FIFA hefur verið gegnsýrt af spillingu um árabil. Sjö hátt settir embættismenn sambandsins voru handteknir í tengslum við spillingarrannsókn bandarískra yfirvalda rétt fyrir aðalþing þess árið 2015. Hneykslið varð til þess að Sepp Blatter, forseti sambandsins til fjölda ára, neyddist til þess að stíga til hliðar. Infantino tók við af Blatter og hét bót og betrun. Allt hefur þó leitað í sama farið hjá sambandinu aftur. Völd innan sambandsins hafa færst á færri hendur fámennrar kreðsu í kringum forsetann sem hefur hækkað laun sín og breytt reglum til þess að hann geti setið lengur í embætti.
Evrópusambandið FIFA Sádi-Arabía HM 2034 í fótbolta Mannréttindi Fótbolti Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira