Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. desember 2024 20:25 Lucy Letby var sakfelld í fyrra fyrir að hafa myrt sjö börn og gert tilraun til að bana sex til viðbótar. AP Lögmenn Lucy Letby, sem dæmd hefur verið fyrir að bana sjö ungbörnum á tveggja ára tímabili, segja sérfræðingnum sem var yfir rannsókn á máli hennar hafa snúist hugur. Hann muni biðja um að mál hennar verði tekið upp á ný. Letby, sem er 34 ára, fékk á sig fimmtán lífstíðardóma fyrir að hafa myrt sjö börn og reynt að myrða önnur sjö á fæðingardeild Countess of Chester-sjúkrahússins, þar sem hún starfaði á árunum 2015 og 2016. Hún bar mál sitt tvisvar upp fyrir áfrýjunardómstóli á þessu ári en tapaði í bæði skiptin. Mark McDonald, lögmaður Letby sagði á blaðamannafundi í dag að Dr. Dewi Evans, sem fór með rannsókn á dánarorsök barnanna, hefði nú snúist hugur svo mjög að hann hygðist biðja dómstólinn í Manchester um að taka mál hennar upp á ný. Dr. Dewi Evans, yfirsérfræðingurinn í rannsókn á dánarorsök barnanna sjö, hafi upphaflega sagt Letby hafa dælt lofti í magaslöngu þriggja barna með þeim afleiðingum að þau létust. Nú hafi Evans snúist hugur í tengslum við rannsóknina og sagt forsendurnar hafa breyst verulega. Því muni hann biðja um að málið verði tekið upp á ný. Á blaðamannafundinum var lesin upp yfirlýsing frá tveimur sérfræðingum í nýburalækningum þar sem fram koma efasemdir um að tvö börn af þeim sjö sem Letby er gefið að sök að hafa myrt, hafi í raun verið myrt. Hægt sé að rekja veikindi þeirra í aðdraganda andlátsins til heilsufarslegra atriða en ekki háttsemi Letby. Í september var greint frá því að rannsókn væri hafin í hennar máli en sú rannsókn sneri aðeins að því hvers vegna stjórnendur sjúkrahússins gripu ekki fyrr inn í. Stefnt er á að niðurstöður úr þeirri rannsókn verði birtar næsta haust. Mál Lucy Letby Bretland Ofbeldi gegn börnum Erlend sakamál Tengdar fréttir Lokað á grein um barnadráp í Bretlandi Bandarískt tímarit hefur lokað fyrir aðgang að nýrri grein sem fjallar á gagnrýninn hátt um sakfellingu yfir hjúkrunarfræðingi fyrir barnadráp á sjúkrahúsi í Bretlandi. Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir að lokað sé á umfjöllun um málið með dómsúrskurði. 14. maí 2024 15:42 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fleiri fréttir Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Sjá meira
Letby, sem er 34 ára, fékk á sig fimmtán lífstíðardóma fyrir að hafa myrt sjö börn og reynt að myrða önnur sjö á fæðingardeild Countess of Chester-sjúkrahússins, þar sem hún starfaði á árunum 2015 og 2016. Hún bar mál sitt tvisvar upp fyrir áfrýjunardómstóli á þessu ári en tapaði í bæði skiptin. Mark McDonald, lögmaður Letby sagði á blaðamannafundi í dag að Dr. Dewi Evans, sem fór með rannsókn á dánarorsök barnanna, hefði nú snúist hugur svo mjög að hann hygðist biðja dómstólinn í Manchester um að taka mál hennar upp á ný. Dr. Dewi Evans, yfirsérfræðingurinn í rannsókn á dánarorsök barnanna sjö, hafi upphaflega sagt Letby hafa dælt lofti í magaslöngu þriggja barna með þeim afleiðingum að þau létust. Nú hafi Evans snúist hugur í tengslum við rannsóknina og sagt forsendurnar hafa breyst verulega. Því muni hann biðja um að málið verði tekið upp á ný. Á blaðamannafundinum var lesin upp yfirlýsing frá tveimur sérfræðingum í nýburalækningum þar sem fram koma efasemdir um að tvö börn af þeim sjö sem Letby er gefið að sök að hafa myrt, hafi í raun verið myrt. Hægt sé að rekja veikindi þeirra í aðdraganda andlátsins til heilsufarslegra atriða en ekki háttsemi Letby. Í september var greint frá því að rannsókn væri hafin í hennar máli en sú rannsókn sneri aðeins að því hvers vegna stjórnendur sjúkrahússins gripu ekki fyrr inn í. Stefnt er á að niðurstöður úr þeirri rannsókn verði birtar næsta haust.
Mál Lucy Letby Bretland Ofbeldi gegn börnum Erlend sakamál Tengdar fréttir Lokað á grein um barnadráp í Bretlandi Bandarískt tímarit hefur lokað fyrir aðgang að nýrri grein sem fjallar á gagnrýninn hátt um sakfellingu yfir hjúkrunarfræðingi fyrir barnadráp á sjúkrahúsi í Bretlandi. Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir að lokað sé á umfjöllun um málið með dómsúrskurði. 14. maí 2024 15:42 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fleiri fréttir Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Sjá meira
Lokað á grein um barnadráp í Bretlandi Bandarískt tímarit hefur lokað fyrir aðgang að nýrri grein sem fjallar á gagnrýninn hátt um sakfellingu yfir hjúkrunarfræðingi fyrir barnadráp á sjúkrahúsi í Bretlandi. Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir að lokað sé á umfjöllun um málið með dómsúrskurði. 14. maí 2024 15:42