Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Kjartan Kjartansson skrifar 16. desember 2024 09:05 Kona dreypir á piña colada, vonandi ómengaðri. Myndin er úr safni. Vísir/Getty Lögreglan á Fídji rannsakar nú bráð veikindi sjö erlendra ríkisborgara á sama fimm stjörnu hótelinu. Talið er að fólkið hafi orðið fyrir eitrun af völdum áfengs hanastéls. Stutt er síðan erlendir ferðamenn létust af tréspíraeitrun í Laos. Fimm þeirra sem veiktust eru erlendir ferðamenn: fjórir Ástralir og einn Bandaríkjamaður, en tveir eru erlendir ríkisborgarar sem eru búsettir á Fídji, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fólkið er á aldrinum átján til 56 ára gamalt og veiktist skömmu eftir að það drakk piña colada, áfengt hanastél þar sem uppistaðan er romm, á bar Warwich Fiji-hótelinu á Kóralaströndinni á Fídji. Fólkið var flutt á sjúkrahús en það þjáðist meðal annars af uppköstum, ógleði og taugakerfiseinkennum. Ferðaþjónusta er grunnstoð efnahags Fídji. Yfirmaður ferðamála þar segir að uppákoman á hótelinu þar eigi fátt skilt við andlát erlendra ferðamanna sem drukku áfengi sem var mengað tréspíra á bar gistiheimilis í Laos í síðasta mánuði. Sex ferðamenn létust þar, þar á meðal tvær ungar danskar stúlkur. Viliame Gavok, ferðamálaráðherra Fídji, fullyrti að um einangrað atvik væri að ræða og að hótelið harðneitaði því að hafa beitt þeim bellibrögðum að drýgja drykki með ódýru áfengi. Þrátt fyrir það ráðleggja áströlsk stjórnvöld þarlendum ferðalöngum að vera á varðbergi fyrir mögulega menguðum áfengum drykkjum á Fídji. Tvær ástralskar stúlkur voru á meðal þeirra sem létust í Laos. Fídji Áfengi og tóbak Laos Tengdar fréttir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Lögregluyfirvöld í Laos hafa handtekið eiganda og framkvæmdastjóra gistiheimilis í Vang Vieng í tengslum við dauðsföll ferðamanna af völdum metanóleitrunar. 22. nóvember 2024 08:44 Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Tvær danskar konur á þrítugsaldri eru látnar í Laos. Miðlar í Ástralíu og Tælandi segir konurnar hafa látist eftir neyslu metanóls í áfengum drykkjum. Fleiri berjist fyrir lífi sínu vegna eitrunar. 19. nóvember 2024 14:59 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Fimm þeirra sem veiktust eru erlendir ferðamenn: fjórir Ástralir og einn Bandaríkjamaður, en tveir eru erlendir ríkisborgarar sem eru búsettir á Fídji, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fólkið er á aldrinum átján til 56 ára gamalt og veiktist skömmu eftir að það drakk piña colada, áfengt hanastél þar sem uppistaðan er romm, á bar Warwich Fiji-hótelinu á Kóralaströndinni á Fídji. Fólkið var flutt á sjúkrahús en það þjáðist meðal annars af uppköstum, ógleði og taugakerfiseinkennum. Ferðaþjónusta er grunnstoð efnahags Fídji. Yfirmaður ferðamála þar segir að uppákoman á hótelinu þar eigi fátt skilt við andlát erlendra ferðamanna sem drukku áfengi sem var mengað tréspíra á bar gistiheimilis í Laos í síðasta mánuði. Sex ferðamenn létust þar, þar á meðal tvær ungar danskar stúlkur. Viliame Gavok, ferðamálaráðherra Fídji, fullyrti að um einangrað atvik væri að ræða og að hótelið harðneitaði því að hafa beitt þeim bellibrögðum að drýgja drykki með ódýru áfengi. Þrátt fyrir það ráðleggja áströlsk stjórnvöld þarlendum ferðalöngum að vera á varðbergi fyrir mögulega menguðum áfengum drykkjum á Fídji. Tvær ástralskar stúlkur voru á meðal þeirra sem létust í Laos.
Fídji Áfengi og tóbak Laos Tengdar fréttir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Lögregluyfirvöld í Laos hafa handtekið eiganda og framkvæmdastjóra gistiheimilis í Vang Vieng í tengslum við dauðsföll ferðamanna af völdum metanóleitrunar. 22. nóvember 2024 08:44 Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Tvær danskar konur á þrítugsaldri eru látnar í Laos. Miðlar í Ástralíu og Tælandi segir konurnar hafa látist eftir neyslu metanóls í áfengum drykkjum. Fleiri berjist fyrir lífi sínu vegna eitrunar. 19. nóvember 2024 14:59 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Lögregluyfirvöld í Laos hafa handtekið eiganda og framkvæmdastjóra gistiheimilis í Vang Vieng í tengslum við dauðsföll ferðamanna af völdum metanóleitrunar. 22. nóvember 2024 08:44
Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Tvær danskar konur á þrítugsaldri eru látnar í Laos. Miðlar í Ástralíu og Tælandi segir konurnar hafa látist eftir neyslu metanóls í áfengum drykkjum. Fleiri berjist fyrir lífi sínu vegna eitrunar. 19. nóvember 2024 14:59