Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2024 14:59 Nítján ára ástralskar konur sem berjast fyrir lífi sínu vegna metanóleitrunar dvöldu á þessu hosteli á Laos þegar eitrunin kom upp. Nana Backpackers Hostel Tvær danskar konur á þrítugsaldri eru látnar í Laos. Miðlar í Ástralíu og Tælandi segir konurnar hafa látist eftir neyslu metanóls í áfengum drykkjum. Fleiri berjist fyrir lífi sínu vegna eitrunar. „Utanríkisráðuneytið staðfestir að tveir danskir ríkisborgarar eru látnir í Laos. Ættingjum hefur verið tilkynnt um andlátin. Ráðuneytið þarf að gæta trúnaðar um persónulegar upplýsingar og getur ekki veitt frekari upplýsingar,“ segir í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Ekstrabladet. ABC í Ástralíu fullyrðir að dönsku konurnar séu á þrítugsaldri. Fregnir af andláti dönsku kvennanna koma í framhaldi af nýlegum fregnum af tveimur nítján ára áströlskum stelpum sem berjast fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir að hafa innbyrt metanól í Laos. Ekkert liggur fyrir um tengsl málanna teggja að svo stöddu. Áströlsku stelpurnar dvöldu á farfuglaheimili í partýbænum Vang Vieng norðan af höfuðborginni Vientiane. Þær fóru á bar í bænum á þriðjudagskvöld fyrir viku og voru lagðar inn á sjúkrahús daginn eftir. ABC segir í það minnsta tíu hafa veikst af því að drekka blandaða drykki sem hafi innihaldið metanól, betur þekkt sem tréspíri. Vinkonurnar höfðu verið á bakpokaferðalagi og reiknað með þeim heim til Ástralíu fyrir jólin. Tréspíri hefur komið við sögu hér á landi en níu létust eftir að hafa drukkið tréspíra á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 1943. Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að konurnar drukku drykki metanól. Eigandi farfuglaheimilisins þar sem áströlsku stelpurnar gistu þvertekur fyrir að áfengi með metanóli hafi verið selt á staðnum. Lögregla hafi þegar komið við, tekið út staðinn og skoðað birgjana sem gistiheimilið kaupi áfengi frá. Metanól eða tréspíra er að finna í ýmsum iðnaðarvörum, til dæmis rúðuhreinsivökvum, frostlegi og leysiefnum. Etanól er hins vegar að finna í áfengi á borð við bjór, léttvíni og sterku áfengi. Danmörk Laos Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
„Utanríkisráðuneytið staðfestir að tveir danskir ríkisborgarar eru látnir í Laos. Ættingjum hefur verið tilkynnt um andlátin. Ráðuneytið þarf að gæta trúnaðar um persónulegar upplýsingar og getur ekki veitt frekari upplýsingar,“ segir í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Ekstrabladet. ABC í Ástralíu fullyrðir að dönsku konurnar séu á þrítugsaldri. Fregnir af andláti dönsku kvennanna koma í framhaldi af nýlegum fregnum af tveimur nítján ára áströlskum stelpum sem berjast fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir að hafa innbyrt metanól í Laos. Ekkert liggur fyrir um tengsl málanna teggja að svo stöddu. Áströlsku stelpurnar dvöldu á farfuglaheimili í partýbænum Vang Vieng norðan af höfuðborginni Vientiane. Þær fóru á bar í bænum á þriðjudagskvöld fyrir viku og voru lagðar inn á sjúkrahús daginn eftir. ABC segir í það minnsta tíu hafa veikst af því að drekka blandaða drykki sem hafi innihaldið metanól, betur þekkt sem tréspíri. Vinkonurnar höfðu verið á bakpokaferðalagi og reiknað með þeim heim til Ástralíu fyrir jólin. Tréspíri hefur komið við sögu hér á landi en níu létust eftir að hafa drukkið tréspíra á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 1943. Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að konurnar drukku drykki metanól. Eigandi farfuglaheimilisins þar sem áströlsku stelpurnar gistu þvertekur fyrir að áfengi með metanóli hafi verið selt á staðnum. Lögregla hafi þegar komið við, tekið út staðinn og skoðað birgjana sem gistiheimilið kaupi áfengi frá. Metanól eða tréspíra er að finna í ýmsum iðnaðarvörum, til dæmis rúðuhreinsivökvum, frostlegi og leysiefnum. Etanól er hins vegar að finna í áfengi á borð við bjór, léttvíni og sterku áfengi.
Danmörk Laos Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira