Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2024 14:59 Nítján ára ástralskar konur sem berjast fyrir lífi sínu vegna metanóleitrunar dvöldu á þessu hosteli á Laos þegar eitrunin kom upp. Nana Backpackers Hostel Tvær danskar konur á þrítugsaldri eru látnar í Laos. Miðlar í Ástralíu og Tælandi segir konurnar hafa látist eftir neyslu metanóls í áfengum drykkjum. Fleiri berjist fyrir lífi sínu vegna eitrunar. „Utanríkisráðuneytið staðfestir að tveir danskir ríkisborgarar eru látnir í Laos. Ættingjum hefur verið tilkynnt um andlátin. Ráðuneytið þarf að gæta trúnaðar um persónulegar upplýsingar og getur ekki veitt frekari upplýsingar,“ segir í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Ekstrabladet. ABC í Ástralíu fullyrðir að dönsku konurnar séu á þrítugsaldri. Fregnir af andláti dönsku kvennanna koma í framhaldi af nýlegum fregnum af tveimur nítján ára áströlskum stelpum sem berjast fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir að hafa innbyrt metanól í Laos. Ekkert liggur fyrir um tengsl málanna teggja að svo stöddu. Áströlsku stelpurnar dvöldu á farfuglaheimili í partýbænum Vang Vieng norðan af höfuðborginni Vientiane. Þær fóru á bar í bænum á þriðjudagskvöld fyrir viku og voru lagðar inn á sjúkrahús daginn eftir. ABC segir í það minnsta tíu hafa veikst af því að drekka blandaða drykki sem hafi innihaldið metanól, betur þekkt sem tréspíri. Vinkonurnar höfðu verið á bakpokaferðalagi og reiknað með þeim heim til Ástralíu fyrir jólin. Tréspíri hefur komið við sögu hér á landi en níu létust eftir að hafa drukkið tréspíra á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 1943. Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að konurnar drukku drykki metanól. Eigandi farfuglaheimilisins þar sem áströlsku stelpurnar gistu þvertekur fyrir að áfengi með metanóli hafi verið selt á staðnum. Lögregla hafi þegar komið við, tekið út staðinn og skoðað birgjana sem gistiheimilið kaupi áfengi frá. Metanól eða tréspíra er að finna í ýmsum iðnaðarvörum, til dæmis rúðuhreinsivökvum, frostlegi og leysiefnum. Etanól er hins vegar að finna í áfengi á borð við bjór, léttvíni og sterku áfengi. Danmörk Laos Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
„Utanríkisráðuneytið staðfestir að tveir danskir ríkisborgarar eru látnir í Laos. Ættingjum hefur verið tilkynnt um andlátin. Ráðuneytið þarf að gæta trúnaðar um persónulegar upplýsingar og getur ekki veitt frekari upplýsingar,“ segir í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Ekstrabladet. ABC í Ástralíu fullyrðir að dönsku konurnar séu á þrítugsaldri. Fregnir af andláti dönsku kvennanna koma í framhaldi af nýlegum fregnum af tveimur nítján ára áströlskum stelpum sem berjast fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir að hafa innbyrt metanól í Laos. Ekkert liggur fyrir um tengsl málanna teggja að svo stöddu. Áströlsku stelpurnar dvöldu á farfuglaheimili í partýbænum Vang Vieng norðan af höfuðborginni Vientiane. Þær fóru á bar í bænum á þriðjudagskvöld fyrir viku og voru lagðar inn á sjúkrahús daginn eftir. ABC segir í það minnsta tíu hafa veikst af því að drekka blandaða drykki sem hafi innihaldið metanól, betur þekkt sem tréspíri. Vinkonurnar höfðu verið á bakpokaferðalagi og reiknað með þeim heim til Ástralíu fyrir jólin. Tréspíri hefur komið við sögu hér á landi en níu létust eftir að hafa drukkið tréspíra á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 1943. Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að konurnar drukku drykki metanól. Eigandi farfuglaheimilisins þar sem áströlsku stelpurnar gistu þvertekur fyrir að áfengi með metanóli hafi verið selt á staðnum. Lögregla hafi þegar komið við, tekið út staðinn og skoðað birgjana sem gistiheimilið kaupi áfengi frá. Metanól eða tréspíra er að finna í ýmsum iðnaðarvörum, til dæmis rúðuhreinsivökvum, frostlegi og leysiefnum. Etanól er hins vegar að finna í áfengi á borð við bjór, léttvíni og sterku áfengi.
Danmörk Laos Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira