„Ég er ekki að standa mig vel“ Smári Jökull Jónsson skrifar 15. desember 2024 23:02 Guardiola hefur ekki verið oft í þeirri stöðu sem hann og lið City er í þessa dagana. Vísir/Getty Pep Guardiola var ómyrkur í máli á blaðamannafundi eftir tapið gegn Manchester United í dag. Hann viðurkenndi að vera í vandræðum að finna lausnir á vandamálum City. „Áður hefði ég kannski getað reiknað með sigri í svona stöðu þegar tvær mínútur voru eftir. En í þeirri stöðu sem við erum í þá hugsaði ég aldrei um það. Við erum ekki í réttu flæði,“ sagði Pep Guardiola þjálfari Manchester City á blaðamannafundi eftir tapið gegn Manchester United í dag. Manchester City var í góðri stöðu í leiknum en tvö mörk undir lokin tryggðu Manchester Untied 2-1 sigur. Guardiola tók ábyrgð eftir tapið. „Þetta er stórt félag og þegar maður tapar átta af ellefu síðustu leikjum er eitthvað af. Það er hægt að tala um leikjaniðurröðun og meiðsli. Ég er þjálfarinn og ég þarf að finna lausnirnar, ég er ekki að gera það. Ég er ekki nógu góður, ég er ekki að standa mig vel.“ „Ég er hér til að reyna og mun halda áfram að reyna“ Guardiola skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við City í nóvember og sagðist ekki getað yfirgefið félagið á erfiðum tíma. Staðan hefur versnað síðan þá og spurningar vaknað hvenær þarf að endurskoða hlutina. „Ég er hér og ég er ábyrgur. Það væri auðvelt fyrir mig að segja að við höfum tapað leiknum vegna einhvers atviks eða leikmanns en fótbolti er liðsíþrótt.“ „Ég er sannfærður um það sem ég er að segja, ég er ekki nógu góður til þess að finna leið fyrir þá að slaka á og ná ró í huganum. Mig langar það mikið. Ég er hér til að reyna það og ég mun halda áfram að reyna.“ Hann viðurkenndi að hlutirnir væru að versna hjá City. „Við þurfum augljóslega góð úrslit til að snúa við stemmningunni. Þetta er að versna og raunveruleikinn er þannig. Ég er knattspyrnustjóri þessa félags og þarf að finna lausn. Hingað til hefur það ekki tekist, það er sannleikurinn.“ Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
„Áður hefði ég kannski getað reiknað með sigri í svona stöðu þegar tvær mínútur voru eftir. En í þeirri stöðu sem við erum í þá hugsaði ég aldrei um það. Við erum ekki í réttu flæði,“ sagði Pep Guardiola þjálfari Manchester City á blaðamannafundi eftir tapið gegn Manchester United í dag. Manchester City var í góðri stöðu í leiknum en tvö mörk undir lokin tryggðu Manchester Untied 2-1 sigur. Guardiola tók ábyrgð eftir tapið. „Þetta er stórt félag og þegar maður tapar átta af ellefu síðustu leikjum er eitthvað af. Það er hægt að tala um leikjaniðurröðun og meiðsli. Ég er þjálfarinn og ég þarf að finna lausnirnar, ég er ekki að gera það. Ég er ekki nógu góður, ég er ekki að standa mig vel.“ „Ég er hér til að reyna og mun halda áfram að reyna“ Guardiola skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við City í nóvember og sagðist ekki getað yfirgefið félagið á erfiðum tíma. Staðan hefur versnað síðan þá og spurningar vaknað hvenær þarf að endurskoða hlutina. „Ég er hér og ég er ábyrgur. Það væri auðvelt fyrir mig að segja að við höfum tapað leiknum vegna einhvers atviks eða leikmanns en fótbolti er liðsíþrótt.“ „Ég er sannfærður um það sem ég er að segja, ég er ekki nógu góður til þess að finna leið fyrir þá að slaka á og ná ró í huganum. Mig langar það mikið. Ég er hér til að reyna það og ég mun halda áfram að reyna.“ Hann viðurkenndi að hlutirnir væru að versna hjá City. „Við þurfum augljóslega góð úrslit til að snúa við stemmningunni. Þetta er að versna og raunveruleikinn er þannig. Ég er knattspyrnustjóri þessa félags og þarf að finna lausn. Hingað til hefur það ekki tekist, það er sannleikurinn.“
Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira