Þórir vildi Haaland í handboltann Smári Jökull Jónsson skrifar 16. desember 2024 07:33 Þórir vildi að Haaland myndi velja handboltann. Vísir/Getty Þórir Hergeirsson vann sinn sjötta Evróputitil með Noregi í gær á sama tíma og Erling Haaland þurfti að sætta sig við tap í Manchesterslag í ensku úrvalsdeildinni. Þórir reyndi að sannfæra Haaland um að velja handboltann framyfir fótboltann á sínum tíma. Eins og flestir vita er Erling Haaland einn besti knattspyrnumaður heims og hefur raðað inn mörkum fyrir Manchester City síðustu misserin. Ef handknattleiksþjálfarinn Þórir Hergeirsson hefði fengið að ráða hefði niðurstaðan hins vegar getað orðið önnur. Þegar Haaland var yngri spilaði hann handbolta samhliða fótboltanum. Í viðtali við NRK greinir Haaland frá því að Þórir hafi komið að máli við hann eftir handboltaleik þar sem Haaland hafði spilað vel. „Hann sagði mér að velja handboltann því ég gæti orðið virkilega góður,“ sagði Haaland og sagðist taka undir orð Þóris. „Ég held ég hefði getað orðið góður í handbolta. Ég valdi hins vegar ekki handboltann og ég held að fótboltinn hafi verið rétt val,“ bætti Haaland við en viðtalið var tekið í tengslum við uppskeruhátíð íþróttamanna í Noregi nú í árslok. „Hefði kannski bara verið hornamaður“ Þórir Hergeirsson segist muna eftir að hafa hitt Haaland en ekki hvað þeim fór á milli. „Ég veit ekki hvort ég hafi sagt að hann ætti að velja handboltann. Hann hefði getað orðið mjög, mjög góður handboltaleikmaður.“ Hann segist muna vel hvað hann hugsaði þegar hann sá Haaland á sínum tíma á handboltavellinum. „Hann var sama týpa í yngri flokkunum. Markaskorari og var ótrúlega góður í að skora mörk. Hann var með markanef, hraða, sprengikraft og auga fyrir spili,“ sagði Þórir í viðtali við NRK. Þórir er líka með á hreinu hvar hann hefði stillt Haaland upp á vellinum. „Mögulega hefði hann ekki haft sömu yfirburða stöðu líkamlega í handboltanum, líkt og í fótboltanum. Hann hefði kannski bara verið hornamaður.“ EM kvenna í handbolta 2024 Enski boltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Sjá meira
Eins og flestir vita er Erling Haaland einn besti knattspyrnumaður heims og hefur raðað inn mörkum fyrir Manchester City síðustu misserin. Ef handknattleiksþjálfarinn Þórir Hergeirsson hefði fengið að ráða hefði niðurstaðan hins vegar getað orðið önnur. Þegar Haaland var yngri spilaði hann handbolta samhliða fótboltanum. Í viðtali við NRK greinir Haaland frá því að Þórir hafi komið að máli við hann eftir handboltaleik þar sem Haaland hafði spilað vel. „Hann sagði mér að velja handboltann því ég gæti orðið virkilega góður,“ sagði Haaland og sagðist taka undir orð Þóris. „Ég held ég hefði getað orðið góður í handbolta. Ég valdi hins vegar ekki handboltann og ég held að fótboltinn hafi verið rétt val,“ bætti Haaland við en viðtalið var tekið í tengslum við uppskeruhátíð íþróttamanna í Noregi nú í árslok. „Hefði kannski bara verið hornamaður“ Þórir Hergeirsson segist muna eftir að hafa hitt Haaland en ekki hvað þeim fór á milli. „Ég veit ekki hvort ég hafi sagt að hann ætti að velja handboltann. Hann hefði getað orðið mjög, mjög góður handboltaleikmaður.“ Hann segist muna vel hvað hann hugsaði þegar hann sá Haaland á sínum tíma á handboltavellinum. „Hann var sama týpa í yngri flokkunum. Markaskorari og var ótrúlega góður í að skora mörk. Hann var með markanef, hraða, sprengikraft og auga fyrir spili,“ sagði Þórir í viðtali við NRK. Þórir er líka með á hreinu hvar hann hefði stillt Haaland upp á vellinum. „Mögulega hefði hann ekki haft sömu yfirburða stöðu líkamlega í handboltanum, líkt og í fótboltanum. Hann hefði kannski bara verið hornamaður.“
EM kvenna í handbolta 2024 Enski boltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Sjá meira