Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. desember 2024 16:16 Mohamed Salah skorar mark Liverpool gegn Girona í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn. getty/Eric Alonso Jamie Carragher telur að Mohamed Salah muni skrifa undir nýjan samning við Liverpool og vera áfram hjá félaginu. Hann telur að kostir Egyptans séu ekkert rosalega margir. Salah hefur spilað frábærlega með Liverpool í vetur og skorað sextán mörk og lagt upp tólf í öllum keppnum. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hans hjá Liverpool en samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið. Carragher telur að félögin sem gætu samið við Salah séu ekki svo mörg og því gæti hann haldið kyrru fyrir hjá Liverpool. „Hversu marga sóknarmenn eru Real Madrid með? Barcelona er í fjárhagskröggum og PSG er ekki í sama klassa og Liverpool. Það eru bara 4-5 lið sem eiga raunverulega möguleika á að vinna Meistaradeild Evrópu og Liverpool er eitt þeirra. Hann verður áfram þar sem ég er ekki viss um að það séu margir kostir í stöðunni. Hann er ekki tilbúinn að fara til Sádi-Arabíu. Hann getur gert það eftir þrjú ár,“ sagði Carragher. Vill að Salah fái tveggja ára samning Ekki er vitað hversu langan samning Salah vill fá eða hversu langan samning Liverpool er tilbúið að bjóða honum. Carragher vill að Salah sýni gagnsæi í viðræðunum. „Ef þú kemur fram og segir að félagið hafi ekki gert þetta eða hitt leyfðu okkur þá að heyra alla söguna svo við getum ákveðið okkur. Við vitum að þeir eiga í viðræðum. Hann gerði þetta fyrir tveimur árum þegar hann reyndi að setja pressu á félagið. Hann er stórstjarna og ég vona innilega að hann verði áfram en ég horfi á þetta frá sjónarhorni félagsins og við vitum ekki hver hefur rétt fyrir sér,“ sagði Carragher. „Ef þú vilt setja eitthvað út sem félagið hefur ekki boðið þér segðu okkur þá hvað þú vilt, vertu gagnsær og við getum valið okkur hlið. Persónulega finnst mér að hann ætti að vera áfram á sömu launum og fá tveggja ára samning. Félagið vill kannski bjóða honum eins árs samning og hann gæti viljað þriggja ára samning. Við vitum það ekki. Ég hef reynt að afla mér upplýsinga því ég vissi að ég yrði spurður að þessu en félagið gefur ekkert upp.“ Salah skoraði eina mark leiksins þegar Liverpool sigraði Girona, 0-1, í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn. Rauði herinn er á toppi Meistaradeildarinnar og kominn í sextán liða úrslit. Næsti leikur Liverpool er gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Salah og félagar eru með fjögurra stiga forskot á Chelsea á toppi deildarinnar en eiga leik til góða. Enski boltinn Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Fleiri fréttir „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Salah hefur spilað frábærlega með Liverpool í vetur og skorað sextán mörk og lagt upp tólf í öllum keppnum. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hans hjá Liverpool en samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið. Carragher telur að félögin sem gætu samið við Salah séu ekki svo mörg og því gæti hann haldið kyrru fyrir hjá Liverpool. „Hversu marga sóknarmenn eru Real Madrid með? Barcelona er í fjárhagskröggum og PSG er ekki í sama klassa og Liverpool. Það eru bara 4-5 lið sem eiga raunverulega möguleika á að vinna Meistaradeild Evrópu og Liverpool er eitt þeirra. Hann verður áfram þar sem ég er ekki viss um að það séu margir kostir í stöðunni. Hann er ekki tilbúinn að fara til Sádi-Arabíu. Hann getur gert það eftir þrjú ár,“ sagði Carragher. Vill að Salah fái tveggja ára samning Ekki er vitað hversu langan samning Salah vill fá eða hversu langan samning Liverpool er tilbúið að bjóða honum. Carragher vill að Salah sýni gagnsæi í viðræðunum. „Ef þú kemur fram og segir að félagið hafi ekki gert þetta eða hitt leyfðu okkur þá að heyra alla söguna svo við getum ákveðið okkur. Við vitum að þeir eiga í viðræðum. Hann gerði þetta fyrir tveimur árum þegar hann reyndi að setja pressu á félagið. Hann er stórstjarna og ég vona innilega að hann verði áfram en ég horfi á þetta frá sjónarhorni félagsins og við vitum ekki hver hefur rétt fyrir sér,“ sagði Carragher. „Ef þú vilt setja eitthvað út sem félagið hefur ekki boðið þér segðu okkur þá hvað þú vilt, vertu gagnsær og við getum valið okkur hlið. Persónulega finnst mér að hann ætti að vera áfram á sömu launum og fá tveggja ára samning. Félagið vill kannski bjóða honum eins árs samning og hann gæti viljað þriggja ára samning. Við vitum það ekki. Ég hef reynt að afla mér upplýsinga því ég vissi að ég yrði spurður að þessu en félagið gefur ekkert upp.“ Salah skoraði eina mark leiksins þegar Liverpool sigraði Girona, 0-1, í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn. Rauði herinn er á toppi Meistaradeildarinnar og kominn í sextán liða úrslit. Næsti leikur Liverpool er gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Salah og félagar eru með fjögurra stiga forskot á Chelsea á toppi deildarinnar en eiga leik til góða.
Enski boltinn Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Fleiri fréttir „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira