Reif í hár konu svo hún féll í gólfið og samdi svo við hana Árni Sæberg skrifar 9. desember 2024 14:04 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konuna til eins mánaðar skilorðsbundins fangelsis. Vísir/Vilhelm Kona hefur verið dæmd til eins mánaðar skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás gegn annarri konu. Undir rekstri málsins sömdu konurnar um bætur og konan játaði sök. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp 2. desember, segir að konan hafi verið ákærð fyrir líkamsárás með því að hafa í apríl 2022 veist að konu með ofbeldi og rifið í hár hennar með þeim afleiðingum að hún féll í gólfið og hlaut eymsli yfir hársverði, eymsli yfir hryggjartindum í hálsi, eymsli yfir hnjám, mar á öxl og upphandlegg og tognun og ofreynslu á lendhrygg. Neitaði upphaflega sök Í málinu hafi brotaþoli krafist þess að konan yrði dæmd til að greiða henni 800 þúsund krónur auk vaxta og málskostnaðar. Konan hafi í upphafi neitað sök en undir rekstri málsins hafi hún og brotaþoli náð sátt sín á milli og brotaþoli breytt bótakröfu sinni í það horf sem rakið hefur verið. Konan hafi í kjölfarið komið fyrir dóminn og játað sök. „Fyrir dómi lýsti ákærða einnig yfir að hún bæði brotaþola innilega afsökunar á brotinu,“ segir í dóminum. 2,7 milljónir króna Þá segir að með játningu konunnar, sem fengi næga stoð í gögnum málsins, teldist hún sönn að sök samkvæmt ákæru. Samkvæmt sakavottorði hafi konunni ekki áður verið gerð refsing. Þegar á allt væri horft ákvæðist refsing konunnar fangelsi í einn mánuð en fullnustu hennar skyldi frestað og hún falli niður að liðnum tveimur árum, haldi konan almennt skilorð. Konan hafi verið dæmd til að greiða brotaþola 800 þúsund krónur samkvæmt samkomulagi þeirra á milli. Brotaþoli hafi sömuleiðis farið fram á málskostnað og fyrir lægi tímaskýrsla vegna vinnu lögmanna fyrir brotaþola vegna málsins frá upphafi. Því væri hún dæmd til að greiða brotaþola 1,24 milljónir króna í málskostnað. Loks hafi hún verið dæmd til að greiða skipuðum verjanda sínum 645 þúsund krónur. Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Fleiri fréttir Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp 2. desember, segir að konan hafi verið ákærð fyrir líkamsárás með því að hafa í apríl 2022 veist að konu með ofbeldi og rifið í hár hennar með þeim afleiðingum að hún féll í gólfið og hlaut eymsli yfir hársverði, eymsli yfir hryggjartindum í hálsi, eymsli yfir hnjám, mar á öxl og upphandlegg og tognun og ofreynslu á lendhrygg. Neitaði upphaflega sök Í málinu hafi brotaþoli krafist þess að konan yrði dæmd til að greiða henni 800 þúsund krónur auk vaxta og málskostnaðar. Konan hafi í upphafi neitað sök en undir rekstri málsins hafi hún og brotaþoli náð sátt sín á milli og brotaþoli breytt bótakröfu sinni í það horf sem rakið hefur verið. Konan hafi í kjölfarið komið fyrir dóminn og játað sök. „Fyrir dómi lýsti ákærða einnig yfir að hún bæði brotaþola innilega afsökunar á brotinu,“ segir í dóminum. 2,7 milljónir króna Þá segir að með játningu konunnar, sem fengi næga stoð í gögnum málsins, teldist hún sönn að sök samkvæmt ákæru. Samkvæmt sakavottorði hafi konunni ekki áður verið gerð refsing. Þegar á allt væri horft ákvæðist refsing konunnar fangelsi í einn mánuð en fullnustu hennar skyldi frestað og hún falli niður að liðnum tveimur árum, haldi konan almennt skilorð. Konan hafi verið dæmd til að greiða brotaþola 800 þúsund krónur samkvæmt samkomulagi þeirra á milli. Brotaþoli hafi sömuleiðis farið fram á málskostnað og fyrir lægi tímaskýrsla vegna vinnu lögmanna fyrir brotaþola vegna málsins frá upphafi. Því væri hún dæmd til að greiða brotaþola 1,24 milljónir króna í málskostnað. Loks hafi hún verið dæmd til að greiða skipuðum verjanda sínum 645 þúsund krónur.
Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Fleiri fréttir Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Sjá meira