Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. desember 2024 11:35 Sæmundur vaknaði við fréttir af rauðri viðvörun í Liverpool-borg. Fyrsta hugsun var skiljanlega að stórsigur hans manna væru í kortunum. aðsend Stórleik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, sem átti að fara fram nú í hádeginu, hefur verið frestað vegna veðurs. Íslensk hjón sem gert höfðu sér ferð á leikinn deyja ekki ráðalaus og ætla að horfa á Manchester-liðin tapa í dag í staðinn. „Við vöknuðum hérna eldsnemma í morgun og ætluðum að tygja okkur upp á Goodison park, en kíktum á miðlana og sjáum að leiknum hefur hreinlega verið frestað,“ segir Sæmundur Jón Jónsson sem staddur er í Liverpool borg ásamt konu sinni Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur. Guðlaug Elísabet við liðsrútuna.aðsend „Við vorum reyndar búin að sjá þessar veðurviðvaranir, rauð veðurviðvörun í Liverpool. Maður hélt náttúrulega að það væri bara af því að við værum að fara að vinna stórsigur á Everton.“ Sæmundur efast um að leikurinn verði spilaður á meðan þau hjón verði stödd ytra, enda stíft prógram framundan hjá Liverpool-mönnum sem hafa verið í fantaformi að undanförnu og unnið hvern leik á fætur öðrum með nýjan þjálfara í broddi fylkingar, hollendinginn Arne Slot. „Við vorum nú svo heppin samt, höfum verið hér í rúmlega viku og sáum frábæran leik gegn City. Svo skelltum við okkur í menningarferð til Newcastle og sáum þar æsispennandi leik“ Hjónin fylgdust með æsispennandi leik í Newcastle, úr gestastúkunni með stuðningsmönnum Liverpool.aðsend Mögnuðum leik Liverpool gegn Manchester City lauk með 2-0 sigri heimamanna. Og það í sömu viku og liðið lagði Real Madrid af velli.aðsend Spáð er stormi í dag þar en vindur mælist nú um 13 metrar á sekúndu, nokkuð sem Íslendingar myndu líklega bara láta sig hafa. Þess ber þó að geta að hellirignt hefur síðustu daga og líklegt að völlurinn sé morandi í pollum. „Núna er verið að kveðja Goodison og þetta var svona draumaleikurinn, að fara og vera á síðasta derby-leiknum á Goodison. Þannig þetta eru bara verulega mikil vonbrigði. En sem betur fer er Liverpool bara frábær borg,“ segir Guðlaug Elísabet. Þau deyja því ekki ráðalaus. „Við reiknum með að finna einhvern góðan pöbb hér í Liverpool og horfa á Crystal Palace og væntanlega Nottingham Forest. Þetta eru liðin sem eru að spila við Manchester-liðin, þannig við höldum auðvitað með Crystal Palace og Nottingham Forest.“ Leikurinn átti að fara fram á Goodison Park, heimavelli Everton sem mun færa sig um set á nýjan heimavöll fyrir næsta tímabil. getty Bretland Enski boltinn Veður Íslendingar erlendis Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira
„Við vöknuðum hérna eldsnemma í morgun og ætluðum að tygja okkur upp á Goodison park, en kíktum á miðlana og sjáum að leiknum hefur hreinlega verið frestað,“ segir Sæmundur Jón Jónsson sem staddur er í Liverpool borg ásamt konu sinni Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur. Guðlaug Elísabet við liðsrútuna.aðsend „Við vorum reyndar búin að sjá þessar veðurviðvaranir, rauð veðurviðvörun í Liverpool. Maður hélt náttúrulega að það væri bara af því að við værum að fara að vinna stórsigur á Everton.“ Sæmundur efast um að leikurinn verði spilaður á meðan þau hjón verði stödd ytra, enda stíft prógram framundan hjá Liverpool-mönnum sem hafa verið í fantaformi að undanförnu og unnið hvern leik á fætur öðrum með nýjan þjálfara í broddi fylkingar, hollendinginn Arne Slot. „Við vorum nú svo heppin samt, höfum verið hér í rúmlega viku og sáum frábæran leik gegn City. Svo skelltum við okkur í menningarferð til Newcastle og sáum þar æsispennandi leik“ Hjónin fylgdust með æsispennandi leik í Newcastle, úr gestastúkunni með stuðningsmönnum Liverpool.aðsend Mögnuðum leik Liverpool gegn Manchester City lauk með 2-0 sigri heimamanna. Og það í sömu viku og liðið lagði Real Madrid af velli.aðsend Spáð er stormi í dag þar en vindur mælist nú um 13 metrar á sekúndu, nokkuð sem Íslendingar myndu líklega bara láta sig hafa. Þess ber þó að geta að hellirignt hefur síðustu daga og líklegt að völlurinn sé morandi í pollum. „Núna er verið að kveðja Goodison og þetta var svona draumaleikurinn, að fara og vera á síðasta derby-leiknum á Goodison. Þannig þetta eru bara verulega mikil vonbrigði. En sem betur fer er Liverpool bara frábær borg,“ segir Guðlaug Elísabet. Þau deyja því ekki ráðalaus. „Við reiknum með að finna einhvern góðan pöbb hér í Liverpool og horfa á Crystal Palace og væntanlega Nottingham Forest. Þetta eru liðin sem eru að spila við Manchester-liðin, þannig við höldum auðvitað með Crystal Palace og Nottingham Forest.“ Leikurinn átti að fara fram á Goodison Park, heimavelli Everton sem mun færa sig um set á nýjan heimavöll fyrir næsta tímabil. getty
Bretland Enski boltinn Veður Íslendingar erlendis Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira