Sækja óvænt og hratt að Aleppo Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2024 14:00 Fylgst með átökum í Idlib-héraði í Sýrlandi í dag. AP/Ghaith Alsayed Uppreisnarmenn og vígahópar gerðu í gær umfangsmiklar árásir á hersveitir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og aðrar sveitir sem styðja hann vestur af borginni Aleppo í Idlib-héraði í gær. Útlit er fyrir að hóparnir hafi lagt undir sig stórt svæði við borgina og að sóknin hafi náð að jaðri borgarinnar. Þetta er í fyrsta sinn í nokkur ár sem hóparnir gera árás af þessari stærðargráðu og lítur yfir fyrir að hún hafi komið Assad-liðum í opna skjöldu. Árásin hélt svo áfram í morgun og er útlit fyrir að þeir hafi náð enn meiri árangri. Uppreisnarmennirnir eru sagðir hafa lagt hald á þó nokkra skrið- og bryndreka. #Syria: footage of rebel forces literally breaking through regime defenses to the southwest of the town of Saraqib in #Idlib. pic.twitter.com/xLxWuLetv5— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 28, 2024 Hóparnir sem koma að sókninni segjast hafa hernumið að minnsta kosti fimmtán þorp í jaðri Aleppo, eina herstöð og handsamað fjölda hermanna. Þá hafa fregnir borist af því að nokkrir háttsettir yfirmenn í sýrlenska hernum hafi verið felldir í árásinni og íranskur herforingi sömuleiðis en Byltingarvörður Írans hefur stutt dyggilega við bakið á Assad í gegnum árin, auk vígamanna Hezbollah og Rússa. Uppreisnar- og vígamenn notuðu fjölda sjálfsprengidróna við árásina í gær. لقطات جميلة من سلاح الرعب #كتائب_شاهين وهي تغير على آلة القتل والإجرام https://t.co/TDt0XdJo1E pic.twitter.com/eXeI9GiW7Z— Mohamad Waheed KHELLO (@Moha19993mmed) November 28, 2024 Sóknin er leidd af sveitum Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS, sem er í einföldu máli sagt vígahópur sem tengdist á árum áður al-Qaeda og hét þá Nusra Front. Hópurinn er nú talinn sá stærsti af uppreisnarhópum í Sýrlandi. Áhugasamir geta lesið frekar um HTS á vef Center For Strategic & International Studies. Áhugasamir geta séð grófa mynd af stöðunni við Aleppo á korti, hér á vef Liveuamap. Árásum Assad-liða gegn uppreisnarhópum í norðvesturhluta Sýrlands hefur fjölgað nokkuð á undanförnum vikum. Á sama tíma hafa bandamenn Assad í Hezbollah haft öðrum hlutum að hneppa í Líbanon en vopnahlé var staðfest milli Ísarel og Líbanon í gær, sama dag og árásirnar í grennd Aleppo hófust. Sjá einnig: Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Talið er að margir vígamenn Hezbollah haldi til í tveimur bæjum nærri Aleppo, sem uppreisnarhóparnir eru nú mjög nærri, samkvæmt heimildarmönnum Reuters. Í gær birtu uppreisnarmenn myndir af líki manns sem á að vera rússneskur sérsveitarmaður og birtu þeir einnig myndir af vopnum sem þeir sögðust hafa tekið af rússneskum hermönnum. Rebels might not know it, but they've got 🇷🇺 SSO kit here, so either dead or got out in a hurry #Aleppo #Syria- Zenitco'd AK-74(M) w/ suppressor & ELCAN SpecterDR, etc- EURO-ish AR-15 w/ Perst-3, Optic, Mini Suppressor, etc.- Late Mod. MP-446 - Made "RG" Anti Drone Gun pic.twitter.com/D9Ra0W6oKx— Cᴀʟɪʙʀᴇ Oʙsᴄᴜʀᴀ (@CalibreObscura) November 27, 2024 More evidence of Russian losses from Syria today, an FPV drone squad was overrun and killed. pic.twitter.com/iy5slWvaO4— Kyle Glen (@KyleJGlen) November 28, 2024 Day 2 of the rebel offensive in #Syria.Today rebels opened a second front in #Idlib, trying to advance to their former stronghold of Saraqib. Drone footage shows regime soldiers abandoning their positions in the town of Dadikh under heavy fire. pic.twitter.com/xosQubkJkq— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 28, 2024 Sýrland Íran Hernaður Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn í nokkur ár sem hóparnir gera árás af þessari stærðargráðu og lítur yfir fyrir að hún hafi komið Assad-liðum í opna skjöldu. Árásin hélt svo áfram í morgun og er útlit fyrir að þeir hafi náð enn meiri árangri. Uppreisnarmennirnir eru sagðir hafa lagt hald á þó nokkra skrið- og bryndreka. #Syria: footage of rebel forces literally breaking through regime defenses to the southwest of the town of Saraqib in #Idlib. pic.twitter.com/xLxWuLetv5— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 28, 2024 Hóparnir sem koma að sókninni segjast hafa hernumið að minnsta kosti fimmtán þorp í jaðri Aleppo, eina herstöð og handsamað fjölda hermanna. Þá hafa fregnir borist af því að nokkrir háttsettir yfirmenn í sýrlenska hernum hafi verið felldir í árásinni og íranskur herforingi sömuleiðis en Byltingarvörður Írans hefur stutt dyggilega við bakið á Assad í gegnum árin, auk vígamanna Hezbollah og Rússa. Uppreisnar- og vígamenn notuðu fjölda sjálfsprengidróna við árásina í gær. لقطات جميلة من سلاح الرعب #كتائب_شاهين وهي تغير على آلة القتل والإجرام https://t.co/TDt0XdJo1E pic.twitter.com/eXeI9GiW7Z— Mohamad Waheed KHELLO (@Moha19993mmed) November 28, 2024 Sóknin er leidd af sveitum Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS, sem er í einföldu máli sagt vígahópur sem tengdist á árum áður al-Qaeda og hét þá Nusra Front. Hópurinn er nú talinn sá stærsti af uppreisnarhópum í Sýrlandi. Áhugasamir geta lesið frekar um HTS á vef Center For Strategic & International Studies. Áhugasamir geta séð grófa mynd af stöðunni við Aleppo á korti, hér á vef Liveuamap. Árásum Assad-liða gegn uppreisnarhópum í norðvesturhluta Sýrlands hefur fjölgað nokkuð á undanförnum vikum. Á sama tíma hafa bandamenn Assad í Hezbollah haft öðrum hlutum að hneppa í Líbanon en vopnahlé var staðfest milli Ísarel og Líbanon í gær, sama dag og árásirnar í grennd Aleppo hófust. Sjá einnig: Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Talið er að margir vígamenn Hezbollah haldi til í tveimur bæjum nærri Aleppo, sem uppreisnarhóparnir eru nú mjög nærri, samkvæmt heimildarmönnum Reuters. Í gær birtu uppreisnarmenn myndir af líki manns sem á að vera rússneskur sérsveitarmaður og birtu þeir einnig myndir af vopnum sem þeir sögðust hafa tekið af rússneskum hermönnum. Rebels might not know it, but they've got 🇷🇺 SSO kit here, so either dead or got out in a hurry #Aleppo #Syria- Zenitco'd AK-74(M) w/ suppressor & ELCAN SpecterDR, etc- EURO-ish AR-15 w/ Perst-3, Optic, Mini Suppressor, etc.- Late Mod. MP-446 - Made "RG" Anti Drone Gun pic.twitter.com/D9Ra0W6oKx— Cᴀʟɪʙʀᴇ Oʙsᴄᴜʀᴀ (@CalibreObscura) November 27, 2024 More evidence of Russian losses from Syria today, an FPV drone squad was overrun and killed. pic.twitter.com/iy5slWvaO4— Kyle Glen (@KyleJGlen) November 28, 2024 Day 2 of the rebel offensive in #Syria.Today rebels opened a second front in #Idlib, trying to advance to their former stronghold of Saraqib. Drone footage shows regime soldiers abandoning their positions in the town of Dadikh under heavy fire. pic.twitter.com/xosQubkJkq— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 28, 2024
Sýrland Íran Hernaður Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira