Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2024 10:34 Rússar eru farnir að nota sífellt fleiri Shahed dróna og margar útgáfur af þeim. AP Photo/Efrem Lukatsky Rússar gerðu sína umfangsmestu drónaárás á Úkraínu í nótt. Ráðamenn í Úkraínu segja 188 dróna hafa verið notaða til árásarinnar en Rússar hafa aldrei áður notað svo marga dróna á einum degi. Árásin beindist að orkuvinnviðum í Úkraínu og ollu drónarnir skemmdum á íbúðarhúsum í nokkrum héruðum landsins. Auk dróna skutu Rússar fjórum Iskander-M skotflaugum. Herforingjaráð Úkraínu segir 76 dróna hafa verið skotna niður og aðra hafa týnst og þá líklega vegna rafrænna varna og truflunarsendinga Rússa. Þá segir herforingjaráðið að fimm drónar hafi flogið til Belarús. Flestir drónarnir eru sagðir hafa verið af gerðinni Shahed, sem Rússar fengu upprunalega frá Íran og framleiða nú í miklu magni sjálfir. Það eru sjálfsprengidrónar en Rússar eru einnig farnir að framleiða ódýrari dróna sem eiga að trufla loftvarnarkerfi Úkraínumanna með truflunarsendingum og öðrum leiðum og var einnig notast við slíka dróna í nótt. Engar fregnir hafa borist af mannfalli vegna árásarinnar. Árásin olli þó rafmagnsleysi í borginni Ternopil í vesturhluta Úkraínu og í mest öllu Ternopil-héraði. Reuters hefur eftir héraðsstjóra Ternopil að árásin hafi valdið töluverðum skaða og það muni taka langan tíma að laga skemmdirnar, með tilheyrandi truflunum fyrir íbúa héraðsins. Árásin er einnig sögð hafa valdið skemmdum á öðrum innviðum eins og heitu vatni og drykkjarvatni. Talið er að þær skemmdir verði þau auðveldara að laga. Rússar hafa gert umfangsmiklar árásir á innviði og íbúðarhús í Úkraínu á undanförnum mánuðum með drónum, eldflaugum og kröftugum svifsprengjum. Auka framleiðslugetu á eldflaugum í Norður-Kóreu Rússar hafa fengið mikið magn hergagna frá Norður-Kóreu frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst. Meðal annars hafa þeir fengið mikið magn skotfæra fyrir stórskotalið og skammdrægar eldflaugar til árása í Úkraínu. Útlit er fyrir að í staðinn sé Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, að fá hernaðaraðstoð og hernaðartækni frá Rússlandi. Sjá einnig: Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sérfræðingar segja gervihnattamyndir benda til þess að miklar framkvæmdir eigi sér stað við eina af helstu eldflaugaverksmiðjum Norður-Kóreu. Þar eru svokallaðar KN-23 eldflaugar framleiddar og þær hafa Rússar notað til árása í Úkraínu. Frá hergagnasýningu í Pyongyang í Norður-Kóreu í síðustu viku.AP/KCNA Í frétt Reuters segir að umræddar myndir hafi verið teknar í október og eru þær sagðar sýna að unnið sé að aukinni framleiðslugetu í verksmiðjunni. Sérfræðingar hugveitunnar James Martin Center for Nonproliferation Studies telja að til standi að auka framleiðslugetu töluvert og benda á að verið sé að reisa nýtt verksmiðjuhúsnæði sem bæti allt að sjötíu prósentum við það svæði þar sem unnið sé í verksmiðjunni. Ríkismiðlar Norður-Kóreu sýndu í fyrra myndir af Kim í verksmiðjunni og mátti sjá starfsfólk vinna að því að setja saman KN-23 eldflaugar. Þær eldflaugar eru hannaðar til að fljúga nærri jörðinni og eiga þannig að komast hjá loftvarnarkerfum. Þær voru fyrst teknar í notkun árið 2019. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Forsvarsmenn rússneska hersins eru sagðir hafa rekið Gennady Anashkin herforingja vegna rangra skýrslna sem hann mun hafa sent yfirmönnum sínum. Hann stýrði aðgerðum rússneska hersins í austurhluta Úkraínu. 24. nóvember 2024 16:09 Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir notkun Rússa á langdrægri eldflaug gegn Úkraínu fela í sér umtalsverða stigmögnun átaka. Hann kallar eftir fordæmingu og viðbrögðum alþjóðasamfélagsins. 22. nóvember 2024 06:48 Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa hafa tekið að minnsta kosti tíu úkraínska stríðsfanga af lífi í Kúrsk-héraði á dögunum. Aftakan var fönguð á myndband með dróna en slíkum myndböndum af aftökum og myndböndum sem rússneskir hermenn hafa sjálfir tekið, hefur farið verulega fjölgandi á undanförnum vikum. 21. nóvember 2024 16:51 NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. 20. nóvember 2024 15:38 Mest lesið Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Erlent Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Innlent Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Innlent Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Innlent Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Innlent Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Innlent Íslendingur handtekinn í Rússlandi Erlent Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kastaði hundi í lögreglumann Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Íslendingur handtekinn í Rússlandi Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Heitir því að klára kjörtímabilið og skammast út í þingmenn Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Önnur borg í höndum uppreisnarmanna Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Segja Ísraelsmenn fremja þjóðarmorð á Gaza Tvö börn í lífshættu eftir skotárás í leikskóla í Kalíforníu Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Sjá meira
Auk dróna skutu Rússar fjórum Iskander-M skotflaugum. Herforingjaráð Úkraínu segir 76 dróna hafa verið skotna niður og aðra hafa týnst og þá líklega vegna rafrænna varna og truflunarsendinga Rússa. Þá segir herforingjaráðið að fimm drónar hafi flogið til Belarús. Flestir drónarnir eru sagðir hafa verið af gerðinni Shahed, sem Rússar fengu upprunalega frá Íran og framleiða nú í miklu magni sjálfir. Það eru sjálfsprengidrónar en Rússar eru einnig farnir að framleiða ódýrari dróna sem eiga að trufla loftvarnarkerfi Úkraínumanna með truflunarsendingum og öðrum leiðum og var einnig notast við slíka dróna í nótt. Engar fregnir hafa borist af mannfalli vegna árásarinnar. Árásin olli þó rafmagnsleysi í borginni Ternopil í vesturhluta Úkraínu og í mest öllu Ternopil-héraði. Reuters hefur eftir héraðsstjóra Ternopil að árásin hafi valdið töluverðum skaða og það muni taka langan tíma að laga skemmdirnar, með tilheyrandi truflunum fyrir íbúa héraðsins. Árásin er einnig sögð hafa valdið skemmdum á öðrum innviðum eins og heitu vatni og drykkjarvatni. Talið er að þær skemmdir verði þau auðveldara að laga. Rússar hafa gert umfangsmiklar árásir á innviði og íbúðarhús í Úkraínu á undanförnum mánuðum með drónum, eldflaugum og kröftugum svifsprengjum. Auka framleiðslugetu á eldflaugum í Norður-Kóreu Rússar hafa fengið mikið magn hergagna frá Norður-Kóreu frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst. Meðal annars hafa þeir fengið mikið magn skotfæra fyrir stórskotalið og skammdrægar eldflaugar til árása í Úkraínu. Útlit er fyrir að í staðinn sé Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, að fá hernaðaraðstoð og hernaðartækni frá Rússlandi. Sjá einnig: Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sérfræðingar segja gervihnattamyndir benda til þess að miklar framkvæmdir eigi sér stað við eina af helstu eldflaugaverksmiðjum Norður-Kóreu. Þar eru svokallaðar KN-23 eldflaugar framleiddar og þær hafa Rússar notað til árása í Úkraínu. Frá hergagnasýningu í Pyongyang í Norður-Kóreu í síðustu viku.AP/KCNA Í frétt Reuters segir að umræddar myndir hafi verið teknar í október og eru þær sagðar sýna að unnið sé að aukinni framleiðslugetu í verksmiðjunni. Sérfræðingar hugveitunnar James Martin Center for Nonproliferation Studies telja að til standi að auka framleiðslugetu töluvert og benda á að verið sé að reisa nýtt verksmiðjuhúsnæði sem bæti allt að sjötíu prósentum við það svæði þar sem unnið sé í verksmiðjunni. Ríkismiðlar Norður-Kóreu sýndu í fyrra myndir af Kim í verksmiðjunni og mátti sjá starfsfólk vinna að því að setja saman KN-23 eldflaugar. Þær eldflaugar eru hannaðar til að fljúga nærri jörðinni og eiga þannig að komast hjá loftvarnarkerfum. Þær voru fyrst teknar í notkun árið 2019.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Forsvarsmenn rússneska hersins eru sagðir hafa rekið Gennady Anashkin herforingja vegna rangra skýrslna sem hann mun hafa sent yfirmönnum sínum. Hann stýrði aðgerðum rússneska hersins í austurhluta Úkraínu. 24. nóvember 2024 16:09 Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir notkun Rússa á langdrægri eldflaug gegn Úkraínu fela í sér umtalsverða stigmögnun átaka. Hann kallar eftir fordæmingu og viðbrögðum alþjóðasamfélagsins. 22. nóvember 2024 06:48 Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa hafa tekið að minnsta kosti tíu úkraínska stríðsfanga af lífi í Kúrsk-héraði á dögunum. Aftakan var fönguð á myndband með dróna en slíkum myndböndum af aftökum og myndböndum sem rússneskir hermenn hafa sjálfir tekið, hefur farið verulega fjölgandi á undanförnum vikum. 21. nóvember 2024 16:51 NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. 20. nóvember 2024 15:38 Mest lesið Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Erlent Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Innlent Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Innlent Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Innlent Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Innlent Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Innlent Íslendingur handtekinn í Rússlandi Erlent Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kastaði hundi í lögreglumann Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Íslendingur handtekinn í Rússlandi Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Heitir því að klára kjörtímabilið og skammast út í þingmenn Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Önnur borg í höndum uppreisnarmanna Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Segja Ísraelsmenn fremja þjóðarmorð á Gaza Tvö börn í lífshættu eftir skotárás í leikskóla í Kalíforníu Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Sjá meira
Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Forsvarsmenn rússneska hersins eru sagðir hafa rekið Gennady Anashkin herforingja vegna rangra skýrslna sem hann mun hafa sent yfirmönnum sínum. Hann stýrði aðgerðum rússneska hersins í austurhluta Úkraínu. 24. nóvember 2024 16:09
Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir notkun Rússa á langdrægri eldflaug gegn Úkraínu fela í sér umtalsverða stigmögnun átaka. Hann kallar eftir fordæmingu og viðbrögðum alþjóðasamfélagsins. 22. nóvember 2024 06:48
Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa hafa tekið að minnsta kosti tíu úkraínska stríðsfanga af lífi í Kúrsk-héraði á dögunum. Aftakan var fönguð á myndband með dróna en slíkum myndböndum af aftökum og myndböndum sem rússneskir hermenn hafa sjálfir tekið, hefur farið verulega fjölgandi á undanförnum vikum. 21. nóvember 2024 16:51
NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. 20. nóvember 2024 15:38