Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. nóvember 2024 21:49 Trump segir að málaferlin á hendur honum hafi verið nornaveiðar frá upphafi til enda. Brandon Bell/AP Sérstakur saksóknari sem falið var að rannsaka málefni Donalds Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, hefur óskað eftir því að tveimur málum á hendur Trump verði vísað frá. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Jack Smith, sérstakur saksóknari, hafi óskað eftir því að dómari vísaði málunum frá, þar sem það hefði löngum verið túlkun dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna að ákæra og saksókn á hendur sitjandi forseta gengi í berhögg við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þegar var búið að ákæra Trump í tveimur málum. Hann tekur við embætti forseta 20. janúar næstkomandi, eftir að hafa sigrað demókratann Kamölu Harris í forsetakosningum í upphafi nóvember. Frávísun með fyrirvara Smith var skipaður af Merrick Garland, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Joes Biden, árið 2022 til að hafa yfirumsjón með tveimur málum á hendur Trump. Annað þeirra sneri að meintum tilraunum hans til að snúa við úrslitum kosninganna 2020, sem Trump tapaði gegn Biden, og hins vegar að hafa farið ógætilega með háleynileg gögn eftir að hann lét af embætti í upphafi árs 2021. Smith óskaði eftir frávísun við dómara, en þó með fyrirvara um að hægt yrði að taka málin aftur upp síðar. Dómarinn þarf að samþykkja frávísunina svo hún teljist lögformlega gild. „Innantóm lögleysa“ Sjálfur hefur Trump sagt, eftir þessar fregnir, að málin hafi verið pólitískar nornaveiðar á hendur honum. Um hafi verið að ræða „innantóma lögleysu.“ „Og lágpunktur í sögu lands okkar, að svona lagað skuli hafa gerst. Þrátt fyrir það þá stóð ég þetta af mér, þótt líkurnar væru ekki með mér í liði,“ skrifaði Trump á samfélagsmiðil sinn, Truth Social í kvöld. Undir þetta hefur J.D. Vance, verðandi varaforseti Trumps, tekið, og sagt að ef Trump hefði tapað kosningunum fyrr í mánuðinum kunni vel að vera að hann hefði varið því sem eftir væri af ævinni í fangelsi. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Ráðamenn í Kína eru sagðir binda vonir við að umfangsmiklar fjárfestingar Elons Musk þar í landi muni nýtast sem vogarafl í því að fá hann til að tala máli þeirra við Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Trump ætlar að skipa nokkra menn í ríkisstjórn sína sem hafa verið harðorðir í garð Kína um árabil. 24. nóvember 2024 14:43 Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt Russell Vought, einn aðalhöfunda hins umdeilda Project 2025, til að leiða fjárlagaskrifstofu forsetaembættisins. Vought gegndi embættinu um tíma í fyrri stjórnartíð Trumps og mun koma til með að forgangsraða fjárveitingum og koma kosningaloforðum Trumps um umfangsmikið afnám reglugerða til framkvæmda. 23. nóvember 2024 12:21 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Jack Smith, sérstakur saksóknari, hafi óskað eftir því að dómari vísaði málunum frá, þar sem það hefði löngum verið túlkun dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna að ákæra og saksókn á hendur sitjandi forseta gengi í berhögg við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þegar var búið að ákæra Trump í tveimur málum. Hann tekur við embætti forseta 20. janúar næstkomandi, eftir að hafa sigrað demókratann Kamölu Harris í forsetakosningum í upphafi nóvember. Frávísun með fyrirvara Smith var skipaður af Merrick Garland, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Joes Biden, árið 2022 til að hafa yfirumsjón með tveimur málum á hendur Trump. Annað þeirra sneri að meintum tilraunum hans til að snúa við úrslitum kosninganna 2020, sem Trump tapaði gegn Biden, og hins vegar að hafa farið ógætilega með háleynileg gögn eftir að hann lét af embætti í upphafi árs 2021. Smith óskaði eftir frávísun við dómara, en þó með fyrirvara um að hægt yrði að taka málin aftur upp síðar. Dómarinn þarf að samþykkja frávísunina svo hún teljist lögformlega gild. „Innantóm lögleysa“ Sjálfur hefur Trump sagt, eftir þessar fregnir, að málin hafi verið pólitískar nornaveiðar á hendur honum. Um hafi verið að ræða „innantóma lögleysu.“ „Og lágpunktur í sögu lands okkar, að svona lagað skuli hafa gerst. Þrátt fyrir það þá stóð ég þetta af mér, þótt líkurnar væru ekki með mér í liði,“ skrifaði Trump á samfélagsmiðil sinn, Truth Social í kvöld. Undir þetta hefur J.D. Vance, verðandi varaforseti Trumps, tekið, og sagt að ef Trump hefði tapað kosningunum fyrr í mánuðinum kunni vel að vera að hann hefði varið því sem eftir væri af ævinni í fangelsi.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Ráðamenn í Kína eru sagðir binda vonir við að umfangsmiklar fjárfestingar Elons Musk þar í landi muni nýtast sem vogarafl í því að fá hann til að tala máli þeirra við Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Trump ætlar að skipa nokkra menn í ríkisstjórn sína sem hafa verið harðorðir í garð Kína um árabil. 24. nóvember 2024 14:43 Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt Russell Vought, einn aðalhöfunda hins umdeilda Project 2025, til að leiða fjárlagaskrifstofu forsetaembættisins. Vought gegndi embættinu um tíma í fyrri stjórnartíð Trumps og mun koma til með að forgangsraða fjárveitingum og koma kosningaloforðum Trumps um umfangsmikið afnám reglugerða til framkvæmda. 23. nóvember 2024 12:21 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Vona að Musk takmarki tolla Trumps Ráðamenn í Kína eru sagðir binda vonir við að umfangsmiklar fjárfestingar Elons Musk þar í landi muni nýtast sem vogarafl í því að fá hann til að tala máli þeirra við Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Trump ætlar að skipa nokkra menn í ríkisstjórn sína sem hafa verið harðorðir í garð Kína um árabil. 24. nóvember 2024 14:43
Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt Russell Vought, einn aðalhöfunda hins umdeilda Project 2025, til að leiða fjárlagaskrifstofu forsetaembættisins. Vought gegndi embættinu um tíma í fyrri stjórnartíð Trumps og mun koma til með að forgangsraða fjárveitingum og koma kosningaloforðum Trumps um umfangsmikið afnám reglugerða til framkvæmda. 23. nóvember 2024 12:21