Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. nóvember 2024 20:45 Daníel Hafsteinsson var frábær í úrslitum Mjólkurbikarsins er KA lagði Víking. Vísir/Diego Það er nóg um að vera hjá liðum í Bestu deild karla í fótbolta þó deildin sé farin í vetrarfrí. Liðin eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir næsta ár og því er af nægu að taka þessa dagana. Daníel Hafsteinsson rifti samningi sínum við bikarmeistara KA að tímabilinu loknu. Miðjumaðurinn átti mjög gott tímabil á miðjunni hjá Akureyringum og er eftirsóttur. Nú hefur Fótbolti.net greint frá því að Víkingar séu með Daníel í sigtinu. Hinn 25 ára gamli Daníel er uppalinn hjá KA og hefur spilað einn A-landsleik á ferlinum. Hann var á sínum tíma seldur til Helsingborg í Svíþjóð og lék sumarið 2020 með FH á láni frá sænska félaginu. Framherjinn Andri Rúnar Bjarnason sé að semja við Stjörnuna samkvæmt heimildum Vísis. Fótbolti.net greindi hins vegar fyrst frá. Andri Rúnar hjálpaði Vestra að halda sæti sínu í efstu deild í sumar og var virkilega öflugur á lokasprettinum. Hann ákvað hins vegar að vera ekki áfram á Vestfjörðum fjölskyldunnar vegna og er nú að semja í Garðabænum. Andri Rúnar er alinn upp fyrir vestan en hefur einnig spilað með Víking, Grindavík, Val og ÍBV hér á landi ásamt því að hann lék með Kaiserslautern í Þýskalandi, Helsingborg í Svíþjóð og Esbjerg í Danmörku. Andri Rúnar fagnar þrennu gegn Fram í sumar.Vísir/Viktor Freyr KR-ingar hafa verið duglegir að semja við leikmenn en að sama skapi hafa margir horfið á braut. Nú hefur verið greint frá því að hinn 19 ára gamli Lúkas Magni Magnason hafi rift samningi sínum við félagið. Það staðfesti Óskar Hrafn Þorvaldsson í viðtali við Fótbolti.net. Lúkas Magni gekk í raðir KR fyrir tímabilið 2023. Samningur hans í Vesturbænum var til loka tímabilsins 2027 en fyrr á þessu ári hélt hann til Bandaríkjanna til að spila með Clemson-háskólanum á skólastyrk. Åge Vuk Oskar Dimitrijevic er samningslaus um þessar mundir eftir að samningur hans við FH rann út. Hann er orðaður við uppeldisfélagið Leikni Reykjavík en vill vera áfram í efstu deild. Jafnframt virðist landsbyggðin horfa til Vuk en Fótbolti.net greinir frá því að Vestri, KA og ÍBV séu öll með augastað á þessum skemmtilega vængmanni. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Tólf leikmenn komnir til KR KR kynnti þrjá nýja leikmenn karlaliðs félagsins í fótbolta til leiks í gær. Alls hefur KR fengið tólf nýja leikmenn til sín fyrir næsta tímabil. 25. nóvember 2024 12:02 FH-ingar kynntu Birki og Braga FH-ingar opinberuðu tvo nýjustu leikmenn sína á miðlum sínum í gærkvöldi. 25. nóvember 2024 07:17 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira
Daníel Hafsteinsson rifti samningi sínum við bikarmeistara KA að tímabilinu loknu. Miðjumaðurinn átti mjög gott tímabil á miðjunni hjá Akureyringum og er eftirsóttur. Nú hefur Fótbolti.net greint frá því að Víkingar séu með Daníel í sigtinu. Hinn 25 ára gamli Daníel er uppalinn hjá KA og hefur spilað einn A-landsleik á ferlinum. Hann var á sínum tíma seldur til Helsingborg í Svíþjóð og lék sumarið 2020 með FH á láni frá sænska félaginu. Framherjinn Andri Rúnar Bjarnason sé að semja við Stjörnuna samkvæmt heimildum Vísis. Fótbolti.net greindi hins vegar fyrst frá. Andri Rúnar hjálpaði Vestra að halda sæti sínu í efstu deild í sumar og var virkilega öflugur á lokasprettinum. Hann ákvað hins vegar að vera ekki áfram á Vestfjörðum fjölskyldunnar vegna og er nú að semja í Garðabænum. Andri Rúnar er alinn upp fyrir vestan en hefur einnig spilað með Víking, Grindavík, Val og ÍBV hér á landi ásamt því að hann lék með Kaiserslautern í Þýskalandi, Helsingborg í Svíþjóð og Esbjerg í Danmörku. Andri Rúnar fagnar þrennu gegn Fram í sumar.Vísir/Viktor Freyr KR-ingar hafa verið duglegir að semja við leikmenn en að sama skapi hafa margir horfið á braut. Nú hefur verið greint frá því að hinn 19 ára gamli Lúkas Magni Magnason hafi rift samningi sínum við félagið. Það staðfesti Óskar Hrafn Þorvaldsson í viðtali við Fótbolti.net. Lúkas Magni gekk í raðir KR fyrir tímabilið 2023. Samningur hans í Vesturbænum var til loka tímabilsins 2027 en fyrr á þessu ári hélt hann til Bandaríkjanna til að spila með Clemson-háskólanum á skólastyrk. Åge Vuk Oskar Dimitrijevic er samningslaus um þessar mundir eftir að samningur hans við FH rann út. Hann er orðaður við uppeldisfélagið Leikni Reykjavík en vill vera áfram í efstu deild. Jafnframt virðist landsbyggðin horfa til Vuk en Fótbolti.net greinir frá því að Vestri, KA og ÍBV séu öll með augastað á þessum skemmtilega vængmanni.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Tólf leikmenn komnir til KR KR kynnti þrjá nýja leikmenn karlaliðs félagsins í fótbolta til leiks í gær. Alls hefur KR fengið tólf nýja leikmenn til sín fyrir næsta tímabil. 25. nóvember 2024 12:02 FH-ingar kynntu Birki og Braga FH-ingar opinberuðu tvo nýjustu leikmenn sína á miðlum sínum í gærkvöldi. 25. nóvember 2024 07:17 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira
Tólf leikmenn komnir til KR KR kynnti þrjá nýja leikmenn karlaliðs félagsins í fótbolta til leiks í gær. Alls hefur KR fengið tólf nýja leikmenn til sín fyrir næsta tímabil. 25. nóvember 2024 12:02
FH-ingar kynntu Birki og Braga FH-ingar opinberuðu tvo nýjustu leikmenn sína á miðlum sínum í gærkvöldi. 25. nóvember 2024 07:17