Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2024 11:17 Jair Bolsonaro fór ekki þegjandi og hljóðalaust úr forsetahöllinni eftir að hann tapaði kosningum árið 2022. Hann er nú sakaður um tilraun til valdaráns. Vísir/EPA Brasilíska lögreglan hefur kært Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta, og nokkra ráðherra í ríkisstjórn hans fyrir tilraun til þess að ræna völdum með því að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2022. Bolsonaro stefnir á forsetaframboð eftir tvö ár. Kæran til hæstaréttar Brasilíu kemur í kjölfar skýrslu lögreglunnar um tveggja ára langa rannsókn hennar á hlutdeild Bolsonaro í að afneita úrslitum kosninganna sem hann tapaði fyrir Luis Inacio Lula da Silva. Hæstiréttur segist ætla að senda kæruna áfram til ríkissaksóknara í næstu viku. Sá tekur ákvörðun um hvort að Bolsonaro og 36 aðrir verði ákærðir fyrir að reyna að ræna völdum. Í þessum hópi eru meðal annars tveir fyrrverandi varnarmálaráðherrar Bolsonaro, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi hans og dómsmálaráðherra. Sakborningarnir eru sakaðir um að hafa lagt á ráðin um að dreifa fölskum áróðri um kosningarnar, hvetja herinn til að fremja valdarán og styðja tilraunir til þess. Bolsonaro brást við kærunni á samfélagsmiðlum og sagði að lögregla og hæstaréttardómari sem hefur umsjón með rannsókninni hefðu verið „skapandi“ og gert „allt það sem lögin segja ekki“, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þá segir lögreglan að hún hafi fundið vísbendingar um að Bolsonaro hafi vitað af ráðabruggi um að ráða Lula forseta af dögum áður en hann tók við embættinu. Fimm menn voru handteknir vegna þess í þessari viku. Bolsonaro er bannað að bjóða sig fram til embættis vegna árása hans á trúverðugleika kosninganna fyrir tveimur árum. Hann stefnir engu að síður ótrauður að því að bjóða sig fram aftur til forseta árið 2026. Stuðningsmenn Bolsonaro réðust á stjórnarbyggingar í höfuðborginni Brasilíu viku áður en Lula tók við embætti í janúar í fyrra. Margir þeirra sögðust hafa viljað skapa óróa sem réttlætti valdarán hersins sem þeir töldu yfirvofandi. Brasilía Erlend sakamál Tengdar fréttir Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Karlmaður sem reyndi að komast inn í hús hæstaréttar í höfuðborg Brasilíu sprengdi sig í loft upp fyrir utan bygginguna í gærkvöldi. Aðeins fimm dagar eru þar til að leiðtogar G20-ríkjanna koma saman í Ríó de Janeiro. 14. nóvember 2024 10:05 Bolsonaro bannað að bjóða sig fram Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, hefur verið bannað að bjóða sig fram í átta ár. Yfirkjörstjórn landsins komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði framið embættisbrot í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 30. júní 2023 18:34 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Kæran til hæstaréttar Brasilíu kemur í kjölfar skýrslu lögreglunnar um tveggja ára langa rannsókn hennar á hlutdeild Bolsonaro í að afneita úrslitum kosninganna sem hann tapaði fyrir Luis Inacio Lula da Silva. Hæstiréttur segist ætla að senda kæruna áfram til ríkissaksóknara í næstu viku. Sá tekur ákvörðun um hvort að Bolsonaro og 36 aðrir verði ákærðir fyrir að reyna að ræna völdum. Í þessum hópi eru meðal annars tveir fyrrverandi varnarmálaráðherrar Bolsonaro, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi hans og dómsmálaráðherra. Sakborningarnir eru sakaðir um að hafa lagt á ráðin um að dreifa fölskum áróðri um kosningarnar, hvetja herinn til að fremja valdarán og styðja tilraunir til þess. Bolsonaro brást við kærunni á samfélagsmiðlum og sagði að lögregla og hæstaréttardómari sem hefur umsjón með rannsókninni hefðu verið „skapandi“ og gert „allt það sem lögin segja ekki“, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þá segir lögreglan að hún hafi fundið vísbendingar um að Bolsonaro hafi vitað af ráðabruggi um að ráða Lula forseta af dögum áður en hann tók við embættinu. Fimm menn voru handteknir vegna þess í þessari viku. Bolsonaro er bannað að bjóða sig fram til embættis vegna árása hans á trúverðugleika kosninganna fyrir tveimur árum. Hann stefnir engu að síður ótrauður að því að bjóða sig fram aftur til forseta árið 2026. Stuðningsmenn Bolsonaro réðust á stjórnarbyggingar í höfuðborginni Brasilíu viku áður en Lula tók við embætti í janúar í fyrra. Margir þeirra sögðust hafa viljað skapa óróa sem réttlætti valdarán hersins sem þeir töldu yfirvofandi.
Brasilía Erlend sakamál Tengdar fréttir Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Karlmaður sem reyndi að komast inn í hús hæstaréttar í höfuðborg Brasilíu sprengdi sig í loft upp fyrir utan bygginguna í gærkvöldi. Aðeins fimm dagar eru þar til að leiðtogar G20-ríkjanna koma saman í Ríó de Janeiro. 14. nóvember 2024 10:05 Bolsonaro bannað að bjóða sig fram Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, hefur verið bannað að bjóða sig fram í átta ár. Yfirkjörstjórn landsins komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði framið embættisbrot í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 30. júní 2023 18:34 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Karlmaður sem reyndi að komast inn í hús hæstaréttar í höfuðborg Brasilíu sprengdi sig í loft upp fyrir utan bygginguna í gærkvöldi. Aðeins fimm dagar eru þar til að leiðtogar G20-ríkjanna koma saman í Ríó de Janeiro. 14. nóvember 2024 10:05
Bolsonaro bannað að bjóða sig fram Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, hefur verið bannað að bjóða sig fram í átta ár. Yfirkjörstjórn landsins komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði framið embættisbrot í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 30. júní 2023 18:34