Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2024 11:17 Jair Bolsonaro fór ekki þegjandi og hljóðalaust úr forsetahöllinni eftir að hann tapaði kosningum árið 2022. Hann er nú sakaður um tilraun til valdaráns. Vísir/EPA Brasilíska lögreglan hefur kært Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta, og nokkra ráðherra í ríkisstjórn hans fyrir tilraun til þess að ræna völdum með því að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2022. Bolsonaro stefnir á forsetaframboð eftir tvö ár. Kæran til hæstaréttar Brasilíu kemur í kjölfar skýrslu lögreglunnar um tveggja ára langa rannsókn hennar á hlutdeild Bolsonaro í að afneita úrslitum kosninganna sem hann tapaði fyrir Luis Inacio Lula da Silva. Hæstiréttur segist ætla að senda kæruna áfram til ríkissaksóknara í næstu viku. Sá tekur ákvörðun um hvort að Lula og 36 aðrir verði ákærðir fyrir að reyna að ræna völdum. Í þessum hópi eru meðal annars tveir fyrrverandi varnarmálaráðherrar Bolsonaro, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi hans og dómsmálaráðherra. Sakborningarnir eru sakaðir um að hafa lagt á ráðin um að dreifa fölskum áróðri um kosningarnar, hvetja herinn til að fremja valdarán og styðja tilraunir til þess. Bolsonaro brást við kærunni á samfélagsmiðlum og sagði að lögregla og hæstaréttardómari sem hefur umsjón með rannsókninni hefðu verið „skapandi“ og gert „allt það sem lögin segja ekki“, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þá segir lögreglan að hún hafi fundið vísbendingar um að Bolsonaro hafi vitað af ráðabruggi um að ráða Lula forseta af dögum áður en hann tók við embættinu. Fimm menn voru handteknir vegna þess í þessari viku. Bolsonaro er bannað að bjóða sig fram til embættis vegna árása hans á trúverðugleika kosninganna fyrir tveimur árum. Hann stefnir engu að síður ótrauður að því að bjóða sig fram aftur til forseta árið 2026. Stuðningsmenn Bolsonaro réðust á stjórnarbyggingar í höfuðborginni Brasilíu viku áður en Lula tók við embætti í janúar í fyrra. Margir þeirra sögðust hafa viljað skapa óróa sem réttlætti valdarán hersins sem þeir töldu yfirvofandi. Brasilía Erlend sakamál Tengdar fréttir Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Karlmaður sem reyndi að komast inn í hús hæstaréttar í höfuðborg Brasilíu sprengdi sig í loft upp fyrir utan bygginguna í gærkvöldi. Aðeins fimm dagar eru þar til að leiðtogar G20-ríkjanna koma saman í Ríó de Janeiro. 14. nóvember 2024 10:05 Bolsonaro bannað að bjóða sig fram Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, hefur verið bannað að bjóða sig fram í átta ár. Yfirkjörstjórn landsins komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði framið embættisbrot í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 30. júní 2023 18:34 Mest lesið Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Erlent Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Innlent Vígamenn leggja undir sig úthverfi höfuðborgarinnar Erlent Færri fá jólatré en vilja Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Erlent Sunnan stormur og ekkert ferðaveður Innlent Bíll valt í Garðabæ Innlent Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Innlent „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Innlent Fleiri fréttir Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Vígamenn leggja undir sig úthverfi höfuðborgarinnar Minnst fjórir látnir eftir sprengingu í fjölbýlishúsi Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Forsetinn verður ekki ákærður Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Íslendingur handtekinn í Rússlandi Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Heitir því að klára kjörtímabilið og skammast út í þingmenn Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Önnur borg í höndum uppreisnarmanna Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Segja Ísraelsmenn fremja þjóðarmorð á Gaza Tvö börn í lífshættu eftir skotárás í leikskóla í Kalíforníu Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sjá meira
Kæran til hæstaréttar Brasilíu kemur í kjölfar skýrslu lögreglunnar um tveggja ára langa rannsókn hennar á hlutdeild Bolsonaro í að afneita úrslitum kosninganna sem hann tapaði fyrir Luis Inacio Lula da Silva. Hæstiréttur segist ætla að senda kæruna áfram til ríkissaksóknara í næstu viku. Sá tekur ákvörðun um hvort að Lula og 36 aðrir verði ákærðir fyrir að reyna að ræna völdum. Í þessum hópi eru meðal annars tveir fyrrverandi varnarmálaráðherrar Bolsonaro, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi hans og dómsmálaráðherra. Sakborningarnir eru sakaðir um að hafa lagt á ráðin um að dreifa fölskum áróðri um kosningarnar, hvetja herinn til að fremja valdarán og styðja tilraunir til þess. Bolsonaro brást við kærunni á samfélagsmiðlum og sagði að lögregla og hæstaréttardómari sem hefur umsjón með rannsókninni hefðu verið „skapandi“ og gert „allt það sem lögin segja ekki“, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þá segir lögreglan að hún hafi fundið vísbendingar um að Bolsonaro hafi vitað af ráðabruggi um að ráða Lula forseta af dögum áður en hann tók við embættinu. Fimm menn voru handteknir vegna þess í þessari viku. Bolsonaro er bannað að bjóða sig fram til embættis vegna árása hans á trúverðugleika kosninganna fyrir tveimur árum. Hann stefnir engu að síður ótrauður að því að bjóða sig fram aftur til forseta árið 2026. Stuðningsmenn Bolsonaro réðust á stjórnarbyggingar í höfuðborginni Brasilíu viku áður en Lula tók við embætti í janúar í fyrra. Margir þeirra sögðust hafa viljað skapa óróa sem réttlætti valdarán hersins sem þeir töldu yfirvofandi.
Brasilía Erlend sakamál Tengdar fréttir Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Karlmaður sem reyndi að komast inn í hús hæstaréttar í höfuðborg Brasilíu sprengdi sig í loft upp fyrir utan bygginguna í gærkvöldi. Aðeins fimm dagar eru þar til að leiðtogar G20-ríkjanna koma saman í Ríó de Janeiro. 14. nóvember 2024 10:05 Bolsonaro bannað að bjóða sig fram Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, hefur verið bannað að bjóða sig fram í átta ár. Yfirkjörstjórn landsins komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði framið embættisbrot í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 30. júní 2023 18:34 Mest lesið Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Erlent Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Innlent Vígamenn leggja undir sig úthverfi höfuðborgarinnar Erlent Færri fá jólatré en vilja Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Erlent Sunnan stormur og ekkert ferðaveður Innlent Bíll valt í Garðabæ Innlent Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Innlent „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Innlent Fleiri fréttir Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Vígamenn leggja undir sig úthverfi höfuðborgarinnar Minnst fjórir látnir eftir sprengingu í fjölbýlishúsi Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Forsetinn verður ekki ákærður Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Íslendingur handtekinn í Rússlandi Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Heitir því að klára kjörtímabilið og skammast út í þingmenn Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Önnur borg í höndum uppreisnarmanna Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Segja Ísraelsmenn fremja þjóðarmorð á Gaza Tvö börn í lífshættu eftir skotárás í leikskóla í Kalíforníu Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sjá meira
Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Karlmaður sem reyndi að komast inn í hús hæstaréttar í höfuðborg Brasilíu sprengdi sig í loft upp fyrir utan bygginguna í gærkvöldi. Aðeins fimm dagar eru þar til að leiðtogar G20-ríkjanna koma saman í Ríó de Janeiro. 14. nóvember 2024 10:05
Bolsonaro bannað að bjóða sig fram Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, hefur verið bannað að bjóða sig fram í átta ár. Yfirkjörstjórn landsins komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði framið embættisbrot í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 30. júní 2023 18:34