Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2024 08:59 Olaf Scholz (fremri) og Boris Pistorius (aftari) í þýska þinginu fyrr í þessum mánuði. AP/Markus Schreiber Allt stefnir í að Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, verði áfram kanslaraefni Sósíademókrataflokksins eftir að líklegasti arftaki hans lýsti því yfir að hann sæktist ekki eftir sæti hans. Scholz er óvinsælasti kanslari síðari tíma og hafa margir leiðtoga flokksins hvatt hann til þess að stíga til hliðar. Þingkosningar verða haldnar í Þýskalandi 23. febrúar eftir þriggja flokka samsteypustjórn sósíaldemókrata, Frjálsra demókrata og Græningja sprakk fyrr í þessum mánuði. Scholz hefur reynst sögulega óvinsæll kanslari og því vildu mörg flokkssystkini hans að hann viki fyrir Boris Pistorius, varnarmálaráðherra, sem er vinsælasti stjórnmálamaður landsins. Pistorius tilkynnti hins vegar í gær að hann ætlaði ekki að falast eftir því að leysa Scholz af hólmi sem kanslaraefni flokksins. Sagði hann það sína eigin persónulega ákvörðun, að því er segir í frétt Reuters. „Í Olaf Scholz höfum við framúrskarandi ríkiskanslara. Hann hefur leitt samsteypustjórn þriggja flokka í gegnum mögulega stærsta neyðarástand síðustu áratuga,“ sagði Pistorius sem lýsti í fyrsta skipti yfir afgerandi stuðningi við framboð Scholz. Horfur Sósíaldemókrataflokksins eru því ekki góðar í kosningunum. Flokkurinn mælist nú með um fimmtán prósent í skoðanakönnunum á landsvísu sem er um tíu prósentustigum minna en hann fékk upp úr kjörkössunum í kosningum árið 2021. Segist skynsamlegasti kosturinn því hann er á bremsunni gagnvart Úkraínu Scholz sjálfur ætlar að keyra kosningabaráttu sína á því að hann sé skynsamasti kosturinn sem kanslari Þýskalands, að sögn dagblaðsins Politico. Hann vísar meðal annars til andstöðu sinnar við að styrkja Úkraínu með þýskum Taurus langdrægum skotflaugum sem hann óttast að gæti leitt til stigmögnunar stríðsins. Friedrich Merz, kanslaraefni Kristilegra demókrata, segist aftur á móti tilbúinn að senda Úkraínumönnum Taurus-flaugar til að hjálpa þeim að verjast innrás Rússa. Kristilegir demókratar mælast stærstir í skoðanakönnunum. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Flokkssystkini Olafs Scholz Þýskalandskanslara þrýsta nú hann að víkja fyrir varnarmálaráðherra sínum sem leiðtogi sósíaldemókrata fyrir þingkosningar í febrúar. Enginn kaslari Þýskalands hefur mælst eins óvinsæll í skoðanakönnunum og Scholz. 15. nóvember 2024 15:06 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Þingkosningar verða haldnar í Þýskalandi 23. febrúar eftir þriggja flokka samsteypustjórn sósíaldemókrata, Frjálsra demókrata og Græningja sprakk fyrr í þessum mánuði. Scholz hefur reynst sögulega óvinsæll kanslari og því vildu mörg flokkssystkini hans að hann viki fyrir Boris Pistorius, varnarmálaráðherra, sem er vinsælasti stjórnmálamaður landsins. Pistorius tilkynnti hins vegar í gær að hann ætlaði ekki að falast eftir því að leysa Scholz af hólmi sem kanslaraefni flokksins. Sagði hann það sína eigin persónulega ákvörðun, að því er segir í frétt Reuters. „Í Olaf Scholz höfum við framúrskarandi ríkiskanslara. Hann hefur leitt samsteypustjórn þriggja flokka í gegnum mögulega stærsta neyðarástand síðustu áratuga,“ sagði Pistorius sem lýsti í fyrsta skipti yfir afgerandi stuðningi við framboð Scholz. Horfur Sósíaldemókrataflokksins eru því ekki góðar í kosningunum. Flokkurinn mælist nú með um fimmtán prósent í skoðanakönnunum á landsvísu sem er um tíu prósentustigum minna en hann fékk upp úr kjörkössunum í kosningum árið 2021. Segist skynsamlegasti kosturinn því hann er á bremsunni gagnvart Úkraínu Scholz sjálfur ætlar að keyra kosningabaráttu sína á því að hann sé skynsamasti kosturinn sem kanslari Þýskalands, að sögn dagblaðsins Politico. Hann vísar meðal annars til andstöðu sinnar við að styrkja Úkraínu með þýskum Taurus langdrægum skotflaugum sem hann óttast að gæti leitt til stigmögnunar stríðsins. Friedrich Merz, kanslaraefni Kristilegra demókrata, segist aftur á móti tilbúinn að senda Úkraínumönnum Taurus-flaugar til að hjálpa þeim að verjast innrás Rússa. Kristilegir demókratar mælast stærstir í skoðanakönnunum.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Flokkssystkini Olafs Scholz Þýskalandskanslara þrýsta nú hann að víkja fyrir varnarmálaráðherra sínum sem leiðtogi sósíaldemókrata fyrir þingkosningar í febrúar. Enginn kaslari Þýskalands hefur mælst eins óvinsæll í skoðanakönnunum og Scholz. 15. nóvember 2024 15:06 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Flokkssystkini Olafs Scholz Þýskalandskanslara þrýsta nú hann að víkja fyrir varnarmálaráðherra sínum sem leiðtogi sósíaldemókrata fyrir þingkosningar í febrúar. Enginn kaslari Þýskalands hefur mælst eins óvinsæll í skoðanakönnunum og Scholz. 15. nóvember 2024 15:06