Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 17:07 Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur. Vísir/Arnar Stjórnsýslufræðingur, sem varað hefur við vinnubrögðum Alþingis, segir dóm héraðsdóms um breytingu á búvörulögum, réttan og kallar eftir skýrari efnisreglum hjá Alþingi um framkvæmd reglunnar um þrjár umræður. Dómari við héraðsdóm Reykjavíkur sló því föstu í dag að breytingarnar sem gerðar voru á búvörulögum í mars síðastliðnum hafi strítt gegn stjórnarskrá landsins og að breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Afurðastöðvar voru með breytingunum undanþegnar samkeppnislögum. Haukur hefur látið málið sig varða frá fleiri en einni hlið. Í haust kærði Haukur Þórarinn Inga Pétursson þingmann Framsóknarflokksins til siðanefndar þingsins vegna afskipta hans af búvörulögunum. Taldi hann Þórarinn vanhæfan vegna eignarhlutar hans í afurðastöð sem hafi stangast á við almannahagsmuni. „Það mál er enn í vinnslu,“ segir Haukur. „Formreglur, líkt og reglan um þrjár umræður, eru allar settar til þess að einhver ákveðin efnismeðferð eigi sér stað. Alþingi hefur ekki haft skriflegar efnisreglur. Það þarf að gera sérstakar reglur um hvað það má breyta frumvarpi mikið við meðferð þingsins, til þess að það teljist hafa fengið þrjár umræður." Haukur hefur sjálfur skrifað bók um ákvæði stjórnarskrár og þingskaparlaga sem kveður á um að ekkert lagafrumvarp megi samþykkja fyrr en það hafi verið rætt við þrjár umræður á Alþingi. „Í þessu tilfelli var alveg ljóst að lagabreytingin fékk bara tvær umræður, þannig það var ekki undan því vikist að dæma eins og dæmt var,“ segir Haukur. Hann segir alveg ljóst að um réttan dóm sé að ræða en reiknar með að hann komi til kasta Hæstaréttar. „Ég ætla ekki að lofa því að þetta fari eins á öllum dómstigum, en ég lofa því að ég hef sömu afstöðu til þess að dómurinn sé réttur, hvernig sem fer á öðrum dómstigum“ Búvörusamningar Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Dómari við héraðsdóm Reykjavíkur sló því föstu í dag að breytingarnar sem gerðar voru á búvörulögum í mars síðastliðnum hafi strítt gegn stjórnarskrá landsins og að breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Afurðastöðvar voru með breytingunum undanþegnar samkeppnislögum. Haukur hefur látið málið sig varða frá fleiri en einni hlið. Í haust kærði Haukur Þórarinn Inga Pétursson þingmann Framsóknarflokksins til siðanefndar þingsins vegna afskipta hans af búvörulögunum. Taldi hann Þórarinn vanhæfan vegna eignarhlutar hans í afurðastöð sem hafi stangast á við almannahagsmuni. „Það mál er enn í vinnslu,“ segir Haukur. „Formreglur, líkt og reglan um þrjár umræður, eru allar settar til þess að einhver ákveðin efnismeðferð eigi sér stað. Alþingi hefur ekki haft skriflegar efnisreglur. Það þarf að gera sérstakar reglur um hvað það má breyta frumvarpi mikið við meðferð þingsins, til þess að það teljist hafa fengið þrjár umræður." Haukur hefur sjálfur skrifað bók um ákvæði stjórnarskrár og þingskaparlaga sem kveður á um að ekkert lagafrumvarp megi samþykkja fyrr en það hafi verið rætt við þrjár umræður á Alþingi. „Í þessu tilfelli var alveg ljóst að lagabreytingin fékk bara tvær umræður, þannig það var ekki undan því vikist að dæma eins og dæmt var,“ segir Haukur. Hann segir alveg ljóst að um réttan dóm sé að ræða en reiknar með að hann komi til kasta Hæstaréttar. „Ég ætla ekki að lofa því að þetta fari eins á öllum dómstigum, en ég lofa því að ég hef sömu afstöðu til þess að dómurinn sé réttur, hvernig sem fer á öðrum dómstigum“
Búvörusamningar Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira