Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2024 06:43 Flestir virðast á því að Trump sé með tilnefningunni að verðlauna Gaetz fyrir hollustu sína. AP/Nathan Howard Ákvörðun Donald Trump að tilnefna þingmanninn Matt Gaetz sem dómsmálaráðherra hefur vakið mikla hneykslan og reiði vestanhafs. Gaetz sætti rannsókn siðanefndar þegar hann sagði af sér í gær í tengslum við tilnefninguna. Mörgum þykir fjarstæðukennt að tilnefna Gaetz í embættið, ekki síst vegna rannsóknarinnar en hann hefur verið sakaður um að hafa átt í sambandi við sautján ára stúlku og mögulega brotið lög gegn mansali. Málið var rannsakað af hálfu dómsmálaráðuneytisins í um tvö ár en lokað án ákæru í fyrra. Siðanefndin hefur hins vegar haft það áfram til umfjöllunar og einnig kannað ásakanir um að Gaetz hafi misnotað kosningaframlög og deilt óviðurkvæmilegum myndum og myndskeiðum á þinginu. Tilnefning Trump virðist hafa komið Repúblikönum jafn mikið á óvart og öðrum og efasemdir eru uppi um að hún nái í gegn á þinginu, þrátt fyrir að Repúblikanaflokkurinn sé nú í meirihluta í báðum deildum. Skýrsla siðanefndarinnar er sögð hafa verið tilbúin til útgáfu og þá hefur New York Times eftir Max Miller, þingmanni Repúblikanaflokksins frá Ohio, að honum þyki hreint út sagt ótrúlegt að Gaetz hyggist beygja sig undir staðfestingarferlið fyrir öldungadeildinni, þar sem allt verður dregið upp á yfirborðið. Á hinn bóginn virðast aðrir þingmenn fegnir að vera lausir við Gaetz. „Það kemur mér á óvart að Matt ætli að gera sjálfum sér þetta,“ segir Miller. „Ég ætla að ná mér í stóran popp og fremsta sætið fyrir það sjónarspil.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Mörgum þykir fjarstæðukennt að tilnefna Gaetz í embættið, ekki síst vegna rannsóknarinnar en hann hefur verið sakaður um að hafa átt í sambandi við sautján ára stúlku og mögulega brotið lög gegn mansali. Málið var rannsakað af hálfu dómsmálaráðuneytisins í um tvö ár en lokað án ákæru í fyrra. Siðanefndin hefur hins vegar haft það áfram til umfjöllunar og einnig kannað ásakanir um að Gaetz hafi misnotað kosningaframlög og deilt óviðurkvæmilegum myndum og myndskeiðum á þinginu. Tilnefning Trump virðist hafa komið Repúblikönum jafn mikið á óvart og öðrum og efasemdir eru uppi um að hún nái í gegn á þinginu, þrátt fyrir að Repúblikanaflokkurinn sé nú í meirihluta í báðum deildum. Skýrsla siðanefndarinnar er sögð hafa verið tilbúin til útgáfu og þá hefur New York Times eftir Max Miller, þingmanni Repúblikanaflokksins frá Ohio, að honum þyki hreint út sagt ótrúlegt að Gaetz hyggist beygja sig undir staðfestingarferlið fyrir öldungadeildinni, þar sem allt verður dregið upp á yfirborðið. Á hinn bóginn virðast aðrir þingmenn fegnir að vera lausir við Gaetz. „Það kemur mér á óvart að Matt ætli að gera sjálfum sér þetta,“ segir Miller. „Ég ætla að ná mér í stóran popp og fremsta sætið fyrir það sjónarspil.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira