Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2024 09:32 Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, formaður Knattspyrnufélagsins Fram, og Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, handsala samninginn. Fram Knattspyrnufélagið Fram og Reykjavíkurborg hafa nú náð saman um frekari uppbyggingu mannvirkja við íþróttaaðstöðu Fram í Úlfarsárdal en þetta er viðauki við samninginn sem var gerður árið 2017. Með þessum áfanga eykst þjónusta við íþróttaiðkun og félagsstarfsemi í kringum ný heimkynni Fram, sem flutti aðstöðu sína úr Safamýri í Úlfarsárdalinn árið 2022. Viðaukinn nær inn á byggingu á áhaldageymslu, knatthúsi og betrumbætta blaðamannaaðstöðu. Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, formaður Knattspyrnufélagsins Fram, og Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, handsöluðu samninginn og er fjallað um hann á heimasíðu Fram. Samkvæmt nýja samningnum hefjast framkvæmdir árið 2025 með byggingu á áhaldageymslu, sem mun tengja saman núverandi íþróttahús Fram og fyrirhugað knatthús. Á sama tíma verður ráðist í endurbætur á blaðamannastúkum fyrir bæði innanhússíþróttir og knattspyrnuvöllinn, sem mun bæta upplifun og aðstöðu fyrir sjónvarpsútsendingar og blaðamenn. Árið 2026 verður unnið að hönnun og kostnaðaráætlun fyrir nýtt knatthús, en gert er ráð fyrir að bygging þess hefjist árið 2027, í samræmi við samþykkta fjárfestingaáætlun Reykjavíkurborgar. Fram lítur á það sem svo að þarna hafi náðst lausn á málefnum tengdum uppbyggingu knatthúss, áhaldageymslu og blaðamannastúku, eins og samningurinn frá 2017 kveður á um. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið FRAM (@framiceland) Fram Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Með þessum áfanga eykst þjónusta við íþróttaiðkun og félagsstarfsemi í kringum ný heimkynni Fram, sem flutti aðstöðu sína úr Safamýri í Úlfarsárdalinn árið 2022. Viðaukinn nær inn á byggingu á áhaldageymslu, knatthúsi og betrumbætta blaðamannaaðstöðu. Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, formaður Knattspyrnufélagsins Fram, og Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, handsöluðu samninginn og er fjallað um hann á heimasíðu Fram. Samkvæmt nýja samningnum hefjast framkvæmdir árið 2025 með byggingu á áhaldageymslu, sem mun tengja saman núverandi íþróttahús Fram og fyrirhugað knatthús. Á sama tíma verður ráðist í endurbætur á blaðamannastúkum fyrir bæði innanhússíþróttir og knattspyrnuvöllinn, sem mun bæta upplifun og aðstöðu fyrir sjónvarpsútsendingar og blaðamenn. Árið 2026 verður unnið að hönnun og kostnaðaráætlun fyrir nýtt knatthús, en gert er ráð fyrir að bygging þess hefjist árið 2027, í samræmi við samþykkta fjárfestingaáætlun Reykjavíkurborgar. Fram lítur á það sem svo að þarna hafi náðst lausn á málefnum tengdum uppbyggingu knatthúss, áhaldageymslu og blaðamannastúku, eins og samningurinn frá 2017 kveður á um. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið FRAM (@framiceland)
Fram Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira