Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Kristján Már Unnarsson skrifar 8. nóvember 2024 21:49 Frá blaðamannafundi á Þinganesi í Þórshöfn í dag þar sem fulltrúar allra flokka á Lögþingi Færeyja undirrituðu samkomulag um Suðureyjargöng. LØGMANSSKRIVSTOVAN Fulltrúar allra flokka á Lögþingi Færeyja undirrituðu í dag sameiginlegan sáttmála um Suðureyjargöng með tilheyrandi vegtengingum. Samtímis var kynnt lagafrumvarp, sem allir flokkarnir sex standa á bak við, um stofnun sérstaks félags, P/F Suðuroyartunnilin, um gerð og rekstur ganganna. Þar er gert ráð fyrir ríflegum stofnframlögum úr landssjóði Færeyja upp á samtals fjóra milljarða íslenskra króna næstu tvö ár. Jarðgangafélaginu verður heimilt að standa fyrir öllum nauðsynlegum rannsóknum, undirbúa útboð og að bjóða út verkið, samkvæmt frumvarpinu. Hins vegar verður félaginu ekki heimilt að ganga að neinu tilboði án samþykkis Lögþingsins og þegar nákvæm kostnaðaráætlun liggur fyrir. Stöð 2 heimsótti Færeyjar síðastliðið sumar og fjallaði þá um Suðureyjargöng í frétt sem sjá má hér: Suðureyjargöng verða þau langlengstu í Færeyjum. Samkvæmt þeirri veglínu, sem frumvarpið miðar við, verða þau 22,8 kílómetra löng og 9,5 metra breið með mögulegri tengingu við Skúfey. Veghalli verður mestur fimm prósent og mesta dýpi 180 metrar. „Víðtæk pólitísk samstaða er meðal flokka á þingi um að núna sé kominn tími til að taka ákvörðun. Suðurey er eina stóra eyjan sem eftir er, sem hefur ekki fasta tengingu, og auk þess eru samgöngur þangað ótryggar,“ segir meðal annars í samkomulaginu. Suðureyjargöng verða neðansjávargöng milli Sandeyjar og Suðureyjar með mögulegum legg til Skúfeyjar.LØGMANSSKRIVSTOVAN „Stjórnmálaflokkarnir eru sammála um að Suðureyjagöng séu nauðsynleg framkvæmd ef snúa eigi við byggðaþróun á Suðurey og telja einnig að fjárfestingin muni með tímanum hafa jákvæð áhrif á fjárlögin þar sem kostnaður við ferjusiglingar muni sparast,“ segir ennfremur. Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, sló þó varnagla á blaðamannafundi í Þórshöfn í dag. Enn væri mikil óvissa um jarðgangaverkefnið. Vinnu við ítarlegt áhættumat á verkinu væri ólokið. Og þótt áætla mætti að göngin gætu kostað í kringum áttatíu milljarða íslenskra króna vissi enginn nákvæmlega hvað þetta risastóra samgönguverkefni myndi í raun kosta. Hér má heyra hvernig Hvalfjarðargöngin reyndust Færeyingum innblástur í jarðgangagerð: Færeyjar Samgöngur Danmörk Byggðamál Vegagerð Jarðgöng á Íslandi Vegtollar Tengdar fréttir Búa sig undir ákvörðun um stærsta mannvirki Færeyja Færeyingar búa sig núna undir stærstu ákvörðun færeyskrar mannvirkjagerðar, hvort grafa eigi 26 kílómetra löng neðansjávargöng til Suðureyjar. Þeir stefna að ákvörðun eftir hálft ár og vonast til að framkvæmdir hefjist innan þriggja ára. 19. júní 2024 22:00 Segir samstöðu lykilinn að jarðgangagerð Færeyinga Algjör samstaða um jarðgangagerð er lykillinn að samgöngubyltingu Færeyja, segir ráðherrann Høgni Hoydal, og segir Hvalfjarðargöngin hafa reynst Færeyingum innblástur. Og það eru ekki Danir sem borga. 23. maí 2024 21:55 Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55 Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44 Jarðgöngin koma í röðum, þau næstu fyrir áttatíu íbúa Ekkert lát ætlar að verða á jarðgangaborunum Færeyinga. Fyrir tveimur vikum fögnuðu þeir fyrstu sprengingu nýrra Árnafjarðarganga. Samtímis er hafið útboðsferli á göngum til Fámjins, áttatíu manna byggðar á Suðurey. 17. október 2021 06:27 Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21 Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Jarðgangafélaginu verður heimilt að standa fyrir öllum nauðsynlegum rannsóknum, undirbúa útboð og að bjóða út verkið, samkvæmt frumvarpinu. Hins vegar verður félaginu ekki heimilt að ganga að neinu tilboði án samþykkis Lögþingsins og þegar nákvæm kostnaðaráætlun liggur fyrir. Stöð 2 heimsótti Færeyjar síðastliðið sumar og fjallaði þá um Suðureyjargöng í frétt sem sjá má hér: Suðureyjargöng verða þau langlengstu í Færeyjum. Samkvæmt þeirri veglínu, sem frumvarpið miðar við, verða þau 22,8 kílómetra löng og 9,5 metra breið með mögulegri tengingu við Skúfey. Veghalli verður mestur fimm prósent og mesta dýpi 180 metrar. „Víðtæk pólitísk samstaða er meðal flokka á þingi um að núna sé kominn tími til að taka ákvörðun. Suðurey er eina stóra eyjan sem eftir er, sem hefur ekki fasta tengingu, og auk þess eru samgöngur þangað ótryggar,“ segir meðal annars í samkomulaginu. Suðureyjargöng verða neðansjávargöng milli Sandeyjar og Suðureyjar með mögulegum legg til Skúfeyjar.LØGMANSSKRIVSTOVAN „Stjórnmálaflokkarnir eru sammála um að Suðureyjagöng séu nauðsynleg framkvæmd ef snúa eigi við byggðaþróun á Suðurey og telja einnig að fjárfestingin muni með tímanum hafa jákvæð áhrif á fjárlögin þar sem kostnaður við ferjusiglingar muni sparast,“ segir ennfremur. Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, sló þó varnagla á blaðamannafundi í Þórshöfn í dag. Enn væri mikil óvissa um jarðgangaverkefnið. Vinnu við ítarlegt áhættumat á verkinu væri ólokið. Og þótt áætla mætti að göngin gætu kostað í kringum áttatíu milljarða íslenskra króna vissi enginn nákvæmlega hvað þetta risastóra samgönguverkefni myndi í raun kosta. Hér má heyra hvernig Hvalfjarðargöngin reyndust Færeyingum innblástur í jarðgangagerð:
Færeyjar Samgöngur Danmörk Byggðamál Vegagerð Jarðgöng á Íslandi Vegtollar Tengdar fréttir Búa sig undir ákvörðun um stærsta mannvirki Færeyja Færeyingar búa sig núna undir stærstu ákvörðun færeyskrar mannvirkjagerðar, hvort grafa eigi 26 kílómetra löng neðansjávargöng til Suðureyjar. Þeir stefna að ákvörðun eftir hálft ár og vonast til að framkvæmdir hefjist innan þriggja ára. 19. júní 2024 22:00 Segir samstöðu lykilinn að jarðgangagerð Færeyinga Algjör samstaða um jarðgangagerð er lykillinn að samgöngubyltingu Færeyja, segir ráðherrann Høgni Hoydal, og segir Hvalfjarðargöngin hafa reynst Færeyingum innblástur. Og það eru ekki Danir sem borga. 23. maí 2024 21:55 Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55 Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44 Jarðgöngin koma í röðum, þau næstu fyrir áttatíu íbúa Ekkert lát ætlar að verða á jarðgangaborunum Færeyinga. Fyrir tveimur vikum fögnuðu þeir fyrstu sprengingu nýrra Árnafjarðarganga. Samtímis er hafið útboðsferli á göngum til Fámjins, áttatíu manna byggðar á Suðurey. 17. október 2021 06:27 Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21 Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Búa sig undir ákvörðun um stærsta mannvirki Færeyja Færeyingar búa sig núna undir stærstu ákvörðun færeyskrar mannvirkjagerðar, hvort grafa eigi 26 kílómetra löng neðansjávargöng til Suðureyjar. Þeir stefna að ákvörðun eftir hálft ár og vonast til að framkvæmdir hefjist innan þriggja ára. 19. júní 2024 22:00
Segir samstöðu lykilinn að jarðgangagerð Færeyinga Algjör samstaða um jarðgangagerð er lykillinn að samgöngubyltingu Færeyja, segir ráðherrann Høgni Hoydal, og segir Hvalfjarðargöngin hafa reynst Færeyingum innblástur. Og það eru ekki Danir sem borga. 23. maí 2024 21:55
Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55
Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44
Jarðgöngin koma í röðum, þau næstu fyrir áttatíu íbúa Ekkert lát ætlar að verða á jarðgangaborunum Færeyinga. Fyrir tveimur vikum fögnuðu þeir fyrstu sprengingu nýrra Árnafjarðarganga. Samtímis er hafið útboðsferli á göngum til Fámjins, áttatíu manna byggðar á Suðurey. 17. október 2021 06:27
Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21
Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14