Jarðgöng á Íslandi

Fréttamynd

Stefnir í að bið eftir jarð­göngum lengist

Ófærðin sem birtist vegfarendum á fjallvegum á norðurhelmingi landsins um páskana, þar sem þúsundir manna komust ekki leiðar sinnar, hefur kallað fram endurnýjaðar kröfur um jarðgöng. Óvissa ríkir hins vegar um hvernig jarðgangaáætlun verður fjármögnuð og stefnir í að í flestum landshlutum þurfi menn að bíða lengi eftir næstu göngum.

Innlent
Fréttamynd

Jarð­göng sem gagnast

Undanfarnar vikur höfum við Austfirðingar orði vitni að vakningu, sem er þvert á stefnu stjórnvalda í gangagerð og forgangsröðun þeirra í fjórðungnum. Þetta eru svo sem engin ný tíðindi vegna þess að þegar á að gera eitthvað í samgöngumálum tengdum Múlaþingi, þá finna einhverjir sig knúna að grafa undan þeim hugmyndum.

Skoðun
Fréttamynd

Biðin eftir jarð­göngum óásættanleg

Bæjarstjóri Ísafjarðar segir óásættanlegt að biðin eftir jarðgöngum á milli Súðavíkur og bæjarins verði líklega um tuttugu ár eins og staðan er nú. Ítrekað hafi þurft að loka veginum um Súðavíkurhlíð í vetur vegna snjóflóða og ótrúlegt sé að ekki hafi orðið stórslys.

Innlent
Fréttamynd

Taka upp meðalhraðaeftirlit í Hval­fjarðar­göngum

Á fimmtudag verður tekið í notkun meðalhraðaeftirlit í Hvalfjarðargöngunum. Hámarkshraði í Hvalfjarðargöngunum er 70 kílómetrar á klukkustund. Samskonar meðalhraðaeftirlit er að finna í göngum á milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar og í Dýrafjarðargöngum. 

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Jarð­göng – og hvað svo?

Vegagerðin stendur fyrir morgunfundi klukkan 9 í dag þar sem fjallað verður um rekstur og þjónustu í jarðgöngum á Íslandi og hvernig er staðið að vöktun þeirra. Einnig verður farið yfir hvernig brugðist er við þegar eldur kviknar í bíl í jarðgöngum en slíkt atvik átti sér stað í Hvalfjarðargöngum síðla árs 2023.

Innlent
Fréttamynd

Skorar á Fjarðabyggð að draga til baka stuðning við jarð­göng

Forsvarsmaður undirskriftasöfnunar um breytta forgangsröðun jarðganga á Austfjörðum, Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson, skorar á bæjarfulltrúa Fjarðabyggðar að draga til baka stuðning Fjarðabyggðar innan Sambands sveitarfélaga á Austurlandi við Fjarðarheiðargöng. Jafnframt hvetur hann þá til þess að fara fram á nýja úttekt á gangnakostum á Mið-Austurlandi.

Fréttir
Fréttamynd

Ó­vissan heldur á­fram um út­boð næstu jarð­ganga

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vísar því til Alþingis að ákvarða hvort bíða eigi með útboð næstu jarðganga þar til séð verður hvernig ný bortækni reynist. Hann vonast til að það skýrist fyrir vorið hvernig jarðgangaáætlun verður fjármögnuð.

Innlent
Fréttamynd

Segir jarðgangaáætlun miklu raun­hæfari með kyndilborun

Ný tækni með kyndilborun jarðganga gerir áform um stórfellda jarðgangagerð hérlendis miklu raunhæfari, að mati Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra, sem segir tækifærið það spennandi fyrir Íslendinga að ekki sé hægt að sitja hjá.

Innlent
Fréttamynd

Vilja Fjarðagöng fremur en Fjarðarheiðargöng

Undirskriftasöfnun er hafin á netinu þar sem skorað er á samgönguyfirvöld að setja Fjarðagöng á Austfjörðum í forgang á samgönguáætlun, tvenn göng sem tengja myndu Seyðisfjörð og Norðfjörð um Mjóafjörð. Slík göng yrðu þannig sett fram fyrir Fjarðarheiðargöng, milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða, sem núna eru áformuð sem næstu jarðgöng á samgönguáætlun.

Innlent
Fréttamynd

Suðurfjarðagöng

Í október næstkomandi munu íbúar í Tálknafjarðarhreppi og Vesturbyggð kjósa um það hvort að þessi tvö sveitarfélög sameinist í eitt. Verði tillagan samþykkt verður til nýtt sveitarfélag á sunnanverðum Vestfjörðum með þrjá aðskilda byggðakjarna við þrjá aðskilda firði sem tengjast með fjallvegum.

Skoðun
Fréttamynd

Vaðlaheiðagöng töpuðu 1,3 milljarði vegna hárra fjármagnsgjalda

Há fjármagnsgjöld leiddu til þess að Vaðlaheiðargöng voru rekin með miklu tapi í fyrra. Félagið þarf að greiða að lágmarki tvisvar á ári allt laust fé umfram 50 milljónir króna inn á verðbættan höfuðstól láns, samkvæmt viðauka við lánasamning sem gerður var síðasta sumar þegar fjárhagur þess var endurskipulagður og eignarhaldið færðist nær alfarið í hendur ríkisins.

Innherji
Fréttamynd

Mikið fjármagn til Vestfjarða sem njóti nýjustu jarðganganna

Inn­viða­ráð­herra segir rétt að gera þurfi betur í vegagerð á Vest­fjörðum. Þó sé gert ráð fyrir tölu­verðri upp­byggingu í lands­hlutanum í nú­verandi sam­göngu­á­ætlun. Mikla upp­byggingu á Suður­landi í saman­burði við aðra lands­hluta líkt og Vestur­land megi skýra með því að fjár­magni hafi verið for­gangs­raðað eftir um­ferðar­þunga.

Innlent
Fréttamynd

Vestfirðir verði áfram jaðarsettir í nýrri samgönguáætlun

Lækningavörufyrirtækið Kerecis lýsir yfir miklum vonbrigðum með fyrirliggjandi samgönguáætlun og segir Vestfirði áfram verða jaðarsetta, verði hún að veruleika. Fyrirtækið segir skattgreiðslur af nýlegri sölu fyrirtækisins duga einar og sér til að koma vegum landshlutans, sem eru sagðir með öllu óviðunandi, í viðunandi horf.

Innlent
Fréttamynd

Hringtenging með göngum nauðsynleg

Nauðsynlegt er að ráðast í göng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar um leið og göng yfir Fjarðarheiði líta dagsins ljós, svo hægt sé að ná hringtengingu á Austurlandi, ellegar sé erfitt að líta á svæðið sem eitt sameiginlegt atvinnusvæði. Þetta segir sveitastjóri Múlaþings. Skynsamlegast væri að fylgja Færeyingum í gangagerð. 

Innlent
Fréttamynd

Kanna hvort kyndilborun geti flýtt gerð jarðganga á Íslandi

Þetta gæti hljómað eins og í gömlu ævintýri að eldspúandi dreki bori göng í gegnum íslensk fjöll. Hugmyndin er samt ekki galnari en svo ríkisstjórnin eru búin að undirrita viljayfirlýsingu til að kanna hvort slík aðferð gæti stórlækkað kostnað og aukið afköst við gerð jarðganga hérlendis.

Innlent
Fréttamynd

Kanna hvort eldspúandi dreki geti brætt göt á íslensk fjöll

Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa undirritað viljayfirlýsingu við fulltrúa bandaríska fyrirtækisins EarthGrid um möguleika á notkun svokallaðrar kyndilborunar, eða plasma-borunar, við gerð jarðganga á Íslandi. Jarðgöng fyrir umferð og lagnagöng fyrir vatnsveitur og rafveitur eru meðal þeirra verkefna sem talin eru upp í viljayfirlýsingunni.

Innlent
  • «
  • 1
  • 2