Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Kristján Már Unnarsson skrifar 21. desember 2023 22:55 Bæjarstjóri Sköpunar á Sandey notaði grindarhvalahníf til að skera á borðann. Kringvarpið Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir Kringvarps Færeyja frá opnun Sandeyjarganga, sem fagnað var að viðstöddu fjölmenni með söng, hljóðfæraslætti og afhjúpun listaverks sem og með ræðuhöldum ráðamanna. Neðansjávargöng Færeyja. Þau nýjustu, Sandeyjargöngin, tengja Sandey og Straumey.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Þetta eru fjórðu neðansjávargöngin sem Færeyingar taka í notkun á aðeins 21 ári. Áður höfðu þeir grafið Vogagöng, Norðureyjargöng og Austureyjargöng. Sandeyjargöng sem bættust við í dag liggja undir Sköpunarfjörð milli Straumeyjar og Sandeyjar og ná 155 metra undir sjávarmál. Þau eru alls 10,8 kílómetra löng, um fjögurhundruð metrum styttri en lengstu göng Færeyja, Austureyjargöngin, sem opnuð voru fyrir þremur árum. Svona opnast göngin á Sandey.Løgmansskrivstovan Lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, sagði að Sandeyingar hefðu vart getað fengið betri og mikilvægari jólagjöf. Hann rifjaði upp að þegar hann sem ungur drengur var að fara í fótboltaferðir frá Klakksvík til að keppa við Sandeyinga hafi þurft að taka þrjár ferjur og ferðalagið kallað á gistingu. Núna væru þrenn neðansjávargöng búin að leysa af ferjurnar þrjár og hægt aka á milli á einni klukkustund. Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, flutti ávarp við opnun jarðganganna.Kringvarpið Það var bæjarstjóri sveitarfélagsins Sköpunar á Sandey, Gerhard Lognberg, sem formlega opnaði göngin en til að skera á borðann notaði hann grindhvalahníf. Elsti bílstjórinn á Sandey, hinn níræði Herman Petersen úr Skálavík, fékk svo þann heiður að aka fyrsta bílnum í gegn. Mannhaf fylgdist með þegar Sandeyjargöngin voru opnuð í dag.Kringvarpið Kostnaður við gerð ganganna er um þrjátíu milljarðar íslenskra króna og verða þau greidd upp með vegtolli sem samtengdur verða vegtolli Austureyjarganga. Jafnframt hlýst verulegur sparnaður með því að ferjusiglingum milli Straumeyjar og Sandeyjar verður núna hætt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Færeyjar Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Vegtollar Tengdar fréttir Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44 Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30 Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21 Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir Kringvarps Færeyja frá opnun Sandeyjarganga, sem fagnað var að viðstöddu fjölmenni með söng, hljóðfæraslætti og afhjúpun listaverks sem og með ræðuhöldum ráðamanna. Neðansjávargöng Færeyja. Þau nýjustu, Sandeyjargöngin, tengja Sandey og Straumey.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Þetta eru fjórðu neðansjávargöngin sem Færeyingar taka í notkun á aðeins 21 ári. Áður höfðu þeir grafið Vogagöng, Norðureyjargöng og Austureyjargöng. Sandeyjargöng sem bættust við í dag liggja undir Sköpunarfjörð milli Straumeyjar og Sandeyjar og ná 155 metra undir sjávarmál. Þau eru alls 10,8 kílómetra löng, um fjögurhundruð metrum styttri en lengstu göng Færeyja, Austureyjargöngin, sem opnuð voru fyrir þremur árum. Svona opnast göngin á Sandey.Løgmansskrivstovan Lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, sagði að Sandeyingar hefðu vart getað fengið betri og mikilvægari jólagjöf. Hann rifjaði upp að þegar hann sem ungur drengur var að fara í fótboltaferðir frá Klakksvík til að keppa við Sandeyinga hafi þurft að taka þrjár ferjur og ferðalagið kallað á gistingu. Núna væru þrenn neðansjávargöng búin að leysa af ferjurnar þrjár og hægt aka á milli á einni klukkustund. Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, flutti ávarp við opnun jarðganganna.Kringvarpið Það var bæjarstjóri sveitarfélagsins Sköpunar á Sandey, Gerhard Lognberg, sem formlega opnaði göngin en til að skera á borðann notaði hann grindhvalahníf. Elsti bílstjórinn á Sandey, hinn níræði Herman Petersen úr Skálavík, fékk svo þann heiður að aka fyrsta bílnum í gegn. Mannhaf fylgdist með þegar Sandeyjargöngin voru opnuð í dag.Kringvarpið Kostnaður við gerð ganganna er um þrjátíu milljarðar íslenskra króna og verða þau greidd upp með vegtolli sem samtengdur verða vegtolli Austureyjarganga. Jafnframt hlýst verulegur sparnaður með því að ferjusiglingum milli Straumeyjar og Sandeyjar verður núna hætt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Færeyjar Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Vegtollar Tengdar fréttir Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44 Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30 Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21 Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44
Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30
Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21
Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14