Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Kristján Már Unnarsson skrifar 21. desember 2023 22:55 Bæjarstjóri Sköpunar á Sandey notaði grindarhvalahníf til að skera á borðann. Kringvarpið Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir Kringvarps Færeyja frá opnun Sandeyjarganga, sem fagnað var að viðstöddu fjölmenni með söng, hljóðfæraslætti og afhjúpun listaverks sem og með ræðuhöldum ráðamanna. Neðansjávargöng Færeyja. Þau nýjustu, Sandeyjargöngin, tengja Sandey og Straumey.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Þetta eru fjórðu neðansjávargöngin sem Færeyingar taka í notkun á aðeins 21 ári. Áður höfðu þeir grafið Vogagöng, Norðureyjargöng og Austureyjargöng. Sandeyjargöng sem bættust við í dag liggja undir Sköpunarfjörð milli Straumeyjar og Sandeyjar og ná 155 metra undir sjávarmál. Þau eru alls 10,8 kílómetra löng, um fjögurhundruð metrum styttri en lengstu göng Færeyja, Austureyjargöngin, sem opnuð voru fyrir þremur árum. Svona opnast göngin á Sandey.Løgmansskrivstovan Lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, sagði að Sandeyingar hefðu vart getað fengið betri og mikilvægari jólagjöf. Hann rifjaði upp að þegar hann sem ungur drengur var að fara í fótboltaferðir frá Klakksvík til að keppa við Sandeyinga hafi þurft að taka þrjár ferjur og ferðalagið kallað á gistingu. Núna væru þrenn neðansjávargöng búin að leysa af ferjurnar þrjár og hægt aka á milli á einni klukkustund. Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, flutti ávarp við opnun jarðganganna.Kringvarpið Það var bæjarstjóri sveitarfélagsins Sköpunar á Sandey, Gerhard Lognberg, sem formlega opnaði göngin en til að skera á borðann notaði hann grindhvalahníf. Elsti bílstjórinn á Sandey, hinn níræði Herman Petersen úr Skálavík, fékk svo þann heiður að aka fyrsta bílnum í gegn. Mannhaf fylgdist með þegar Sandeyjargöngin voru opnuð í dag.Kringvarpið Kostnaður við gerð ganganna er um þrjátíu milljarðar íslenskra króna og verða þau greidd upp með vegtolli sem samtengdur verða vegtolli Austureyjarganga. Jafnframt hlýst verulegur sparnaður með því að ferjusiglingum milli Straumeyjar og Sandeyjar verður núna hætt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Færeyjar Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Vegtollar Tengdar fréttir Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44 Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30 Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21 Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir Kringvarps Færeyja frá opnun Sandeyjarganga, sem fagnað var að viðstöddu fjölmenni með söng, hljóðfæraslætti og afhjúpun listaverks sem og með ræðuhöldum ráðamanna. Neðansjávargöng Færeyja. Þau nýjustu, Sandeyjargöngin, tengja Sandey og Straumey.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Þetta eru fjórðu neðansjávargöngin sem Færeyingar taka í notkun á aðeins 21 ári. Áður höfðu þeir grafið Vogagöng, Norðureyjargöng og Austureyjargöng. Sandeyjargöng sem bættust við í dag liggja undir Sköpunarfjörð milli Straumeyjar og Sandeyjar og ná 155 metra undir sjávarmál. Þau eru alls 10,8 kílómetra löng, um fjögurhundruð metrum styttri en lengstu göng Færeyja, Austureyjargöngin, sem opnuð voru fyrir þremur árum. Svona opnast göngin á Sandey.Løgmansskrivstovan Lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, sagði að Sandeyingar hefðu vart getað fengið betri og mikilvægari jólagjöf. Hann rifjaði upp að þegar hann sem ungur drengur var að fara í fótboltaferðir frá Klakksvík til að keppa við Sandeyinga hafi þurft að taka þrjár ferjur og ferðalagið kallað á gistingu. Núna væru þrenn neðansjávargöng búin að leysa af ferjurnar þrjár og hægt aka á milli á einni klukkustund. Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, flutti ávarp við opnun jarðganganna.Kringvarpið Það var bæjarstjóri sveitarfélagsins Sköpunar á Sandey, Gerhard Lognberg, sem formlega opnaði göngin en til að skera á borðann notaði hann grindhvalahníf. Elsti bílstjórinn á Sandey, hinn níræði Herman Petersen úr Skálavík, fékk svo þann heiður að aka fyrsta bílnum í gegn. Mannhaf fylgdist með þegar Sandeyjargöngin voru opnuð í dag.Kringvarpið Kostnaður við gerð ganganna er um þrjátíu milljarðar íslenskra króna og verða þau greidd upp með vegtolli sem samtengdur verða vegtolli Austureyjarganga. Jafnframt hlýst verulegur sparnaður með því að ferjusiglingum milli Straumeyjar og Sandeyjar verður núna hætt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Færeyjar Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Vegtollar Tengdar fréttir Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44 Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30 Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21 Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44
Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30
Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21
Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14