Búa sig undir ákvörðun um stærsta mannvirki Færeyja Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2024 22:00 Høgni Hoydal, utanríkis- og atvinnumálaráðherra Færeyja, í viðtali við Stöð 2 framan við hús Lögþingsins. Egill Aðalsteinsson Færeyingar búa sig núna undir stærstu ákvörðun færeyskrar mannvirkjagerðar, hvort grafa eigi 26 kílómetra löng neðansjávargöng til Suðureyjar. Þeir stefna að ákvörðun eftir hálft ár og vonast til að framkvæmdir hefjist innan þriggja ára. Við fjölluðum í síðasta mánuði um öfluga jarðgangagerð Færeyinga. Þar ber hæst Austureyjargöngin og Sandeyjargöngin. En stóri draumurinn er eftir; að grafa göng milli Sandeyjar og Suðureyjar. Og það er auðheyrt á þeim færeysku stjórnmálamönnum, sem rætt var við í fréttum Stöðvar 2, að þeir hafa metnað til að tryggja íbúum eyjanna góðar samgöngur með jarðgöngum. „Núna erum við að tala um að leggja ein til Suðureyjar. Það verða um 25 kílómetra göng. Það verða lengstu göng Færeyja,” segir borgarstjórinn í Þórshöfn, Heðin Mortensen. Heðin Mortensen borgarstjóri í viðtali við Stöð 2. Fyrir aftan er ráðhús Þórshafnar.Egill Aðalsteinsson Og það styttist í ákvörðun um göng sem áætlað hefur verið að geti kostað á bilinu 75 til 110 milljarða íslenskra króna. „Það er næsta ákvörðun. Við komum til með að taka hana innan hálfs árs,” segir Høgni Hoydal, utanríkis- og atvinnumálaráðherra Færeyja og formaður Þjóðveldis. Til viðbótar um tuttugu jarðgöngum í gegnum fjöll á landi eru Færeyingar komnir með fern neðansjávargöng milli eyja. Suðureyjargöngin munu þó toppa öll hin göngin. Sú útfærsla sem núna er helst rætt um er að hafa þau í tvennu lagi um Skúfey, níu og sautján kílómetra löng. En telja þeir að verkefnið sé raunhæft og að það verði að veruleika? Þessi útfærsla Suðureyjarganga gerir ráð fyrir tvennum göngum um Skúfey, 9 og 17 kílómetra löngum. Með því að fara stystu leið milli Sandeyjar og Suðureyjar án tengingar við Skúfey dygðu 22 kílómetra göng.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson „Ég trúi því. Ég er sannfærður um að þau koma. Við vinnum hart að því að finna út hvernig við gerum þetta og hversu djúpt þau eiga að liggja. Ég trúi því að eftir þrjú ár verðum við komnir af stað. Ég er viss um það,” segir Heðin borgarstjóri. Høgni Hoydal segir að hinn valkosturinn sé að smíða nýja ferju og hún kosti sitt. „Ef við gerum þetta ekki verðum við að smíða nýtt skip, nýjan Smyril eins og skipið heitir sem siglir til Suðureyjar. Það kostar sitt og það fara miklir peningar í upphafi í að fjármagna ferjuna. Og ef við reiknum þetta út til 30 eða 40 ára þá borgar sig að gera göng í staðinn,” segir Høgni. Suðureyjargöngin yrðu fimmtu og lengstu neðansjávargöng Færeyja.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson En myndi hann ráðleggja Íslendingum að grafa göng til Vestmannaeyja og spara um leið kostnað við ferjusiglingar? „Ég færi aldrei að segja hvað Íslendingar ættu að gera. Það vita Íslendingar betur. Við fáum innblástur hver frá öðrum og við höfum lært mikið af Íslendingum. Og ef Íslendingar vilja koma til Færeyja og sjá hvernig við gerum þetta þá eru þeir alltaf velkomnir. En ég mun aldrei segja hvaða ákvörðun Íslendingar eiga að taka. Það verðið þið að gera sjálfir,” svarar Høgni Hoydal. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Færeyjar Samgöngur Vestmannaeyjar Herjólfur Landeyjahöfn Vegtollar Danmörk Tengdar fréttir Segir samstöðu lykilinn að jarðgangagerð Færeyinga Algjör samstaða um jarðgangagerð er lykillinn að samgöngubyltingu Færeyja, segir ráðherrann Høgni Hoydal, og segir Hvalfjarðargöngin hafa reynst Færeyingum innblástur. Og það eru ekki Danir sem borga. 23. maí 2024 21:55 Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55 Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Við fjölluðum í síðasta mánuði um öfluga jarðgangagerð Færeyinga. Þar ber hæst Austureyjargöngin og Sandeyjargöngin. En stóri draumurinn er eftir; að grafa göng milli Sandeyjar og Suðureyjar. Og það er auðheyrt á þeim færeysku stjórnmálamönnum, sem rætt var við í fréttum Stöðvar 2, að þeir hafa metnað til að tryggja íbúum eyjanna góðar samgöngur með jarðgöngum. „Núna erum við að tala um að leggja ein til Suðureyjar. Það verða um 25 kílómetra göng. Það verða lengstu göng Færeyja,” segir borgarstjórinn í Þórshöfn, Heðin Mortensen. Heðin Mortensen borgarstjóri í viðtali við Stöð 2. Fyrir aftan er ráðhús Þórshafnar.Egill Aðalsteinsson Og það styttist í ákvörðun um göng sem áætlað hefur verið að geti kostað á bilinu 75 til 110 milljarða íslenskra króna. „Það er næsta ákvörðun. Við komum til með að taka hana innan hálfs árs,” segir Høgni Hoydal, utanríkis- og atvinnumálaráðherra Færeyja og formaður Þjóðveldis. Til viðbótar um tuttugu jarðgöngum í gegnum fjöll á landi eru Færeyingar komnir með fern neðansjávargöng milli eyja. Suðureyjargöngin munu þó toppa öll hin göngin. Sú útfærsla sem núna er helst rætt um er að hafa þau í tvennu lagi um Skúfey, níu og sautján kílómetra löng. En telja þeir að verkefnið sé raunhæft og að það verði að veruleika? Þessi útfærsla Suðureyjarganga gerir ráð fyrir tvennum göngum um Skúfey, 9 og 17 kílómetra löngum. Með því að fara stystu leið milli Sandeyjar og Suðureyjar án tengingar við Skúfey dygðu 22 kílómetra göng.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson „Ég trúi því. Ég er sannfærður um að þau koma. Við vinnum hart að því að finna út hvernig við gerum þetta og hversu djúpt þau eiga að liggja. Ég trúi því að eftir þrjú ár verðum við komnir af stað. Ég er viss um það,” segir Heðin borgarstjóri. Høgni Hoydal segir að hinn valkosturinn sé að smíða nýja ferju og hún kosti sitt. „Ef við gerum þetta ekki verðum við að smíða nýtt skip, nýjan Smyril eins og skipið heitir sem siglir til Suðureyjar. Það kostar sitt og það fara miklir peningar í upphafi í að fjármagna ferjuna. Og ef við reiknum þetta út til 30 eða 40 ára þá borgar sig að gera göng í staðinn,” segir Høgni. Suðureyjargöngin yrðu fimmtu og lengstu neðansjávargöng Færeyja.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson En myndi hann ráðleggja Íslendingum að grafa göng til Vestmannaeyja og spara um leið kostnað við ferjusiglingar? „Ég færi aldrei að segja hvað Íslendingar ættu að gera. Það vita Íslendingar betur. Við fáum innblástur hver frá öðrum og við höfum lært mikið af Íslendingum. Og ef Íslendingar vilja koma til Færeyja og sjá hvernig við gerum þetta þá eru þeir alltaf velkomnir. En ég mun aldrei segja hvaða ákvörðun Íslendingar eiga að taka. Það verðið þið að gera sjálfir,” svarar Høgni Hoydal. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Færeyjar Samgöngur Vestmannaeyjar Herjólfur Landeyjahöfn Vegtollar Danmörk Tengdar fréttir Segir samstöðu lykilinn að jarðgangagerð Færeyinga Algjör samstaða um jarðgangagerð er lykillinn að samgöngubyltingu Færeyja, segir ráðherrann Høgni Hoydal, og segir Hvalfjarðargöngin hafa reynst Færeyingum innblástur. Og það eru ekki Danir sem borga. 23. maí 2024 21:55 Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55 Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Segir samstöðu lykilinn að jarðgangagerð Færeyinga Algjör samstaða um jarðgangagerð er lykillinn að samgöngubyltingu Færeyja, segir ráðherrann Høgni Hoydal, og segir Hvalfjarðargöngin hafa reynst Færeyingum innblástur. Og það eru ekki Danir sem borga. 23. maí 2024 21:55
Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55
Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44