Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 8. nóvember 2024 11:39 Í tvígang hefur það gerst að flugvélar Finnair hafi ekki getað lent í Joensuu í Austur-Finnlandi vegna truflana á staðsetningarkerfi í sumar. Myndin er úr safni og er frá Vantaa-flugvelli í Helsinki. Vísir/Getty Gamaldags fjarlægðarvitar hafa verið teknir aftur í notkun á flugvöllum í austanverðu Finnlandi vegna viðvarandi truflana á gervihnattastaðsetningarkerfum. Dæmi eru um að flugvélar hafi ekki getað lent vegna truflananna. Flestar flugvélar reiða sig á staðsetningarkerfi sem byggja á merkjum frá gervihnöttum. Veruleg aukning hefur orðið á truflunum á þessum kerfum frá því að Rússar hófu allsherjarinnrás sína í Úkraínu árið 2022, ekki síst við Finnlandsflóa og á Eystrasalti. Finnsk stjórnvöld telja að Rússar standi fyrir truflunum á gervhnattamerkjunum og fölsunum á þeim til þess að verja olíuhafnir sínar og fela slóð flutningaskipa sem brjóta gegn viðskiptaþvingunum vestrænna ríkja. Þetta hefur leitt til þess að skip hafa farið af leið og villst. Finnska strandgæslan hefur þurft að vara skip við því að þau stefni í strand af þessum sökum. Rússar hafna því að koma nálægt truflununum. Nú kveður svo rammt að þessum truflunum að stjórnendur þriggja flugvalla í austanverðu Finnlandi hafa ákveðið að draga fram gamla fjarlægðarvita til að hafa til taks þegar vart verður við truflanir á gervihnattakerfum. Vitarnir eru þegar komnir í notkun í Joensuu og Savonlinna og verða bráðlegar komnir upp við Lappeenranta-flugvöll, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Vitarnir voru notaðir frá 7. áratug síðustu aldar. Þeir gefa frá sér útvarpsbylgjupúls sem móttakarar í flugvélum geta notað til þess að reikna út staðsetningu sína. Gervihnattastaðsetningarbúnaður hefur leyst þá tækni að mestu af hólmi. Innanlandsflugvél á leið frá Helsinki þurfti frá að hverfa vegna truflana á GPS-merki þegar hún hugðist lenda í Joensuu í júní. Önnur flugvél Finnair gat heldur ekki lent í Joensuu af sömu sökum í ágúst. Isavia sagði í tilkynningu í mars að ekki hefði verið tilkynnt um truflanir á staðsetningarkerfum eða fölsunum í íslenska flugstjórnarsvæðinu. Hins vegar hafi komið fram skýr merki um að flugvélar sem hefðu orðið fyrir truflunum bæru þess enn merki þegar þær kæmu inn í flugstjórnarsvæðið mörgum klukkustundum eftir að truflun lauk. Alls hafi þúsund slík tilfelli verið skráð í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð. Finnland Rússland Fréttir af flugi Tækni Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Ölvun og hávaði í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Flestar flugvélar reiða sig á staðsetningarkerfi sem byggja á merkjum frá gervihnöttum. Veruleg aukning hefur orðið á truflunum á þessum kerfum frá því að Rússar hófu allsherjarinnrás sína í Úkraínu árið 2022, ekki síst við Finnlandsflóa og á Eystrasalti. Finnsk stjórnvöld telja að Rússar standi fyrir truflunum á gervhnattamerkjunum og fölsunum á þeim til þess að verja olíuhafnir sínar og fela slóð flutningaskipa sem brjóta gegn viðskiptaþvingunum vestrænna ríkja. Þetta hefur leitt til þess að skip hafa farið af leið og villst. Finnska strandgæslan hefur þurft að vara skip við því að þau stefni í strand af þessum sökum. Rússar hafna því að koma nálægt truflununum. Nú kveður svo rammt að þessum truflunum að stjórnendur þriggja flugvalla í austanverðu Finnlandi hafa ákveðið að draga fram gamla fjarlægðarvita til að hafa til taks þegar vart verður við truflanir á gervihnattakerfum. Vitarnir eru þegar komnir í notkun í Joensuu og Savonlinna og verða bráðlegar komnir upp við Lappeenranta-flugvöll, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Vitarnir voru notaðir frá 7. áratug síðustu aldar. Þeir gefa frá sér útvarpsbylgjupúls sem móttakarar í flugvélum geta notað til þess að reikna út staðsetningu sína. Gervihnattastaðsetningarbúnaður hefur leyst þá tækni að mestu af hólmi. Innanlandsflugvél á leið frá Helsinki þurfti frá að hverfa vegna truflana á GPS-merki þegar hún hugðist lenda í Joensuu í júní. Önnur flugvél Finnair gat heldur ekki lent í Joensuu af sömu sökum í ágúst. Isavia sagði í tilkynningu í mars að ekki hefði verið tilkynnt um truflanir á staðsetningarkerfum eða fölsunum í íslenska flugstjórnarsvæðinu. Hins vegar hafi komið fram skýr merki um að flugvélar sem hefðu orðið fyrir truflunum bæru þess enn merki þegar þær kæmu inn í flugstjórnarsvæðið mörgum klukkustundum eftir að truflun lauk. Alls hafi þúsund slík tilfelli verið skráð í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð.
Finnland Rússland Fréttir af flugi Tækni Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Ölvun og hávaði í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira