Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Lovísa Arnardóttir skrifar 7. nóvember 2024 22:00 Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út víða um land vegna foks. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Gular og appelsínugular viðvaranir Veðurstofunnar renna út á næstu klukkutímunum. Veðurfræðingur á vakt segir að þó stutt sé í að veðrið gangi niður geti það enn valdið vandræðum síðustu klukkutímana á til dæmis Norðausturlandi. Þá eru í gildi skriðuviðvaranir og viðvaranir um grjóthrun á Suður- og Vesturland og Vestfjörðum fram að helgi. „Þetta er búið að vera dálítill hvellur. Sérstaklega á Vestfjörðum og Norðvesturlandi. Það á svo eftir að hvessa aðeins á Norðausturlandi áður en þetta gengur niður. Þannig þetta er ekki alveg búið en um og eftir miðnætti ætti þetta að ganga hratt niður. Þetta er lítil og kröpp lægð sem fer hratt hjá og hún er ekki alveg búin,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir að á morgun og á laugardag verði töluvert skárra veður en aðeins leiðinlegra á sunnudag. Áminning um að festa eða fjarlægja það sem getur fokið Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að nokkuð vel hafi gengið hjá björgunarsveitum þrátt fyrir þó nokkur útköll. Ekki hafi verið tilkynnt um neitt alvarlegt en eitthvað um fok víða um land. „Þetta hefur ekki reynt mikið á okkur en það var verið að kalla út núna á Akureyri út af plötum sem voru að fjúka á byggingasvæði,“ segir hann og að kallað hafi verið út í samskonar verkefni á Ísafirði og Bolungarvík í dag. Þá hafi einnig fokið af svölum á Ísafirði og trampólín á Héraði í morgun. Jón Þór segir að það sé greinilegt að enn hafi margir átt að fjarlægja hluti úr görðum og af svölum sem geti fokið. „Það er fínt að líta á þetta sem síðustu viðvörun fyrir veturinn að ganga frá því sem maður vill ekki að fjúki frá sér.“ Á vef Vegagerðarinnar má sjá að greiðfært er um allt land en víða mjög hvasst. Hægt er að fylgjast með nýjustu fréttum af veðri á vef Veðurstofunnar og færð vega á vef Vegagerðarinnar. Veður Færð á vegum Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Reikna með talsverðri rigningu austantil Varað við snörpum hviðum Leiðin opnast fyrir lægðir að sækja að landinu Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Áfram sól og hlýtt í veðri Getur víða farið yfir tuttugu stig Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Hiti getur farið yfir 20 stig „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Ekkert lát á sumarveðrinu Nýtt hitamet slegið á Egilsstöðum Gæti náð 24 stigum þar sem best lætur „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Hiti á bilinu tíu til 18 stig í dag Allt að tuttugu stiga hiti á Norðausturlandi Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Vindur, skúrir og kólnandi veður Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Sjá meira
Þá eru í gildi skriðuviðvaranir og viðvaranir um grjóthrun á Suður- og Vesturland og Vestfjörðum fram að helgi. „Þetta er búið að vera dálítill hvellur. Sérstaklega á Vestfjörðum og Norðvesturlandi. Það á svo eftir að hvessa aðeins á Norðausturlandi áður en þetta gengur niður. Þannig þetta er ekki alveg búið en um og eftir miðnætti ætti þetta að ganga hratt niður. Þetta er lítil og kröpp lægð sem fer hratt hjá og hún er ekki alveg búin,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir að á morgun og á laugardag verði töluvert skárra veður en aðeins leiðinlegra á sunnudag. Áminning um að festa eða fjarlægja það sem getur fokið Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að nokkuð vel hafi gengið hjá björgunarsveitum þrátt fyrir þó nokkur útköll. Ekki hafi verið tilkynnt um neitt alvarlegt en eitthvað um fok víða um land. „Þetta hefur ekki reynt mikið á okkur en það var verið að kalla út núna á Akureyri út af plötum sem voru að fjúka á byggingasvæði,“ segir hann og að kallað hafi verið út í samskonar verkefni á Ísafirði og Bolungarvík í dag. Þá hafi einnig fokið af svölum á Ísafirði og trampólín á Héraði í morgun. Jón Þór segir að það sé greinilegt að enn hafi margir átt að fjarlægja hluti úr görðum og af svölum sem geti fokið. „Það er fínt að líta á þetta sem síðustu viðvörun fyrir veturinn að ganga frá því sem maður vill ekki að fjúki frá sér.“ Á vef Vegagerðarinnar má sjá að greiðfært er um allt land en víða mjög hvasst. Hægt er að fylgjast með nýjustu fréttum af veðri á vef Veðurstofunnar og færð vega á vef Vegagerðarinnar.
Veður Færð á vegum Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Reikna með talsverðri rigningu austantil Varað við snörpum hviðum Leiðin opnast fyrir lægðir að sækja að landinu Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Áfram sól og hlýtt í veðri Getur víða farið yfir tuttugu stig Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Hiti getur farið yfir 20 stig „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Ekkert lát á sumarveðrinu Nýtt hitamet slegið á Egilsstöðum Gæti náð 24 stigum þar sem best lætur „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Hiti á bilinu tíu til 18 stig í dag Allt að tuttugu stiga hiti á Norðausturlandi Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Vindur, skúrir og kólnandi veður Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Sjá meira