Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. nóvember 2024 15:32 Sigurður Gunnar Jónsson í baráttu við HK-inginn Atla Þór Jónasson. vísir/diego Einn af óvæntari stjörnum tímabilsins í Bestu deild karla var Stjörnumaðurinn Sigurður Gunnar Jónsson. Baldur Sigurðsson segir að sterkt hugarfar hafi skilað honum á þann stað sem hann er kominn á. Fyrri hluta tímabilsins var Sigurður á láni hjá Leikni. Hann spilaði tíu leiki fyrir Breiðhyltinga í Lengjudeildinni en var búinn að missa sæti sitt í byrjunarliðinu áður en hann sneri aftur í Garðabæinn. Eftir heimkomuna lék Sigurður tíu leiki í miðri vörn Stjörnunnar, oftast við hlið Guðmundar Kristjánssonar. Garðbæingar unnu sex þeirra, gerðu tvö jafntefli, töpuðu aðeins tveimur og héldu fjórum sinnum hreinu. Baldur þekkir til Sigurðar og mærði hann í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, þegar farið var yfir nýafstaðið tímabil í Bestu deild karla. „Ég þekki þennan strák. Ég er ofboðslega ánægður að sjá Sigga koma þarna inn. Hann er þarna því hann er með alvöru hugarfar og hefur unnið fyrir sínu,“ sagði Baldur sem lék með Stjörnunni á sínum tíma. „Ég man eftir æfingu, hann var að leika sér á velli við hliðina á, og okkur vantaði leikmann í ellefu á ellefu í uppspili, daginn fyrir leik æfingu, þegar hann var á eldra ári í 4. flokki. Hann kom inn og spilaði eins og hann væri 25 ára; talaði og stýrði inni á meistaraflokksæfingu í fyrsta skipti. Hann hefur þetta og þess vegna er ég ofboðslega glaður að sjá tækifærið sem hann fékk og hvernig hann nýtti það.“ Baldur segir að margir yngri leikmenn geti tekið Sigurð sér til fyrirmyndar. „Þetta er leið sem margir geta horft í. Þetta snerist bara um hans elju og hugarfar. Það verður gaman að sjá hvort hann og Gummi myndi ekki bara býsna sterkt hafsentapar á næsta ári og hvernig þetta þróast með hann,“ sagði Baldur um hinn nítján ára Sigurð. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Einnig má hlusta á þáttinn á Spotify og öðrum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Stjarnan Besta sætið Tengdar fréttir „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson ræddu ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara Fram, um úrslitakeppnina í Bestu deild karla í Besta sætinu. Þeir deila ekki skoðun á fyrirkomulaginu. 6. nóvember 2024 11:30 „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. 5. nóvember 2024 17:16 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Sjá meira
Fyrri hluta tímabilsins var Sigurður á láni hjá Leikni. Hann spilaði tíu leiki fyrir Breiðhyltinga í Lengjudeildinni en var búinn að missa sæti sitt í byrjunarliðinu áður en hann sneri aftur í Garðabæinn. Eftir heimkomuna lék Sigurður tíu leiki í miðri vörn Stjörnunnar, oftast við hlið Guðmundar Kristjánssonar. Garðbæingar unnu sex þeirra, gerðu tvö jafntefli, töpuðu aðeins tveimur og héldu fjórum sinnum hreinu. Baldur þekkir til Sigurðar og mærði hann í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, þegar farið var yfir nýafstaðið tímabil í Bestu deild karla. „Ég þekki þennan strák. Ég er ofboðslega ánægður að sjá Sigga koma þarna inn. Hann er þarna því hann er með alvöru hugarfar og hefur unnið fyrir sínu,“ sagði Baldur sem lék með Stjörnunni á sínum tíma. „Ég man eftir æfingu, hann var að leika sér á velli við hliðina á, og okkur vantaði leikmann í ellefu á ellefu í uppspili, daginn fyrir leik æfingu, þegar hann var á eldra ári í 4. flokki. Hann kom inn og spilaði eins og hann væri 25 ára; talaði og stýrði inni á meistaraflokksæfingu í fyrsta skipti. Hann hefur þetta og þess vegna er ég ofboðslega glaður að sjá tækifærið sem hann fékk og hvernig hann nýtti það.“ Baldur segir að margir yngri leikmenn geti tekið Sigurð sér til fyrirmyndar. „Þetta er leið sem margir geta horft í. Þetta snerist bara um hans elju og hugarfar. Það verður gaman að sjá hvort hann og Gummi myndi ekki bara býsna sterkt hafsentapar á næsta ári og hvernig þetta þróast með hann,“ sagði Baldur um hinn nítján ára Sigurð. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Einnig má hlusta á þáttinn á Spotify og öðrum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Stjarnan Besta sætið Tengdar fréttir „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson ræddu ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara Fram, um úrslitakeppnina í Bestu deild karla í Besta sætinu. Þeir deila ekki skoðun á fyrirkomulaginu. 6. nóvember 2024 11:30 „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. 5. nóvember 2024 17:16 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Sjá meira
„Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson ræddu ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara Fram, um úrslitakeppnina í Bestu deild karla í Besta sætinu. Þeir deila ekki skoðun á fyrirkomulaginu. 6. nóvember 2024 11:30
„Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. 5. nóvember 2024 17:16