„Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. nóvember 2024 15:45 Theodór Elmar (t.h.) segir að í draumaheimi hefðu þeir Kjartan Henry (t.v.) lokið ferlinum saman hjá KR. Samsett/Vísir „Það hefði verið fullkominn endir,“ segir Theodór Elmar Bjarnason um fyrrum liðsfélaga sinn hjá KR, Kjartan Henry Finnbogason. Kjartan yfirgaf KR sumarið 2022 sem fylgdi mikið fjaðrafok og náðu þeir félagarnir því örfáum leikjum saman með Vesturbæjarliðinu. Kjartan Henry og Theodór Elmar spiluðu saman upp yngri flokka hjá KR og brutu sér báðir inn leið í aðallið félagsins sumarið 2004, þá 17 og 18 ára gamlir. Báðir heilluðu mjög og skiptu saman til skoska stórveldisins Celtic í Glasgow. Þar voru þeir báðir til 2008 en Kjartan Henry sneri heim í KR sumarið 2010 og var til 2014. Á þeim tíma vann KR til tveggja Íslandsmeistaratitla og þriggja bikartitla. Hann fór aftur út en þeir félagar sameinuðust svo í KR þegar Theodór Elmar sneri heim sumarið 2021. Það fór hins vegar ekki alveg á þann veg. „Það hefði verið fullkomið í fullkomnum heimi. En maður hefur lært það að það er sjaldnast þannig. Það er bara óskhyggja. Ég segi alltaf að 95 prósent í fótboltanum eru vonbrigði. Svo eru einhver fimm prósent að upplifa geggjaðar tilfinningar. Annars ertu alltaf að vinna þig í gegnum að hafa tapað leikjum eða slíkt. Þú ert að spila fyrir þessi fimm prósent sem gefa þér svo mikið,“ „Þau gefa þér svo mikið af því að stærsti hlutinn er alltaf verið að berja þig niður. Þeir sterkustu standa alltaf aftur upp,“ segir Elmar Viss um að þeir sameinist aftur Margur sá fyrir sér að þeir myndu klára ferilinn saman í Vesturbænum en sumarið 2022 sauð upp úr milli Kjartans og þeirra sem valdið höfðu í Vesturbænum. Hann eyddi sumrinu meira og minna á bekknum og var svo látinn fara þegar leiktíðinni lauk. Kjartan lék með FH og skoraði ellefu mörk sumarið 2023 og hætti eftir það tímabil til að taka við sem aðstoðarþjálfari hjá Hafnafjarðarfélaginu. „Svona var hans endir. Þetta var bara ömurlegt í alla staði. KR sér eftir honum, auðvitað. En svo fór sem fór og hann er náttúrulega bara glaður í nýju starfi og gerir það vel. Á endanum gleymist þetta bara, tíminn læknar þessi sár og við sameinumst aftur,“ segir Elmar. Sjá má ummæli Elmars um málið í spilaranum að ofan. Viðtalið verður birt í heild á Vísi á sunnudagsmorgun. KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Sjá meira
Kjartan Henry og Theodór Elmar spiluðu saman upp yngri flokka hjá KR og brutu sér báðir inn leið í aðallið félagsins sumarið 2004, þá 17 og 18 ára gamlir. Báðir heilluðu mjög og skiptu saman til skoska stórveldisins Celtic í Glasgow. Þar voru þeir báðir til 2008 en Kjartan Henry sneri heim í KR sumarið 2010 og var til 2014. Á þeim tíma vann KR til tveggja Íslandsmeistaratitla og þriggja bikartitla. Hann fór aftur út en þeir félagar sameinuðust svo í KR þegar Theodór Elmar sneri heim sumarið 2021. Það fór hins vegar ekki alveg á þann veg. „Það hefði verið fullkomið í fullkomnum heimi. En maður hefur lært það að það er sjaldnast þannig. Það er bara óskhyggja. Ég segi alltaf að 95 prósent í fótboltanum eru vonbrigði. Svo eru einhver fimm prósent að upplifa geggjaðar tilfinningar. Annars ertu alltaf að vinna þig í gegnum að hafa tapað leikjum eða slíkt. Þú ert að spila fyrir þessi fimm prósent sem gefa þér svo mikið,“ „Þau gefa þér svo mikið af því að stærsti hlutinn er alltaf verið að berja þig niður. Þeir sterkustu standa alltaf aftur upp,“ segir Elmar Viss um að þeir sameinist aftur Margur sá fyrir sér að þeir myndu klára ferilinn saman í Vesturbænum en sumarið 2022 sauð upp úr milli Kjartans og þeirra sem valdið höfðu í Vesturbænum. Hann eyddi sumrinu meira og minna á bekknum og var svo látinn fara þegar leiktíðinni lauk. Kjartan lék með FH og skoraði ellefu mörk sumarið 2023 og hætti eftir það tímabil til að taka við sem aðstoðarþjálfari hjá Hafnafjarðarfélaginu. „Svona var hans endir. Þetta var bara ömurlegt í alla staði. KR sér eftir honum, auðvitað. En svo fór sem fór og hann er náttúrulega bara glaður í nýju starfi og gerir það vel. Á endanum gleymist þetta bara, tíminn læknar þessi sár og við sameinumst aftur,“ segir Elmar. Sjá má ummæli Elmars um málið í spilaranum að ofan. Viðtalið verður birt í heild á Vísi á sunnudagsmorgun.
KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Sjá meira