Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Sindri Sverrisson skrifar 28. október 2024 11:01 Pétur Guðmundsson þótti skara fram úr í dómgæslunni í Bestu deild karla í ár. Stöð 2 Sport Pétur Guðmundsson er dómari ársins í Bestu deild karla í fótbolta, bæði að mati Stúkunnar á Stöð 2 Sport og að mati leikmanna deildarinnar. Guðmundur Benediktsson ræddi við hann eftir lokaleik deildarinnar í gær. Pétur átti frábært sumar og lagði sitt að mörkum við að gera deildina skemmtilega enda þekktur fyrir að vilja sem minnst þurfa að stöðva leikinn. Guðmundur benti á að það hlyti þó að verða sífellt erfiðara að dæma leiki, með síauknum hraða og gervigrasvæðingu: „Þetta er orðið meira krefjandi. Þetta er vissulega orðinn hraðari leikur, sem betur fer, við máttum nú alveg við því. Og við þolum það alveg. Við höndlum þetta. Við komum alltaf vel undirbúnir og æfum okkur vel fyrir mót, en vissulega geta hraðir leikir hjá góðum liðum verið mjög krefjandi, eins og við sáum hérna [í leik Víkings og Breiðabliks]. Þá þurfa menn að vera í toppstandi til að halda í við þetta,“ sagði Pétur sem meðal annars hlaut þann heiður að dæma bikarúrslitaleikinn í ár. Dómarar tilbúnir en strandar á peningum Sífellt fleiri deildir notast við myndbandsdómgæslu en hennar nýtur þó ekki við í Bestu deildinni. Pétur reiknar ekki með að eiga eftir að kíkja í VAR-sjána áður en dómaraferlinum lýkur: „Nei, ég á það stutt eftir af þessu þannig að ég hugsa að ég nái því nú ekki. En ég held að VAR hljóti að koma í framtíðinni. Við erum klárir og búnir að þjálfa okkar bestu menn í þetta. Þeir eru tilbúnir en ég held að þetta strandi bara á peningum. En ég hef trú á að þetta komi,“ segir Pétur. Guðmundur hvatti Pétur, sem verður 55 ára í næsta mánuði, til að dæma áfram sem lengst. „Við megum dæma óaldurstengt, þannig að ef að menn ná þrektestinu þá mega þeir dæma,“ segir Pétur sem hvetur jafnframt fólk til að spreyta sig á dómgæslu því þörfin sé vissulega til staðar fyrir fleiri dómara. Besta deild karla Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Pétur átti frábært sumar og lagði sitt að mörkum við að gera deildina skemmtilega enda þekktur fyrir að vilja sem minnst þurfa að stöðva leikinn. Guðmundur benti á að það hlyti þó að verða sífellt erfiðara að dæma leiki, með síauknum hraða og gervigrasvæðingu: „Þetta er orðið meira krefjandi. Þetta er vissulega orðinn hraðari leikur, sem betur fer, við máttum nú alveg við því. Og við þolum það alveg. Við höndlum þetta. Við komum alltaf vel undirbúnir og æfum okkur vel fyrir mót, en vissulega geta hraðir leikir hjá góðum liðum verið mjög krefjandi, eins og við sáum hérna [í leik Víkings og Breiðabliks]. Þá þurfa menn að vera í toppstandi til að halda í við þetta,“ sagði Pétur sem meðal annars hlaut þann heiður að dæma bikarúrslitaleikinn í ár. Dómarar tilbúnir en strandar á peningum Sífellt fleiri deildir notast við myndbandsdómgæslu en hennar nýtur þó ekki við í Bestu deildinni. Pétur reiknar ekki með að eiga eftir að kíkja í VAR-sjána áður en dómaraferlinum lýkur: „Nei, ég á það stutt eftir af þessu þannig að ég hugsa að ég nái því nú ekki. En ég held að VAR hljóti að koma í framtíðinni. Við erum klárir og búnir að þjálfa okkar bestu menn í þetta. Þeir eru tilbúnir en ég held að þetta strandi bara á peningum. En ég hef trú á að þetta komi,“ segir Pétur. Guðmundur hvatti Pétur, sem verður 55 ára í næsta mánuði, til að dæma áfram sem lengst. „Við megum dæma óaldurstengt, þannig að ef að menn ná þrektestinu þá mega þeir dæma,“ segir Pétur sem hvetur jafnframt fólk til að spreyta sig á dómgæslu því þörfin sé vissulega til staðar fyrir fleiri dómara.
Besta deild karla Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira