„Höfum fengið að blómstra fyrir það sem við nákvæmlega erum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 27. október 2024 21:19 Andri Rafn Yeoman var að vinna sinn þriðja Íslandsmeistaratitil með Breiðablik. Vísir/Anton Brink Andri Rafn Yeoman var að vinna sinn þriðja Íslandsmeistaratitil sinn með Breiðablik en hann er annar af tveimur leikmönnum liðsins sem var hluti af titilliðunum árin 2010 og 2022. Hann sagði tilfinninguna frábæra. „Hún er það klárlega og eins og gerist oft í svona viðtölum þá er maður hálftómur. Maður getur sagt að þetta sé ólýsanlegt en það er svo margt sem er að gerast innan í manni, léttir, spennufall og auðvitað ótrúlega mikil gleði. Þriðja skiptið, þetta er geggjað,“ sagði Andri Rafn í viðtali við Aron Guðmundsson á Stöð 2 Sport strax á leik loknum. Blikar voru með yfirhöndina nánast allan leikinn í kvöld og unnu verðskuldaðan 3-0 sigur. Andri sagði leikinn þó ekki hafa verið þann fallegasta sem Blikaliðið hefur spilað. „Eins og verður oft í svona leikjum og eins og varð í síðustu umferð, þá er bara farið í eitthvað annað og gert það sem þarf að gera. Þetta tímabil, þó það hafi byrjað seinna útaf Evrópukeppni í fyrra, þá hefur þetta verið vegferð og upp og niður og allt þar á milli,“ en Blikar spiluðu í Evrópukeppni allt fram í desembermánuð á síðasta ári. „Hrikalega sætt núna og vegferðin auðvitað miklu lengri þegar þetta þjálfarateymi og Óskar [Hrafn Þorvaldsson] komu inn og komu með aðra nálgun á margan hátt. Taktískt, æfingalega og sérstaklega andlega. Ég held að það sé ótrúlega dýrmætt og við höfum fengið að blómstra fyrir það sem við nákvæmlega erum.“ Andri kom einnig inn á einkenni Blikaliðsins og sagði liðið vera búið að þróa leikstílinn í gegnum árin. Hann sagði frábært að fagna með stuðningsmönnum liðsins sem hlupu inn á völlinn um leið og flautað var til leiksloka. „Maður nær ekki alveg utan um þetta en maður hefur upplifað ýmislegt. Við höfum átt okkar einkenni alla þessa tíð, lið sem vill spila fótbolta og vill spila leikinn á ákveðinn hátt. Í gegnum tíðina hefur verið reynt að fá eitthvað annað inn í liðið til að vega upp á móti því. Siðustu ár höfum við tekið það lengra, reynt að finna mótvægi í einhverju öðru og orðið við alla leið. Ég held að það sé að skila þessu,“ sagði Andri Rafn að lokum. Viðtalið við Andra Rafn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Íslandsmeistarinn Andri Rafn Yeoman Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Langbesta liðið í þessari deild“ „Við sóttum bara það sem við erum búnir að ætla okkur í allt sumar og sýndum bara að við erum langbesta liðið í þessari deild. Það eiga allir risahrós skilið, virkilega vel gert,“ sagði Íslandsmeistarinn Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Breiðablik mætti á heimavöll ríkjandi Íslandsmeistara Víkings og vann afar sannfærandi 3-0 sigur til að tryggja titilinn. 27. október 2024 20:55 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
„Hún er það klárlega og eins og gerist oft í svona viðtölum þá er maður hálftómur. Maður getur sagt að þetta sé ólýsanlegt en það er svo margt sem er að gerast innan í manni, léttir, spennufall og auðvitað ótrúlega mikil gleði. Þriðja skiptið, þetta er geggjað,“ sagði Andri Rafn í viðtali við Aron Guðmundsson á Stöð 2 Sport strax á leik loknum. Blikar voru með yfirhöndina nánast allan leikinn í kvöld og unnu verðskuldaðan 3-0 sigur. Andri sagði leikinn þó ekki hafa verið þann fallegasta sem Blikaliðið hefur spilað. „Eins og verður oft í svona leikjum og eins og varð í síðustu umferð, þá er bara farið í eitthvað annað og gert það sem þarf að gera. Þetta tímabil, þó það hafi byrjað seinna útaf Evrópukeppni í fyrra, þá hefur þetta verið vegferð og upp og niður og allt þar á milli,“ en Blikar spiluðu í Evrópukeppni allt fram í desembermánuð á síðasta ári. „Hrikalega sætt núna og vegferðin auðvitað miklu lengri þegar þetta þjálfarateymi og Óskar [Hrafn Þorvaldsson] komu inn og komu með aðra nálgun á margan hátt. Taktískt, æfingalega og sérstaklega andlega. Ég held að það sé ótrúlega dýrmætt og við höfum fengið að blómstra fyrir það sem við nákvæmlega erum.“ Andri kom einnig inn á einkenni Blikaliðsins og sagði liðið vera búið að þróa leikstílinn í gegnum árin. Hann sagði frábært að fagna með stuðningsmönnum liðsins sem hlupu inn á völlinn um leið og flautað var til leiksloka. „Maður nær ekki alveg utan um þetta en maður hefur upplifað ýmislegt. Við höfum átt okkar einkenni alla þessa tíð, lið sem vill spila fótbolta og vill spila leikinn á ákveðinn hátt. Í gegnum tíðina hefur verið reynt að fá eitthvað annað inn í liðið til að vega upp á móti því. Siðustu ár höfum við tekið það lengra, reynt að finna mótvægi í einhverju öðru og orðið við alla leið. Ég held að það sé að skila þessu,“ sagði Andri Rafn að lokum. Viðtalið við Andra Rafn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Íslandsmeistarinn Andri Rafn Yeoman
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Langbesta liðið í þessari deild“ „Við sóttum bara það sem við erum búnir að ætla okkur í allt sumar og sýndum bara að við erum langbesta liðið í þessari deild. Það eiga allir risahrós skilið, virkilega vel gert,“ sagði Íslandsmeistarinn Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Breiðablik mætti á heimavöll ríkjandi Íslandsmeistara Víkings og vann afar sannfærandi 3-0 sigur til að tryggja titilinn. 27. október 2024 20:55 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
„Langbesta liðið í þessari deild“ „Við sóttum bara það sem við erum búnir að ætla okkur í allt sumar og sýndum bara að við erum langbesta liðið í þessari deild. Það eiga allir risahrós skilið, virkilega vel gert,“ sagði Íslandsmeistarinn Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Breiðablik mætti á heimavöll ríkjandi Íslandsmeistara Víkings og vann afar sannfærandi 3-0 sigur til að tryggja titilinn. 27. október 2024 20:55