Markakóngurinn Benoný: „Þetta var bara geðveikt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. október 2024 19:36 Benony Breki Andrésson er markakóngur Bestu-deildarinnar. Vísir/Anton Brink Benoný Breki Andrésson átti vægast sagt góðan leik er KR tók á móti HK í lokaumferð neðri hluta Bestu-deildar karla í knattspyrnu í dag. KR-ingar unnu sannkallaðan stórsigur, 7-0, í leik þar sem Benoný skoraði hvorki fleiri né færri en fimm mörk og bætti þar með markamet efstu deildar á Íslandi. „Þetta er bara mjög ljúft. Ég var búinn að hugsa þetta í svolítinn tíma því það vantaði fjögur mörk upp á metið og þetta var bara planið. Ég ætlaði að skora þessi fjögur og svo skoraði ég fimm og er bara ógeðslega ánægður,“ sagði Benoný í viðtali við Val Pál Eiríksson í leikslok. Hann segir að það að hann hafi ekki náð að skora gegn tíu Fylkismönnum í síðustu umferð hafi gefið honum olíu á eldinn. „Já, allan daginn. Þetta var einhvernveginn bara erfitt á móti Fylki. Þegar þeir fengu rautt spjald féllu þeir mikið neðar á völlinn og það var bara erfitt að brjóta þá. Við líka vorum allt of flatir og ekki með nógu mikið tempó í spilinu. En þetta var bara geggjaður leikur í dag.“ Eitt af mörkunum sem Benoný skoraði í dag kom úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Einhverjir vildu meina að um rangan dóma hafi verið að ræða, en Benoný er harður á því að þetta hafi verið víti. „Hann fór í mig. Hann fór í hælinn á mér og síðan sá ég að boltinn fór framhjá mér þannig ég henti mér bara niður og fékk víti. Síðan fékk hann annað gula spjaldið og það breytti leiknum helling.“ Klippa: Benoný eftir leik Þá segir hann það hafa verið sætt að sjá boltann í netinu og vita það að markametið væri fallið. „Tilfinningin var virkilega góð. Þetta var bara geðveikt. Síðan skoraði ég fimmta markið og þá leið mér bara enn betur.“ Þó ekkert verði tekið af afreki Benonýs hér þá hafa margir haft orð á því að hann hafi ekki verið að bæta neitt met, heldur hafi hann verið að setja nýtt met. Gamla metið var sett í 22 leikja móti, en nú eru leikirnir á tímabilinu orðnir 27. Benoný vill þó meina að hann sé búinn að bæta metið. „Ég held það. Ég ætla að segja það. Ég verð eiginlega að segja það. Þetta eru bara nýjar reglur,“ sagði Benoný léttur áður en hann var spurður út í það hvort hann hafi verið að spila sinn síðasta leik á Íslandi í bili, en sjálfur vildi hann lítið gefa upp um það. Besta deild karla KR Tengdar fréttir Sjáðu Benóný Breka bæta markametið KR-ingurinn Benóný Breki Andrésson bætti í dag markametið í efstu deild karla í fótbolta. Hann skoraði fimm mörk þegar KR kjöldró HK, 7-0, í lokaumferð Bestu deildarinnar. 26. október 2024 16:28 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
KR-ingar unnu sannkallaðan stórsigur, 7-0, í leik þar sem Benoný skoraði hvorki fleiri né færri en fimm mörk og bætti þar með markamet efstu deildar á Íslandi. „Þetta er bara mjög ljúft. Ég var búinn að hugsa þetta í svolítinn tíma því það vantaði fjögur mörk upp á metið og þetta var bara planið. Ég ætlaði að skora þessi fjögur og svo skoraði ég fimm og er bara ógeðslega ánægður,“ sagði Benoný í viðtali við Val Pál Eiríksson í leikslok. Hann segir að það að hann hafi ekki náð að skora gegn tíu Fylkismönnum í síðustu umferð hafi gefið honum olíu á eldinn. „Já, allan daginn. Þetta var einhvernveginn bara erfitt á móti Fylki. Þegar þeir fengu rautt spjald féllu þeir mikið neðar á völlinn og það var bara erfitt að brjóta þá. Við líka vorum allt of flatir og ekki með nógu mikið tempó í spilinu. En þetta var bara geggjaður leikur í dag.“ Eitt af mörkunum sem Benoný skoraði í dag kom úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Einhverjir vildu meina að um rangan dóma hafi verið að ræða, en Benoný er harður á því að þetta hafi verið víti. „Hann fór í mig. Hann fór í hælinn á mér og síðan sá ég að boltinn fór framhjá mér þannig ég henti mér bara niður og fékk víti. Síðan fékk hann annað gula spjaldið og það breytti leiknum helling.“ Klippa: Benoný eftir leik Þá segir hann það hafa verið sætt að sjá boltann í netinu og vita það að markametið væri fallið. „Tilfinningin var virkilega góð. Þetta var bara geðveikt. Síðan skoraði ég fimmta markið og þá leið mér bara enn betur.“ Þó ekkert verði tekið af afreki Benonýs hér þá hafa margir haft orð á því að hann hafi ekki verið að bæta neitt met, heldur hafi hann verið að setja nýtt met. Gamla metið var sett í 22 leikja móti, en nú eru leikirnir á tímabilinu orðnir 27. Benoný vill þó meina að hann sé búinn að bæta metið. „Ég held það. Ég ætla að segja það. Ég verð eiginlega að segja það. Þetta eru bara nýjar reglur,“ sagði Benoný léttur áður en hann var spurður út í það hvort hann hafi verið að spila sinn síðasta leik á Íslandi í bili, en sjálfur vildi hann lítið gefa upp um það.
Besta deild karla KR Tengdar fréttir Sjáðu Benóný Breka bæta markametið KR-ingurinn Benóný Breki Andrésson bætti í dag markametið í efstu deild karla í fótbolta. Hann skoraði fimm mörk þegar KR kjöldró HK, 7-0, í lokaumferð Bestu deildarinnar. 26. október 2024 16:28 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Sjáðu Benóný Breka bæta markametið KR-ingurinn Benóný Breki Andrésson bætti í dag markametið í efstu deild karla í fótbolta. Hann skoraði fimm mörk þegar KR kjöldró HK, 7-0, í lokaumferð Bestu deildarinnar. 26. október 2024 16:28