Tókst á við einmanaleikann með vinnu í Valsheimilinu Valur Páll Eiríksson skrifar 25. október 2024 08:55 Birkir Már Sævarsson skilur sáttur við ferilinn á morgun. Hann flýgur beint til fjölskyldunnar í Svíþjóð eftir helgi. Vísir/Einar Eftir grasekkilslíf og húsvarðastörf samhliða fótboltanum síðustu mánuði hlakkar Birki Má Sævarsson til tímamóta helgarinnar þegar hann leikur sinn síðasta leik fyrir Val. Við tekur strangheiðarleg atvinnuleit í Stokkhólmi strax eftir helgi. Valur mætir ÍA í lokaumferð Bestu deildar karla klukkan 16:15 að Hlíðarenda á morgun. Það verður 314. og síðasti leikur Birkis fyrri Valsmenn. Birkir Már er 39 ára gamall og spilaði fyrstu deildarleikina fyrir Val fyrir tuttugu árum síðan. Síðan þá hefur hann spilað yfir hundrað landsleiki og á að baki áratug í atvinnumennsku í Noregi og Svíþjóð. Hann íhugaði að hætta í fyrra en segir þetta nú komið gott. Janfvel þó bróðir hans, Aron Elí Sævarsson, sé á leið í Bestu deildina sem fyrirliði Aftureldingar á næsta ári. „Ég náttúrulega spilaði á móti honum í sumar [í Mjólkurbikarnum] og vann hann. Þannig að það er fínt að hafa það bara einn leik og einn sigur og gefa honum ekkert séns á að breyta því neitt. Ég er búinn að ákveða fyrir svolitlu síðan að þetta sé síðasta tímabilið. Hann fær ekki ósk sína uppfyllta að fá að vinna mig. Ég hætti á toppnum hvað það varðar,“ segir Birkir Már léttur. Keyptu sama húsið í Stokkhólmi Ástæða þess að Birkir íhugaði að hætta fyrir tímabilið í ár er sú að fjölskylda hans flutti aftur til Stokkhólms í desember í fyrra. Þau hjónin Birkir og Stefanía ákváðu að slá til þegar húsið sem þau höfðu búið í tæpum áratugi fyrr - þegar Birkir Már lék með Hammarby í Stokkhólmi - var sett á sölu. „Þegar við vorum farin að tala um þetta að flytja út þá dúkkaði húsið okkar gamla upp hjá fasteignasölunni úti. Ætli við höfum ekki tekið því sem einhverju merki um að það væri kominn tími til að fara aftur út núna,“ segir Birkir Már. Konan er úti í Svíþjóð með börnin. Hefur þetta ekki verið einmanalegt líf hér á klakanum? „Þetta er búið að vera hundleiðinlegt. Ég er vanur því að vera á fullri ferð allan daginn með strákana í fótbolta og handbolta út um allt. Þetta er búið að vera hálfeinmanalegt. En í staðinn fékk ég mér vinnu hérna í Valsheimilinu og er búinn að vera að hanga hérna alla daga, í stað þess að hanga heima,“ segir Birkir Már. Þvær æfingafatnað liðsfélaganna Það tekur því við vakt í Valsheimilinu strax að æfingum loknum. „Mér finnst þetta mjög fínt. Það er gott að hafa eitthvað fyrir stafni. Ég fer í þvottahúsið að þvo æfingafötin af strákunum í staðinn fyrir að fara heim að horfa á sjónvarpið,“ segir Birkir Már. Eftir grasekkilslíf sumarsins hlakkar Birki því til að skjótast til Stokkhólms þar sem strangheiðarleg atvinnuleit tekur við. „Ég á flug bara á mánudagsmorgun. Ég klára það sem ég þarf að gera á sunnudaginn og ætla að drífa mig til fjölskyldunnar á mánudaginn og fara að leita mér að vinnu eins og venjulegt fólk gerir,“ segir Birkir Már að endingu. Valur þarf að forðast tap í leiknum við ÍA á morgun til að tryggja Evrópusæti en Valsmenn eru tveimur stigum fyrir ofan Stjörnuna sem er í fjórða sæti og mætir FH. Aðeins efstu þrjú veita keppnisrétt í Evrópu að ári. Leikir Vals og ÍA og FH við Stjörnuna hefjast klukkan 16:15 á morgun og verða í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. Valur Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Valur mætir ÍA í lokaumferð Bestu deildar karla klukkan 16:15 að Hlíðarenda á morgun. Það verður 314. og síðasti leikur Birkis fyrri Valsmenn. Birkir Már er 39 ára gamall og spilaði fyrstu deildarleikina fyrir Val fyrir tuttugu árum síðan. Síðan þá hefur hann spilað yfir hundrað landsleiki og á að baki áratug í atvinnumennsku í Noregi og Svíþjóð. Hann íhugaði að hætta í fyrra en segir þetta nú komið gott. Janfvel þó bróðir hans, Aron Elí Sævarsson, sé á leið í Bestu deildina sem fyrirliði Aftureldingar á næsta ári. „Ég náttúrulega spilaði á móti honum í sumar [í Mjólkurbikarnum] og vann hann. Þannig að það er fínt að hafa það bara einn leik og einn sigur og gefa honum ekkert séns á að breyta því neitt. Ég er búinn að ákveða fyrir svolitlu síðan að þetta sé síðasta tímabilið. Hann fær ekki ósk sína uppfyllta að fá að vinna mig. Ég hætti á toppnum hvað það varðar,“ segir Birkir Már léttur. Keyptu sama húsið í Stokkhólmi Ástæða þess að Birkir íhugaði að hætta fyrir tímabilið í ár er sú að fjölskylda hans flutti aftur til Stokkhólms í desember í fyrra. Þau hjónin Birkir og Stefanía ákváðu að slá til þegar húsið sem þau höfðu búið í tæpum áratugi fyrr - þegar Birkir Már lék með Hammarby í Stokkhólmi - var sett á sölu. „Þegar við vorum farin að tala um þetta að flytja út þá dúkkaði húsið okkar gamla upp hjá fasteignasölunni úti. Ætli við höfum ekki tekið því sem einhverju merki um að það væri kominn tími til að fara aftur út núna,“ segir Birkir Már. Konan er úti í Svíþjóð með börnin. Hefur þetta ekki verið einmanalegt líf hér á klakanum? „Þetta er búið að vera hundleiðinlegt. Ég er vanur því að vera á fullri ferð allan daginn með strákana í fótbolta og handbolta út um allt. Þetta er búið að vera hálfeinmanalegt. En í staðinn fékk ég mér vinnu hérna í Valsheimilinu og er búinn að vera að hanga hérna alla daga, í stað þess að hanga heima,“ segir Birkir Már. Þvær æfingafatnað liðsfélaganna Það tekur því við vakt í Valsheimilinu strax að æfingum loknum. „Mér finnst þetta mjög fínt. Það er gott að hafa eitthvað fyrir stafni. Ég fer í þvottahúsið að þvo æfingafötin af strákunum í staðinn fyrir að fara heim að horfa á sjónvarpið,“ segir Birkir Már. Eftir grasekkilslíf sumarsins hlakkar Birki því til að skjótast til Stokkhólms þar sem strangheiðarleg atvinnuleit tekur við. „Ég á flug bara á mánudagsmorgun. Ég klára það sem ég þarf að gera á sunnudaginn og ætla að drífa mig til fjölskyldunnar á mánudaginn og fara að leita mér að vinnu eins og venjulegt fólk gerir,“ segir Birkir Már að endingu. Valur þarf að forðast tap í leiknum við ÍA á morgun til að tryggja Evrópusæti en Valsmenn eru tveimur stigum fyrir ofan Stjörnuna sem er í fjórða sæti og mætir FH. Aðeins efstu þrjú veita keppnisrétt í Evrópu að ári. Leikir Vals og ÍA og FH við Stjörnuna hefjast klukkan 16:15 á morgun og verða í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport.
Valur Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann