Áfram á Íslandi og ætlar sér markametið Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2024 11:02 Viðar Örn Kjartansson skoraði sex mörk í sumar fyrir KA, á tveggja mánaða tímabili. vísir/Diego Viðar Örn Kjartansson segir að sér líði vel á Akureyri en óvíst er hvort að hann spili áfram með KA í Bestu deildinni í fótbolta á næstu leiktíð. Viðar átti sinn þátt í fyrsta bikarmeistaratitli KA, sem liðið tryggði sér með sigri á Víkingi í september, og skoraði sex mörk í Bestu deildinni í sumar. Hann kom til KA í vor eftir langan og litríkan feril í atvinnumennsku, en missir af síðustu tveimur leikjum liðsins vegna keppnisbanns sem FIFA dæmdi hann í, vegna skuldar við búlgarska félagið CSKA 1948. Viðar verður því ekki með gegn Fram í lokaumferð Bestu deildarinnar á laugardag, þegar KA getur tryggt sér efsta sætið í neðri hluta deildarinnar, eða 7. sætið ef horft er á deildina sem eina heild. Samningur Viðars við KA rennur út í næsta mánuði og því gæti verið að hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Var lengi í form en stefnir á markametið á næsta ári „Ég mun ræða við KA. Það er auðvitað leiðinlegt að enda svona [í banni], eftir að hafa unnið bikarinn og vera núna hársbreidd frá „forsetabikarnum“. En ég mun ræða við KA-menn og mér líður vel á Akureyri. Maður er bara spenntur að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Viðar í samtali við Vísi í gær. Þegar Viðar kom til Íslands í vor sagðist hann stefna á að komast aftur út í atvinnumennsku, í von um að ljúka ferlinum þar á betri nótum en í Búlgaríu. Núna segir hann hins vegar ljóst að hann spili áfram á Íslandi: „Fótbolti er tölfræði og ég átti sirka tólf leiki í byrjun móts, flesta af bekknum, þar sem ég skoraði ekki mark. Var svolítið lengi í form, ég viðurkenni það. Maður þarf að ná heilu góðu tímabili, þannig að ég er ekkert að spá í þessu í dag. Ef það kemur þá er það bónus. En núna hugsa ég um að vera á Íslandi næsta sumar og slá þetta blessaða markamet,“ segir Viðar. Markametið í efstu deild á Íslandi er sem stendur 19 mörk. Sá eini til að ná þeim fjölda á þessari öld, þrátt fyrir fjölgun leikja, er Andri Rúnar Bjarnason, núverandi leikmaður Vestra, sem skoraði 19 mörk fyrir Grindavík árið 2017. Besta deild karla KA Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Viðar átti sinn þátt í fyrsta bikarmeistaratitli KA, sem liðið tryggði sér með sigri á Víkingi í september, og skoraði sex mörk í Bestu deildinni í sumar. Hann kom til KA í vor eftir langan og litríkan feril í atvinnumennsku, en missir af síðustu tveimur leikjum liðsins vegna keppnisbanns sem FIFA dæmdi hann í, vegna skuldar við búlgarska félagið CSKA 1948. Viðar verður því ekki með gegn Fram í lokaumferð Bestu deildarinnar á laugardag, þegar KA getur tryggt sér efsta sætið í neðri hluta deildarinnar, eða 7. sætið ef horft er á deildina sem eina heild. Samningur Viðars við KA rennur út í næsta mánuði og því gæti verið að hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Var lengi í form en stefnir á markametið á næsta ári „Ég mun ræða við KA. Það er auðvitað leiðinlegt að enda svona [í banni], eftir að hafa unnið bikarinn og vera núna hársbreidd frá „forsetabikarnum“. En ég mun ræða við KA-menn og mér líður vel á Akureyri. Maður er bara spenntur að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Viðar í samtali við Vísi í gær. Þegar Viðar kom til Íslands í vor sagðist hann stefna á að komast aftur út í atvinnumennsku, í von um að ljúka ferlinum þar á betri nótum en í Búlgaríu. Núna segir hann hins vegar ljóst að hann spili áfram á Íslandi: „Fótbolti er tölfræði og ég átti sirka tólf leiki í byrjun móts, flesta af bekknum, þar sem ég skoraði ekki mark. Var svolítið lengi í form, ég viðurkenni það. Maður þarf að ná heilu góðu tímabili, þannig að ég er ekkert að spá í þessu í dag. Ef það kemur þá er það bónus. En núna hugsa ég um að vera á Íslandi næsta sumar og slá þetta blessaða markamet,“ segir Viðar. Markametið í efstu deild á Íslandi er sem stendur 19 mörk. Sá eini til að ná þeim fjölda á þessari öld, þrátt fyrir fjölgun leikja, er Andri Rúnar Bjarnason, núverandi leikmaður Vestra, sem skoraði 19 mörk fyrir Grindavík árið 2017.
Besta deild karla KA Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira