Efast um lögmæti milljóna dala gjafa Musks til kjósenda Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2024 10:35 Elon Musk á kosningafundi í Pennsylvaníu um helgina. AP/Sean Simmers Auðjöfurinn Elon Musk hefur heitið því að gefa einum skráðum kjósenda í svokölluðum sveifluríkjum í Bandaríkjunum milljón dali á degi hverjum fram að kosningum. Sérfræðingar segja þetta mögulega ólöglegt og ríkisstjóri Pennsylvaínu hefur kallað eftir því að málið verði rannsakað. „Við viljum tryggja að allir kjósendur í sveifluríkjum viti af þessu og mig grunar að þetta muni tryggja það,“ sagði Musk á samfélagsmiðli sínum, X. Til þess að geta unnið milljón dali þurfa umræddir kjósendur þó að hafa skrifað undir undirskriftalista pólitískrar aðgerðanefndar (e. PAC) sem Musk hefur stofnað til stuðnings Donalds Trump. Undirskriftalistinn snýr að því að lýsa yfir stuðningi við ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna um málfrelsi og skotvopnaeign. Á vef aðgerðanefndarinnar segir að kjósendur í Pennsylvaníu, Georgíu, Nevada, Arizona, Michigan, Wisconsin og Norður-Karólínu eigi rétt á því að taka þátt. Þetta eru þau sjö ríki sem talið er að muni ráða úrslitum í forsetakosningunum þann 5. nóvember. Sjá einnig: Sér ekki á svörtu hjá „hinum útvalda“ Kjósendur sem skrifa undir eiga einnig rétt á 47 dölum í verðlaun fyrir hvern nýjan kjósenda sem þau fá til að skrifa einnig undir. Í Pennsylvaníu, sem þykir sérstaklega mikilvægt ríki í þessum kosningum, eiga rétt á hundrað dölum í stað 47. Musk gaf fyrstu milljón dala ávísunina á laugardaginn og aðra í gær. Sjá einnig: Bar fram samsæriskenningar á fyrsta kosningafundinum Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu og fyrrverandi ríkissaksóknari, sagði í viðtali í gær að hann hefði áhyggjur af þessu útspili Musks, sem þegar hefur varið að minnsta kosti tíu milljörðum króna til stuðnings Trumps. Shapiro, sem er Demókrati, sagði Musk hafa rétt á skoðunum sínum en óljóst væri hvort þetta væri löglegt og það þyrfti að rannsaka málið. Hann neitaði að segja berum orðum hvort hann teldi útspil Musks ólöglegt. WATCH: Every day until Election Day, Elon Musk says he’ll give $1M to a voter who has signed his super PAC’s petition “in favor of free speech and the right to bear arms.”@JoshShapiroPA: “That is deeply concerning. ... It's something that law enforcement could take a look at." pic.twitter.com/2mZY1b5YaL— Meet the Press (@MeetThePress) October 20, 2024 Fleiri hafa lýst yfir efasemdum um að happdrætti Musks sé löglegt. Einn sérfræðingur í lögum um kosningum sem Washington Post ræddi við sagði ólöglegt að gefa fólki peninga fyrir atkvæði eða fyrir það að þau skráðu sig sem kjósendur. Fleiri hafa tekið undir það að um ólöglegt athæfi sé að ræða. Annar sérfræðingur sagði í samtali við AP fréttaveituna að það að skilgreina þátttöku við skráða kjósendur væri líklega brot á lögum. Það væri ekki beint verið að greiða fólki peninga fyrir að kjósa en þetta færri ansi nærri því. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Elon Musk Tengdar fréttir Mætti á Fox í gær og á í viðræðum um viðtal við Rogan Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, var til viðtals á Fox News í gær og sitt sýnist hverjum um hvernig hún stóð sig. 17. október 2024 10:41 Kosningafundur breyttist í undarlegt diskótek Kosningafundur Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Pennsylvaníu í gær breyttist í einhverskonar diskótek eftir að huga þurfti að tveimur áhorfendum í salnum. Í stað þess að svara spurningum úr sal, eins og til stóð, lét Trump spila tónlist í tæpar fjörutíu mínútur á meðan hann stóð á sviðinu og vaggaði sér. 15. október 2024 11:40 Leggur til að beita hernum gegn andstæðingum sínum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist mögulega vilja siga þjóðvarðliði ríkisins eða bandaríska hernum, gegn „innri óvinum“. Fólki sem hann lýsti um helgina sem „öfga-, vinstri geðsjúklingum“ en slíka orðræðu hefur hann ítrekað notað um pólitíska andstæðinga sína. 14. október 2024 14:01 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
„Við viljum tryggja að allir kjósendur í sveifluríkjum viti af þessu og mig grunar að þetta muni tryggja það,“ sagði Musk á samfélagsmiðli sínum, X. Til þess að geta unnið milljón dali þurfa umræddir kjósendur þó að hafa skrifað undir undirskriftalista pólitískrar aðgerðanefndar (e. PAC) sem Musk hefur stofnað til stuðnings Donalds Trump. Undirskriftalistinn snýr að því að lýsa yfir stuðningi við ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna um málfrelsi og skotvopnaeign. Á vef aðgerðanefndarinnar segir að kjósendur í Pennsylvaníu, Georgíu, Nevada, Arizona, Michigan, Wisconsin og Norður-Karólínu eigi rétt á því að taka þátt. Þetta eru þau sjö ríki sem talið er að muni ráða úrslitum í forsetakosningunum þann 5. nóvember. Sjá einnig: Sér ekki á svörtu hjá „hinum útvalda“ Kjósendur sem skrifa undir eiga einnig rétt á 47 dölum í verðlaun fyrir hvern nýjan kjósenda sem þau fá til að skrifa einnig undir. Í Pennsylvaníu, sem þykir sérstaklega mikilvægt ríki í þessum kosningum, eiga rétt á hundrað dölum í stað 47. Musk gaf fyrstu milljón dala ávísunina á laugardaginn og aðra í gær. Sjá einnig: Bar fram samsæriskenningar á fyrsta kosningafundinum Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu og fyrrverandi ríkissaksóknari, sagði í viðtali í gær að hann hefði áhyggjur af þessu útspili Musks, sem þegar hefur varið að minnsta kosti tíu milljörðum króna til stuðnings Trumps. Shapiro, sem er Demókrati, sagði Musk hafa rétt á skoðunum sínum en óljóst væri hvort þetta væri löglegt og það þyrfti að rannsaka málið. Hann neitaði að segja berum orðum hvort hann teldi útspil Musks ólöglegt. WATCH: Every day until Election Day, Elon Musk says he’ll give $1M to a voter who has signed his super PAC’s petition “in favor of free speech and the right to bear arms.”@JoshShapiroPA: “That is deeply concerning. ... It's something that law enforcement could take a look at." pic.twitter.com/2mZY1b5YaL— Meet the Press (@MeetThePress) October 20, 2024 Fleiri hafa lýst yfir efasemdum um að happdrætti Musks sé löglegt. Einn sérfræðingur í lögum um kosningum sem Washington Post ræddi við sagði ólöglegt að gefa fólki peninga fyrir atkvæði eða fyrir það að þau skráðu sig sem kjósendur. Fleiri hafa tekið undir það að um ólöglegt athæfi sé að ræða. Annar sérfræðingur sagði í samtali við AP fréttaveituna að það að skilgreina þátttöku við skráða kjósendur væri líklega brot á lögum. Það væri ekki beint verið að greiða fólki peninga fyrir að kjósa en þetta færri ansi nærri því.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Elon Musk Tengdar fréttir Mætti á Fox í gær og á í viðræðum um viðtal við Rogan Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, var til viðtals á Fox News í gær og sitt sýnist hverjum um hvernig hún stóð sig. 17. október 2024 10:41 Kosningafundur breyttist í undarlegt diskótek Kosningafundur Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Pennsylvaníu í gær breyttist í einhverskonar diskótek eftir að huga þurfti að tveimur áhorfendum í salnum. Í stað þess að svara spurningum úr sal, eins og til stóð, lét Trump spila tónlist í tæpar fjörutíu mínútur á meðan hann stóð á sviðinu og vaggaði sér. 15. október 2024 11:40 Leggur til að beita hernum gegn andstæðingum sínum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist mögulega vilja siga þjóðvarðliði ríkisins eða bandaríska hernum, gegn „innri óvinum“. Fólki sem hann lýsti um helgina sem „öfga-, vinstri geðsjúklingum“ en slíka orðræðu hefur hann ítrekað notað um pólitíska andstæðinga sína. 14. október 2024 14:01 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Mætti á Fox í gær og á í viðræðum um viðtal við Rogan Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, var til viðtals á Fox News í gær og sitt sýnist hverjum um hvernig hún stóð sig. 17. október 2024 10:41
Kosningafundur breyttist í undarlegt diskótek Kosningafundur Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Pennsylvaníu í gær breyttist í einhverskonar diskótek eftir að huga þurfti að tveimur áhorfendum í salnum. Í stað þess að svara spurningum úr sal, eins og til stóð, lét Trump spila tónlist í tæpar fjörutíu mínútur á meðan hann stóð á sviðinu og vaggaði sér. 15. október 2024 11:40
Leggur til að beita hernum gegn andstæðingum sínum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist mögulega vilja siga þjóðvarðliði ríkisins eða bandaríska hernum, gegn „innri óvinum“. Fólki sem hann lýsti um helgina sem „öfga-, vinstri geðsjúklingum“ en slíka orðræðu hefur hann ítrekað notað um pólitíska andstæðinga sína. 14. október 2024 14:01