Efast um lögmæti milljóna dala gjafa Musks til kjósenda Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2024 10:35 Elon Musk á kosningafundi í Pennsylvaníu um helgina. AP/Sean Simmers Auðjöfurinn Elon Musk hefur heitið því að gefa einum skráðum kjósenda í svokölluðum sveifluríkjum í Bandaríkjunum milljón dali á degi hverjum fram að kosningum. Sérfræðingar segja þetta mögulega ólöglegt og ríkisstjóri Pennsylvaínu hefur kallað eftir því að málið verði rannsakað. „Við viljum tryggja að allir kjósendur í sveifluríkjum viti af þessu og mig grunar að þetta muni tryggja það,“ sagði Musk á samfélagsmiðli sínum, X. Til þess að geta unnið milljón dali þurfa umræddir kjósendur þó að hafa skrifað undir undirskriftalista pólitískrar aðgerðanefndar (e. PAC) sem Musk hefur stofnað til stuðnings Donalds Trump. Undirskriftalistinn snýr að því að lýsa yfir stuðningi við ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna um málfrelsi og skotvopnaeign. Á vef aðgerðanefndarinnar segir að kjósendur í Pennsylvaníu, Georgíu, Nevada, Arizona, Michigan, Wisconsin og Norður-Karólínu eigi rétt á því að taka þátt. Þetta eru þau sjö ríki sem talið er að muni ráða úrslitum í forsetakosningunum þann 5. nóvember. Sjá einnig: Sér ekki á svörtu hjá „hinum útvalda“ Kjósendur sem skrifa undir eiga einnig rétt á 47 dölum í verðlaun fyrir hvern nýjan kjósenda sem þau fá til að skrifa einnig undir. Í Pennsylvaníu, sem þykir sérstaklega mikilvægt ríki í þessum kosningum, eiga rétt á hundrað dölum í stað 47. Musk gaf fyrstu milljón dala ávísunina á laugardaginn og aðra í gær. Sjá einnig: Bar fram samsæriskenningar á fyrsta kosningafundinum Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu og fyrrverandi ríkissaksóknari, sagði í viðtali í gær að hann hefði áhyggjur af þessu útspili Musks, sem þegar hefur varið að minnsta kosti tíu milljörðum króna til stuðnings Trumps. Shapiro, sem er Demókrati, sagði Musk hafa rétt á skoðunum sínum en óljóst væri hvort þetta væri löglegt og það þyrfti að rannsaka málið. Hann neitaði að segja berum orðum hvort hann teldi útspil Musks ólöglegt. WATCH: Every day until Election Day, Elon Musk says he’ll give $1M to a voter who has signed his super PAC’s petition “in favor of free speech and the right to bear arms.”@JoshShapiroPA: “That is deeply concerning. ... It's something that law enforcement could take a look at." pic.twitter.com/2mZY1b5YaL— Meet the Press (@MeetThePress) October 20, 2024 Fleiri hafa lýst yfir efasemdum um að happdrætti Musks sé löglegt. Einn sérfræðingur í lögum um kosningum sem Washington Post ræddi við sagði ólöglegt að gefa fólki peninga fyrir atkvæði eða fyrir það að þau skráðu sig sem kjósendur. Fleiri hafa tekið undir það að um ólöglegt athæfi sé að ræða. Annar sérfræðingur sagði í samtali við AP fréttaveituna að það að skilgreina þátttöku við skráða kjósendur væri líklega brot á lögum. Það væri ekki beint verið að greiða fólki peninga fyrir að kjósa en þetta færri ansi nærri því. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Elon Musk Tengdar fréttir Mætti á Fox í gær og á í viðræðum um viðtal við Rogan Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, var til viðtals á Fox News í gær og sitt sýnist hverjum um hvernig hún stóð sig. 17. október 2024 10:41 Kosningafundur breyttist í undarlegt diskótek Kosningafundur Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Pennsylvaníu í gær breyttist í einhverskonar diskótek eftir að huga þurfti að tveimur áhorfendum í salnum. Í stað þess að svara spurningum úr sal, eins og til stóð, lét Trump spila tónlist í tæpar fjörutíu mínútur á meðan hann stóð á sviðinu og vaggaði sér. 15. október 2024 11:40 Leggur til að beita hernum gegn andstæðingum sínum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist mögulega vilja siga þjóðvarðliði ríkisins eða bandaríska hernum, gegn „innri óvinum“. Fólki sem hann lýsti um helgina sem „öfga-, vinstri geðsjúklingum“ en slíka orðræðu hefur hann ítrekað notað um pólitíska andstæðinga sína. 14. október 2024 14:01 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Sjá meira
„Við viljum tryggja að allir kjósendur í sveifluríkjum viti af þessu og mig grunar að þetta muni tryggja það,“ sagði Musk á samfélagsmiðli sínum, X. Til þess að geta unnið milljón dali þurfa umræddir kjósendur þó að hafa skrifað undir undirskriftalista pólitískrar aðgerðanefndar (e. PAC) sem Musk hefur stofnað til stuðnings Donalds Trump. Undirskriftalistinn snýr að því að lýsa yfir stuðningi við ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna um málfrelsi og skotvopnaeign. Á vef aðgerðanefndarinnar segir að kjósendur í Pennsylvaníu, Georgíu, Nevada, Arizona, Michigan, Wisconsin og Norður-Karólínu eigi rétt á því að taka þátt. Þetta eru þau sjö ríki sem talið er að muni ráða úrslitum í forsetakosningunum þann 5. nóvember. Sjá einnig: Sér ekki á svörtu hjá „hinum útvalda“ Kjósendur sem skrifa undir eiga einnig rétt á 47 dölum í verðlaun fyrir hvern nýjan kjósenda sem þau fá til að skrifa einnig undir. Í Pennsylvaníu, sem þykir sérstaklega mikilvægt ríki í þessum kosningum, eiga rétt á hundrað dölum í stað 47. Musk gaf fyrstu milljón dala ávísunina á laugardaginn og aðra í gær. Sjá einnig: Bar fram samsæriskenningar á fyrsta kosningafundinum Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu og fyrrverandi ríkissaksóknari, sagði í viðtali í gær að hann hefði áhyggjur af þessu útspili Musks, sem þegar hefur varið að minnsta kosti tíu milljörðum króna til stuðnings Trumps. Shapiro, sem er Demókrati, sagði Musk hafa rétt á skoðunum sínum en óljóst væri hvort þetta væri löglegt og það þyrfti að rannsaka málið. Hann neitaði að segja berum orðum hvort hann teldi útspil Musks ólöglegt. WATCH: Every day until Election Day, Elon Musk says he’ll give $1M to a voter who has signed his super PAC’s petition “in favor of free speech and the right to bear arms.”@JoshShapiroPA: “That is deeply concerning. ... It's something that law enforcement could take a look at." pic.twitter.com/2mZY1b5YaL— Meet the Press (@MeetThePress) October 20, 2024 Fleiri hafa lýst yfir efasemdum um að happdrætti Musks sé löglegt. Einn sérfræðingur í lögum um kosningum sem Washington Post ræddi við sagði ólöglegt að gefa fólki peninga fyrir atkvæði eða fyrir það að þau skráðu sig sem kjósendur. Fleiri hafa tekið undir það að um ólöglegt athæfi sé að ræða. Annar sérfræðingur sagði í samtali við AP fréttaveituna að það að skilgreina þátttöku við skráða kjósendur væri líklega brot á lögum. Það væri ekki beint verið að greiða fólki peninga fyrir að kjósa en þetta færri ansi nærri því.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Elon Musk Tengdar fréttir Mætti á Fox í gær og á í viðræðum um viðtal við Rogan Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, var til viðtals á Fox News í gær og sitt sýnist hverjum um hvernig hún stóð sig. 17. október 2024 10:41 Kosningafundur breyttist í undarlegt diskótek Kosningafundur Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Pennsylvaníu í gær breyttist í einhverskonar diskótek eftir að huga þurfti að tveimur áhorfendum í salnum. Í stað þess að svara spurningum úr sal, eins og til stóð, lét Trump spila tónlist í tæpar fjörutíu mínútur á meðan hann stóð á sviðinu og vaggaði sér. 15. október 2024 11:40 Leggur til að beita hernum gegn andstæðingum sínum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist mögulega vilja siga þjóðvarðliði ríkisins eða bandaríska hernum, gegn „innri óvinum“. Fólki sem hann lýsti um helgina sem „öfga-, vinstri geðsjúklingum“ en slíka orðræðu hefur hann ítrekað notað um pólitíska andstæðinga sína. 14. október 2024 14:01 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Sjá meira
Mætti á Fox í gær og á í viðræðum um viðtal við Rogan Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, var til viðtals á Fox News í gær og sitt sýnist hverjum um hvernig hún stóð sig. 17. október 2024 10:41
Kosningafundur breyttist í undarlegt diskótek Kosningafundur Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Pennsylvaníu í gær breyttist í einhverskonar diskótek eftir að huga þurfti að tveimur áhorfendum í salnum. Í stað þess að svara spurningum úr sal, eins og til stóð, lét Trump spila tónlist í tæpar fjörutíu mínútur á meðan hann stóð á sviðinu og vaggaði sér. 15. október 2024 11:40
Leggur til að beita hernum gegn andstæðingum sínum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist mögulega vilja siga þjóðvarðliði ríkisins eða bandaríska hernum, gegn „innri óvinum“. Fólki sem hann lýsti um helgina sem „öfga-, vinstri geðsjúklingum“ en slíka orðræðu hefur hann ítrekað notað um pólitíska andstæðinga sína. 14. október 2024 14:01