Fótboltinn þurfi að njóta vafans hjá Val: „Er mjólkurkýr félagsins“ Aron Guðmundsson skrifar 18. október 2024 08:03 Tími Barkar Edvardssonar í embætti formanns knattspyrnudeildar Vals er að líða undir lok. Tuttugu og eins árs farsælu samstarfi að ljúka. Vísir Eftir tuttugu og eins árs feril í embætti formanns knattspyrnudeildar Vals hefur Börkur Edvardsson ákveðið að láta staðar numið og mun hann ekki bjóða sig fram til formanns sé stjórnarsetu á komandi haustfundi félagsins. Börkur vill að byggt verði meira á fótboltanum hjá Val í framtíðinni. Honum leyft að njóta vafans. Fótboltinn sé mjólkurkýr félagsins. Komið að tímamótum hjá bæði Berki og knattspyrnudeild Vals. Mikið vatn runnið til sjávar frá því árið 2003, fjórtán stórir titlar unnist og umgjörð deildarinnar tekið stakkaskiptum. Það hafði blundað í Berki í tæp fimm ár að stíga til hliðar frá formannsembættinu sem er sjálfboðaliðastarf, það reyndist hins vegar erfitt. „Í einhverjum tilvikum hefur mér nánast verið bannað að hætta. Mér hefur runnið blóðið til skyldunnar og ekki viljað skilja eftir mig eitthvað sem er ekki nógu gott. Mér finnst rétti tímapunkturinn núna til þess að láta staðar numið. Reksturinn er í góðum málum. Þetta er orðið mjög umfangsmikið starf. Nánast ógjörningur að sinna þessu í sjálfboðaliðastarfi. Eftir tuttugu og eitt ár í þessu embætti geng ég mjög stoltur frá borði. Beinn í baki. Er með glæsta sögu, ég og mínir félagar sem hafa staðið með mér vaktina allan þennan tíma. Bæði í titlum talið og ekki síður í uppbyggingunni. Ég hef fengið að kynnast alveg ótrúlega flottu og góðu fólki, bæði í Val en einnig fyrir utan Val. Vini fyrir lífstíð. Er ánægður þegar að ég lít um öxl núna. Kveð mjög sáttur.“ Börkur skilur við rekstur knattspyrnudeildarinnar að eigin sögn í góðum málum þrátt fyrir að smávægilegt tap gæti orðið á rekstri knattspyrnudeildar Vals í næsta uppgjöri. Deildin á hins vegar inni áttatíu til hundrað milljónir hjá aðalstjórn félagsins í uppsöfnuðum hagnaði. Eigið fé deildarinnar er svo um 111 milljónir. Það er hins vegar mat Barkar eftir allan þennan tíma að það sé gífurlega erfitt að reka félag eins og Val. Félag með sex stór lið í boltagreinunum stóru. Handbolta, körfubolta og fótbolta sem öll vilja titla. „Þar af leiðandi þarftu bestu leikmennina, bestu þjálfarana og bestu umgjörðina. Þetta er rosalega kostnaðarsamt. Menn þurfa kannski í Val að fara stilla miðið upp á nýtt og aðlaga sig að því að þetta er nánast ógjörningur. Að leggja svona mikið í þessa sex meistaraflokka. Því að fótboltinn er mjólkurkýrin í stóru myndinni. Því það eru gríðarlegir peningar sem fylgja því Evrópusæti í fótbolta karla og kvenna, sem og að vinna titla þeim megin. Því miður er það ekki þannig í körfubolta og handbolta. Við þurfum svolítið að gæta að fótboltanum í Val. Ýta meira á og byggja meira undir hans. Leyfa honum að njóta vafans. Því þar eru stóru peningarnir og ef þeir nást þá munu þeir nýtast félaginu öllu. Eins og árangur fótboltans hefur gert.“ Viðtalið við Börk í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Einnig má hlusta á viðtalið í hlaðvarpsformi en neðar. Klippa: Börkur stígur stoltur frá borði hjá Val Íslenski boltinn Besta deild karla Besta deild kvenna Valur Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira
Komið að tímamótum hjá bæði Berki og knattspyrnudeild Vals. Mikið vatn runnið til sjávar frá því árið 2003, fjórtán stórir titlar unnist og umgjörð deildarinnar tekið stakkaskiptum. Það hafði blundað í Berki í tæp fimm ár að stíga til hliðar frá formannsembættinu sem er sjálfboðaliðastarf, það reyndist hins vegar erfitt. „Í einhverjum tilvikum hefur mér nánast verið bannað að hætta. Mér hefur runnið blóðið til skyldunnar og ekki viljað skilja eftir mig eitthvað sem er ekki nógu gott. Mér finnst rétti tímapunkturinn núna til þess að láta staðar numið. Reksturinn er í góðum málum. Þetta er orðið mjög umfangsmikið starf. Nánast ógjörningur að sinna þessu í sjálfboðaliðastarfi. Eftir tuttugu og eitt ár í þessu embætti geng ég mjög stoltur frá borði. Beinn í baki. Er með glæsta sögu, ég og mínir félagar sem hafa staðið með mér vaktina allan þennan tíma. Bæði í titlum talið og ekki síður í uppbyggingunni. Ég hef fengið að kynnast alveg ótrúlega flottu og góðu fólki, bæði í Val en einnig fyrir utan Val. Vini fyrir lífstíð. Er ánægður þegar að ég lít um öxl núna. Kveð mjög sáttur.“ Börkur skilur við rekstur knattspyrnudeildarinnar að eigin sögn í góðum málum þrátt fyrir að smávægilegt tap gæti orðið á rekstri knattspyrnudeildar Vals í næsta uppgjöri. Deildin á hins vegar inni áttatíu til hundrað milljónir hjá aðalstjórn félagsins í uppsöfnuðum hagnaði. Eigið fé deildarinnar er svo um 111 milljónir. Það er hins vegar mat Barkar eftir allan þennan tíma að það sé gífurlega erfitt að reka félag eins og Val. Félag með sex stór lið í boltagreinunum stóru. Handbolta, körfubolta og fótbolta sem öll vilja titla. „Þar af leiðandi þarftu bestu leikmennina, bestu þjálfarana og bestu umgjörðina. Þetta er rosalega kostnaðarsamt. Menn þurfa kannski í Val að fara stilla miðið upp á nýtt og aðlaga sig að því að þetta er nánast ógjörningur. Að leggja svona mikið í þessa sex meistaraflokka. Því að fótboltinn er mjólkurkýrin í stóru myndinni. Því það eru gríðarlegir peningar sem fylgja því Evrópusæti í fótbolta karla og kvenna, sem og að vinna titla þeim megin. Því miður er það ekki þannig í körfubolta og handbolta. Við þurfum svolítið að gæta að fótboltanum í Val. Ýta meira á og byggja meira undir hans. Leyfa honum að njóta vafans. Því þar eru stóru peningarnir og ef þeir nást þá munu þeir nýtast félaginu öllu. Eins og árangur fótboltans hefur gert.“ Viðtalið við Börk í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Einnig má hlusta á viðtalið í hlaðvarpsformi en neðar. Klippa: Börkur stígur stoltur frá borði hjá Val
Íslenski boltinn Besta deild karla Besta deild kvenna Valur Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira