Leiðtogi Hamas „líklega“ felldur Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2024 13:31 Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas, er talinn hafa verið felldur í skotbardaga á Gasaströndinni í morgun. Getty/Yousef Masoud Forsvarsmenn ísraelska hersins segja líklegt að Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas-samtakanna, hafi verið felldur í átökum á Gasaströndinni . Hermenn eru sagðir hafa séð Sinwar og aðra menn á förnum vegi í Rafah á sunnaverðri Gasaströndinni og kallað eftir loftárás á byggingu sem þeir voru í. Verið er að skoða lífsýni úr manni sem felldur var í árásinni en myndir sem birtar hafa verið á samfélagsmiðlum renna sterkum stoðum undir þær kenningar að þar sé um Sinwar að ræða. Þá mun mikið af seðlum og fölsuðum vegabréfum hafa fundist í fórum mannsins. Lífsýnagreining mun að öllum líkindum taka nokkrar klukkustundir en heimildarmenn fjölmiðla í Ísrael segja „mjög líklegt“ að um Sinwar sé að ræða. Einhverjir miðlar hafa eftir embættismönnum að dauði Sinwar sé þegar staðfestur. Yfirvöld í Ísrael eiga bæði lífsýni og fingraför Sinwar á skrá frá því hann sat í fangelsi í Ísrael á árum áður. Ísraelskir hermenn að skoða meint lík Sinwar í morgun. Sáu Sinwar á götum Gasa Times of Israel segir hermenn hafa séð vopnaða menn ganga inn í byggingu í Rafah á Gasaströndinni í gærkvöldi og í kjölfarið hafi þeir beðið um loftárás eða skot úr skriðdreka á húsið. Það hafi ekki verið fyrr en að þeir skoðuðu rústirnar í morgun að þeir fundu lík manns sem líktist Sinwar. Maðurinn var í skotheldu vesti og með handsprengjur. Miðillinn segir að enn sé ekki búið að staðfesta að um Sinwar sé að ræða. Lík hans hefur ekki verið flutt til Ísrael vegna þess hve margar sprengjur og gildrur megi finna á á svæðinu sem um ræðir. Fregnir bárust af því á dögunum að ísraelskir hermenn hafa notað óbreytta palestínska borgara til að kanna byggingar og göng þar sem hermenn óttast að finna megi sprengjur og gildrur. Sjá einnig: Nota óbreytta Palestínumenn til að leita að sprengjum og gildrum Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, birti í dag tíst þar sem hann sagði að allir hryðjuverkamenn yrðu elltir uppi og felldir og vitnaði hann í biblíuna: „Og þér skuluð elta óvini yðar, og frammi fyrir yður skulu þeir fyrir sverði hníga.“ Með tilvitnunni birti hann mynd af tveimur öðrum háttsettum óvinum Ísrael sem hafa verið felldir. Annar þeirra er Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah í Líbanon. Maðurinn til hægri er Mohammed Deif, sem leiddi Qassam-sveitir Hamas. Milli þeirra er svo tómur rammi. ״וּרְדַפְתֶּ֖ם אֶת־אֹיְבֵיכֶ֑ם וְנָפְל֥וּ לִפְנֵיכֶ֖ם לֶחָֽרֶב.״ויקרא כ״ונגיע לכל מחבל - ונחסל אותו. pic.twitter.com/dpDHviATyN— יואב גלנט - Yoav Gallant (@yoavgallant) October 17, 2024 Engir gíslar fundust í byggingunni sem mennirnir sáust í en lengi hefur verið talið að Sinwar væri sífellt í kringum gísla til að forðast það að vera felldur í loftárás. Samtök fjölskyldna gísla sem enn eru í haldi Hamas hafa þegar kallað eftir því að tækifærið verði notað til að binda enda á átökin og semja um lausn gíslanna. Tók stjórn á öllum samtökunum í sumar Hamas-samtökin hafa ekkert sagt um málið á samfélagsmiðlum enn. Sinwar, sem var 62 ára gamall, hafði leitt Hamas frá árinu 2017 en hann gekk til liðs við samtökin á níunda áratug síðustu aldar. Hann er talinn hafa verið aðalskipuleggjandi árásarinnar á Ísraeli þann 7. október í fyrra. Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas, var ráðinn af dögum í Íran í sumar. Hann dó í sprengjuárás og hafa fregnir borist af því að sprengjunni sem banaði honum hafi verið smyglað inn í svefnherbergi hússins sem hann gisti í í Tehran, höfuðborg Íran. Sprengjan var svo sprengd með fjarstýringu þegar staðfest var að hann var í herberginu, samkvæmt heimildarmönnum New York Times. Þegar Haniyeh dó tók Sinwar einnig við stjórn pólitísks arms Hamas-samtakanna og leiddi þar með öll samtökin eins og þau leggja sig. Fréttin hefur verið uppfærð. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Sjá meira
Verið er að skoða lífsýni úr manni sem felldur var í árásinni en myndir sem birtar hafa verið á samfélagsmiðlum renna sterkum stoðum undir þær kenningar að þar sé um Sinwar að ræða. Þá mun mikið af seðlum og fölsuðum vegabréfum hafa fundist í fórum mannsins. Lífsýnagreining mun að öllum líkindum taka nokkrar klukkustundir en heimildarmenn fjölmiðla í Ísrael segja „mjög líklegt“ að um Sinwar sé að ræða. Einhverjir miðlar hafa eftir embættismönnum að dauði Sinwar sé þegar staðfestur. Yfirvöld í Ísrael eiga bæði lífsýni og fingraför Sinwar á skrá frá því hann sat í fangelsi í Ísrael á árum áður. Ísraelskir hermenn að skoða meint lík Sinwar í morgun. Sáu Sinwar á götum Gasa Times of Israel segir hermenn hafa séð vopnaða menn ganga inn í byggingu í Rafah á Gasaströndinni í gærkvöldi og í kjölfarið hafi þeir beðið um loftárás eða skot úr skriðdreka á húsið. Það hafi ekki verið fyrr en að þeir skoðuðu rústirnar í morgun að þeir fundu lík manns sem líktist Sinwar. Maðurinn var í skotheldu vesti og með handsprengjur. Miðillinn segir að enn sé ekki búið að staðfesta að um Sinwar sé að ræða. Lík hans hefur ekki verið flutt til Ísrael vegna þess hve margar sprengjur og gildrur megi finna á á svæðinu sem um ræðir. Fregnir bárust af því á dögunum að ísraelskir hermenn hafa notað óbreytta palestínska borgara til að kanna byggingar og göng þar sem hermenn óttast að finna megi sprengjur og gildrur. Sjá einnig: Nota óbreytta Palestínumenn til að leita að sprengjum og gildrum Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, birti í dag tíst þar sem hann sagði að allir hryðjuverkamenn yrðu elltir uppi og felldir og vitnaði hann í biblíuna: „Og þér skuluð elta óvini yðar, og frammi fyrir yður skulu þeir fyrir sverði hníga.“ Með tilvitnunni birti hann mynd af tveimur öðrum háttsettum óvinum Ísrael sem hafa verið felldir. Annar þeirra er Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah í Líbanon. Maðurinn til hægri er Mohammed Deif, sem leiddi Qassam-sveitir Hamas. Milli þeirra er svo tómur rammi. ״וּרְדַפְתֶּ֖ם אֶת־אֹיְבֵיכֶ֑ם וְנָפְל֥וּ לִפְנֵיכֶ֖ם לֶחָֽרֶב.״ויקרא כ״ונגיע לכל מחבל - ונחסל אותו. pic.twitter.com/dpDHviATyN— יואב גלנט - Yoav Gallant (@yoavgallant) October 17, 2024 Engir gíslar fundust í byggingunni sem mennirnir sáust í en lengi hefur verið talið að Sinwar væri sífellt í kringum gísla til að forðast það að vera felldur í loftárás. Samtök fjölskyldna gísla sem enn eru í haldi Hamas hafa þegar kallað eftir því að tækifærið verði notað til að binda enda á átökin og semja um lausn gíslanna. Tók stjórn á öllum samtökunum í sumar Hamas-samtökin hafa ekkert sagt um málið á samfélagsmiðlum enn. Sinwar, sem var 62 ára gamall, hafði leitt Hamas frá árinu 2017 en hann gekk til liðs við samtökin á níunda áratug síðustu aldar. Hann er talinn hafa verið aðalskipuleggjandi árásarinnar á Ísraeli þann 7. október í fyrra. Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas, var ráðinn af dögum í Íran í sumar. Hann dó í sprengjuárás og hafa fregnir borist af því að sprengjunni sem banaði honum hafi verið smyglað inn í svefnherbergi hússins sem hann gisti í í Tehran, höfuðborg Íran. Sprengjan var svo sprengd með fjarstýringu þegar staðfest var að hann var í herberginu, samkvæmt heimildarmönnum New York Times. Þegar Haniyeh dó tók Sinwar einnig við stjórn pólitísks arms Hamas-samtakanna og leiddi þar með öll samtökin eins og þau leggja sig. Fréttin hefur verið uppfærð.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Sjá meira