Leiðtogi Hamas „líklega“ felldur Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2024 13:31 Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas, er talinn hafa verið felldur í skotbardaga á Gasaströndinni í morgun. Getty/Yousef Masoud Forsvarsmenn ísraelska hersins segja líklegt að Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas-samtakanna, hafi verið felldur í átökum á Gasaströndinni . Hermenn eru sagðir hafa séð Sinwar og aðra menn á förnum vegi í Rafah á sunnaverðri Gasaströndinni og kallað eftir loftárás á byggingu sem þeir voru í. Verið er að skoða lífsýni úr manni sem felldur var í árásinni en myndir sem birtar hafa verið á samfélagsmiðlum renna sterkum stoðum undir þær kenningar að þar sé um Sinwar að ræða. Þá mun mikið af seðlum og fölsuðum vegabréfum hafa fundist í fórum mannsins. Lífsýnagreining mun að öllum líkindum taka nokkrar klukkustundir en heimildarmenn fjölmiðla í Ísrael segja „mjög líklegt“ að um Sinwar sé að ræða. Einhverjir miðlar hafa eftir embættismönnum að dauði Sinwar sé þegar staðfestur. Yfirvöld í Ísrael eiga bæði lífsýni og fingraför Sinwar á skrá frá því hann sat í fangelsi í Ísrael á árum áður. Ísraelskir hermenn að skoða meint lík Sinwar í morgun. Sáu Sinwar á götum Gasa Times of Israel segir hermenn hafa séð vopnaða menn ganga inn í byggingu í Rafah á Gasaströndinni í gærkvöldi og í kjölfarið hafi þeir beðið um loftárás eða skot úr skriðdreka á húsið. Það hafi ekki verið fyrr en að þeir skoðuðu rústirnar í morgun að þeir fundu lík manns sem líktist Sinwar. Maðurinn var í skotheldu vesti og með handsprengjur. Miðillinn segir að enn sé ekki búið að staðfesta að um Sinwar sé að ræða. Lík hans hefur ekki verið flutt til Ísrael vegna þess hve margar sprengjur og gildrur megi finna á á svæðinu sem um ræðir. Fregnir bárust af því á dögunum að ísraelskir hermenn hafa notað óbreytta palestínska borgara til að kanna byggingar og göng þar sem hermenn óttast að finna megi sprengjur og gildrur. Sjá einnig: Nota óbreytta Palestínumenn til að leita að sprengjum og gildrum Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, birti í dag tíst þar sem hann sagði að allir hryðjuverkamenn yrðu elltir uppi og felldir og vitnaði hann í biblíuna: „Og þér skuluð elta óvini yðar, og frammi fyrir yður skulu þeir fyrir sverði hníga.“ Með tilvitnunni birti hann mynd af tveimur öðrum háttsettum óvinum Ísrael sem hafa verið felldir. Annar þeirra er Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah í Líbanon. Maðurinn til hægri er Mohammed Deif, sem leiddi Qassam-sveitir Hamas. Milli þeirra er svo tómur rammi. ״וּרְדַפְתֶּ֖ם אֶת־אֹיְבֵיכֶ֑ם וְנָפְל֥וּ לִפְנֵיכֶ֖ם לֶחָֽרֶב.״ויקרא כ״ונגיע לכל מחבל - ונחסל אותו. pic.twitter.com/dpDHviATyN— יואב גלנט - Yoav Gallant (@yoavgallant) October 17, 2024 Engir gíslar fundust í byggingunni sem mennirnir sáust í en lengi hefur verið talið að Sinwar væri sífellt í kringum gísla til að forðast það að vera felldur í loftárás. Samtök fjölskyldna gísla sem enn eru í haldi Hamas hafa þegar kallað eftir því að tækifærið verði notað til að binda enda á átökin og semja um lausn gíslanna. Tók stjórn á öllum samtökunum í sumar Hamas-samtökin hafa ekkert sagt um málið á samfélagsmiðlum enn. Sinwar, sem var 62 ára gamall, hafði leitt Hamas frá árinu 2017 en hann gekk til liðs við samtökin á níunda áratug síðustu aldar. Hann er talinn hafa verið aðalskipuleggjandi árásarinnar á Ísraeli þann 7. október í fyrra. Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas, var ráðinn af dögum í Íran í sumar. Hann dó í sprengjuárás og hafa fregnir borist af því að sprengjunni sem banaði honum hafi verið smyglað inn í svefnherbergi hússins sem hann gisti í í Tehran, höfuðborg Íran. Sprengjan var svo sprengd með fjarstýringu þegar staðfest var að hann var í herberginu, samkvæmt heimildarmönnum New York Times. Þegar Haniyeh dó tók Sinwar einnig við stjórn pólitísks arms Hamas-samtakanna og leiddi þar með öll samtökin eins og þau leggja sig. Fréttin hefur verið uppfærð. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Verið er að skoða lífsýni úr manni sem felldur var í árásinni en myndir sem birtar hafa verið á samfélagsmiðlum renna sterkum stoðum undir þær kenningar að þar sé um Sinwar að ræða. Þá mun mikið af seðlum og fölsuðum vegabréfum hafa fundist í fórum mannsins. Lífsýnagreining mun að öllum líkindum taka nokkrar klukkustundir en heimildarmenn fjölmiðla í Ísrael segja „mjög líklegt“ að um Sinwar sé að ræða. Einhverjir miðlar hafa eftir embættismönnum að dauði Sinwar sé þegar staðfestur. Yfirvöld í Ísrael eiga bæði lífsýni og fingraför Sinwar á skrá frá því hann sat í fangelsi í Ísrael á árum áður. Ísraelskir hermenn að skoða meint lík Sinwar í morgun. Sáu Sinwar á götum Gasa Times of Israel segir hermenn hafa séð vopnaða menn ganga inn í byggingu í Rafah á Gasaströndinni í gærkvöldi og í kjölfarið hafi þeir beðið um loftárás eða skot úr skriðdreka á húsið. Það hafi ekki verið fyrr en að þeir skoðuðu rústirnar í morgun að þeir fundu lík manns sem líktist Sinwar. Maðurinn var í skotheldu vesti og með handsprengjur. Miðillinn segir að enn sé ekki búið að staðfesta að um Sinwar sé að ræða. Lík hans hefur ekki verið flutt til Ísrael vegna þess hve margar sprengjur og gildrur megi finna á á svæðinu sem um ræðir. Fregnir bárust af því á dögunum að ísraelskir hermenn hafa notað óbreytta palestínska borgara til að kanna byggingar og göng þar sem hermenn óttast að finna megi sprengjur og gildrur. Sjá einnig: Nota óbreytta Palestínumenn til að leita að sprengjum og gildrum Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, birti í dag tíst þar sem hann sagði að allir hryðjuverkamenn yrðu elltir uppi og felldir og vitnaði hann í biblíuna: „Og þér skuluð elta óvini yðar, og frammi fyrir yður skulu þeir fyrir sverði hníga.“ Með tilvitnunni birti hann mynd af tveimur öðrum háttsettum óvinum Ísrael sem hafa verið felldir. Annar þeirra er Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah í Líbanon. Maðurinn til hægri er Mohammed Deif, sem leiddi Qassam-sveitir Hamas. Milli þeirra er svo tómur rammi. ״וּרְדַפְתֶּ֖ם אֶת־אֹיְבֵיכֶ֑ם וְנָפְל֥וּ לִפְנֵיכֶ֖ם לֶחָֽרֶב.״ויקרא כ״ונגיע לכל מחבל - ונחסל אותו. pic.twitter.com/dpDHviATyN— יואב גלנט - Yoav Gallant (@yoavgallant) October 17, 2024 Engir gíslar fundust í byggingunni sem mennirnir sáust í en lengi hefur verið talið að Sinwar væri sífellt í kringum gísla til að forðast það að vera felldur í loftárás. Samtök fjölskyldna gísla sem enn eru í haldi Hamas hafa þegar kallað eftir því að tækifærið verði notað til að binda enda á átökin og semja um lausn gíslanna. Tók stjórn á öllum samtökunum í sumar Hamas-samtökin hafa ekkert sagt um málið á samfélagsmiðlum enn. Sinwar, sem var 62 ára gamall, hafði leitt Hamas frá árinu 2017 en hann gekk til liðs við samtökin á níunda áratug síðustu aldar. Hann er talinn hafa verið aðalskipuleggjandi árásarinnar á Ísraeli þann 7. október í fyrra. Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas, var ráðinn af dögum í Íran í sumar. Hann dó í sprengjuárás og hafa fregnir borist af því að sprengjunni sem banaði honum hafi verið smyglað inn í svefnherbergi hússins sem hann gisti í í Tehran, höfuðborg Íran. Sprengjan var svo sprengd með fjarstýringu þegar staðfest var að hann var í herberginu, samkvæmt heimildarmönnum New York Times. Þegar Haniyeh dó tók Sinwar einnig við stjórn pólitísks arms Hamas-samtakanna og leiddi þar með öll samtökin eins og þau leggja sig. Fréttin hefur verið uppfærð.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira