Banna Ítölum að finna staðgöngumæður erlendis Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2024 08:46 Kona hjólar fram hjá veggmynd af Giorgiu Meloni forsætisráðherra og Elly Schlein, leiðtoga Lýðræðisflokksins í Mílanó. Þær eru á öndverðum meiði um staðgöngumæðrun.Utan á Schlein stendur „Mitt leg, mitt val“ en á Meloni „ekki til leigu“. Vísir/EPA Ítalska þingið samþykkti bann við því að fólk leiti eftir staðgöngumæðrun erlendis í gær. Andstæðingar ríkisstjórnar Giorgiu Meloni forsætisráðherra segja lögunum beint að samkynja pörum. Allt að tveggja ára fangelsi lá þegar við því að Ítalír færu erlendis til þess að eignast barn með staðgöngumæðrun. Nýju lögin gera það einnig ólöglegt að sækja staðgöngumæðrun til landa eins og Bandaríkjanna og Kanada þar sem hún er lögleg. Bannið hefur verið sérstakt áhugamál Meloni forsætisráðherra sem hefur sett íhaldssömu fjölskyldugildi á stefnuskrána. Stjórn hennar hefur gert hinsegin foreldrum erfiðara um vik að verða foreldrar. Hún lýsti staðgöngumæðrun sem „ómannúðlegri“ fyrr á þessu ári. Á sama tíma fer fæðingartíðni á Ítalíu þó hnignandi. Hún hefur aldrei verið lægri en í fyrra og hefur farið lækkandi fimmtán ár í röð, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bannið við staðgöngumæðrun var samþykkt með 84 atkvæðum gegn 58 í öldungadeild ítalska þingsins.Vísir/EPA Franco Grillini, baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks, sagði nýju lögin ómanneskjuleg á mótmælum fyrir utan ítalska þingið á þriðjudag. „Ef einhver eignast barn ætti hann að fá heiðursorðu. Hér ert þú sendur í fangelsi í staðinn, ef þú eignast ekki börn á hefðbundinn hátt,“ sagði Grillini. Samtök hinsegin foreldra segja að 90 prósent þeirra sem eignist börn með staðgöngumæðrun í landinu séu gagnkynhneigðir foreldrar sem geri það að mestu á laun. Bannið muni því fyrst og fremst hafa áhrif á samkynja pör sem geti ekki dulið því. Ítalía Börn og uppeldi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Allt að tveggja ára fangelsi lá þegar við því að Ítalír færu erlendis til þess að eignast barn með staðgöngumæðrun. Nýju lögin gera það einnig ólöglegt að sækja staðgöngumæðrun til landa eins og Bandaríkjanna og Kanada þar sem hún er lögleg. Bannið hefur verið sérstakt áhugamál Meloni forsætisráðherra sem hefur sett íhaldssömu fjölskyldugildi á stefnuskrána. Stjórn hennar hefur gert hinsegin foreldrum erfiðara um vik að verða foreldrar. Hún lýsti staðgöngumæðrun sem „ómannúðlegri“ fyrr á þessu ári. Á sama tíma fer fæðingartíðni á Ítalíu þó hnignandi. Hún hefur aldrei verið lægri en í fyrra og hefur farið lækkandi fimmtán ár í röð, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bannið við staðgöngumæðrun var samþykkt með 84 atkvæðum gegn 58 í öldungadeild ítalska þingsins.Vísir/EPA Franco Grillini, baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks, sagði nýju lögin ómanneskjuleg á mótmælum fyrir utan ítalska þingið á þriðjudag. „Ef einhver eignast barn ætti hann að fá heiðursorðu. Hér ert þú sendur í fangelsi í staðinn, ef þú eignast ekki börn á hefðbundinn hátt,“ sagði Grillini. Samtök hinsegin foreldra segja að 90 prósent þeirra sem eignist börn með staðgöngumæðrun í landinu séu gagnkynhneigðir foreldrar sem geri það að mestu á laun. Bannið muni því fyrst og fremst hafa áhrif á samkynja pör sem geti ekki dulið því.
Ítalía Börn og uppeldi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira