Skotárás við ísraelskt fyrirtæki í Gautaborg Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2024 10:17 Lögreglumenn með sprengueyðingarvélmenni við fyrirtækið Elbit Systems í Gautaborg þar sem skotárás var gerð í morgun. Vísir/EPA Unglingspiltur er í haldi sænsku lögreglunnar, grunaður um tilraun til manndráps og alvarlegt vopnalagabrot, eftir að skotum var hleypt af við ísraelska hergagnaverksmiðju í Gautaborg í morgun. Mikill lögregluviðbúnaður var vegna skotárásarinnar en engan sakaði. Árásin átti sér stað við fyrirtækið Elbit Systems í Kallebäck í Gautaborg. Það er sænskt dótturfélag ísraelska hergagnaframleiðandans Elbit Systems. Talsmaður lögreglunnar segir að nokkrar sveitir lögreglumanna og þyrlur hafi verið sendar á staðinn þegar tilkynning barst um skotárás. Sá handtekni er yngri en fimmtán ára, að sögn sænska ríkisútvarpsins. Staðarblaðið Gautaborgarpósturinn segir að sá sem var handtekinn sé þrettán ára gamall piltur. Lögreglan segir að ekki séu fleiri grunaðir um aðild að árásinni að svo stöddu. Tilkynningar bárust einnig um mögulegar sprengingar við fyrirtækið en lögreglan segir það ekki rétt. Ekki sé þó hægt að útiloka að kanna þurfi tortryggilega hluti á svæðinu. Sprengjusveit lögreglunnar hefur sést á svæðinu. Elbit Systems sér Ísraelsher meðal annars fyrir ýmis konar hergögnum. Dótturfélagið í Svíþjóð er með samninga við sænska herinn um framleiðslu á ýmis konar búnaði, meðal annars fjarskiptakerfum. Mótmælt hefur verið fyrir utan fyrirtækið og skemmdarverk unnin. Í sumar var sprengju komið fyrir við inngang fyrirtækisins. Sérfræðingur sænska ríkisútvarpsins í öryggismálum segir að herferðin gegn Elbit tengist óánægju með hernað Ísraela í Miðausturlöndum. Ekki sé ljóst hvort að uppákoman í dag tengist því. Hann veltir upp möguleikanum á að írönsk stjórnvöld standi að baki árásum sem þessari á ísraelsk fyrirtæki. Nokkrar uppákomur hafa orðið við ísraelskar stofnanir á Norðurlöndunum síðustu daga og vikur. Þrír ungir Svíar voru handteknir eftir sprengingar við ísraelska sendiráðið í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Degi áður var skotum hleypt af við ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi. Fréttin verður uppfærð. Svíþjóð Ísrael Erlend sakamál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Sjá meira
Árásin átti sér stað við fyrirtækið Elbit Systems í Kallebäck í Gautaborg. Það er sænskt dótturfélag ísraelska hergagnaframleiðandans Elbit Systems. Talsmaður lögreglunnar segir að nokkrar sveitir lögreglumanna og þyrlur hafi verið sendar á staðinn þegar tilkynning barst um skotárás. Sá handtekni er yngri en fimmtán ára, að sögn sænska ríkisútvarpsins. Staðarblaðið Gautaborgarpósturinn segir að sá sem var handtekinn sé þrettán ára gamall piltur. Lögreglan segir að ekki séu fleiri grunaðir um aðild að árásinni að svo stöddu. Tilkynningar bárust einnig um mögulegar sprengingar við fyrirtækið en lögreglan segir það ekki rétt. Ekki sé þó hægt að útiloka að kanna þurfi tortryggilega hluti á svæðinu. Sprengjusveit lögreglunnar hefur sést á svæðinu. Elbit Systems sér Ísraelsher meðal annars fyrir ýmis konar hergögnum. Dótturfélagið í Svíþjóð er með samninga við sænska herinn um framleiðslu á ýmis konar búnaði, meðal annars fjarskiptakerfum. Mótmælt hefur verið fyrir utan fyrirtækið og skemmdarverk unnin. Í sumar var sprengju komið fyrir við inngang fyrirtækisins. Sérfræðingur sænska ríkisútvarpsins í öryggismálum segir að herferðin gegn Elbit tengist óánægju með hernað Ísraela í Miðausturlöndum. Ekki sé ljóst hvort að uppákoman í dag tengist því. Hann veltir upp möguleikanum á að írönsk stjórnvöld standi að baki árásum sem þessari á ísraelsk fyrirtæki. Nokkrar uppákomur hafa orðið við ísraelskar stofnanir á Norðurlöndunum síðustu daga og vikur. Þrír ungir Svíar voru handteknir eftir sprengingar við ísraelska sendiráðið í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Degi áður var skotum hleypt af við ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi. Fréttin verður uppfærð.
Svíþjóð Ísrael Erlend sakamál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Sjá meira