Stóð af sér vantrauststillögu Atli Ísleifsson skrifar 9. október 2024 13:56 Michel Barnier var skipaður forsætisráðherra Frakklands í sumar. AP Vantrauststillaga franskra þingmanna á hendur Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, var felld á þinginu í gær. Emmanuel Macron Frakklandsforseti skipaði Barnier forsætisráðherra í sumar en fyrir liggur að meirihlutastuðningur við Barnier er afar viðkvæmur á þinginu. Það voru þingmenn vinstriflokksins NFP sem lögðu fram vantrauststillöguna sem naut einnig stuðnings þingmanna Sósíalistaflokksins, þar með talið formannsins Olivier Faure. Alls hefði þurft 289 þingmenn til að greiða atkvæði með tillögunni þannig að hún myndi ná fram að ganga. Þó fór svo að einungis 197 þingmenn studdu tillöguna. „Nú veit franska þjóðin hverjir eru í meirihluta og hverjir eru í stjórnarandstöðu,“ sagði Faure sem sakaði Barnier jafnframt um að vera „samverkamaður hægriöfgaafla“. Þingmenn hægriöfgaflokksins Þjóðfylkingarinnar, flokks Marine Le Pen, sátu hjá í atkvæðagreiðslunni, og sagðist Le Pen vilja gefa stjórninni tækifæri um stundarsakir. Naumur meirihluti er fyrir ríkisstjórn Barnier, en það eru þingmenn jafnt af hægri- og vinstri vængnum og á miðju stjórnmálanna sem verja hana vantrausti. Þingmenn NFP ákváðu að leggja fram vantrauststillöguna vegna óánægju sinnar með Macron og ákvörðun hans að skipa ekki forsætisráðherra af vinstri vængnum eftir þingkosningarnar í sumar þar sem vinstrisinnar náðu góðum árangri. Enginn fylking náði þó hreinum meirihluta á þinginu. Macron ákvað að skipa reynsluboltann Barnier sem nýjan forsætisráðherra eftir kosningarnar en flestir í ríkisstjórn hans eru úr röðum hægriflokks Repúblikana og miðjuhreyfingu Macrons. Barnier var á sínum tíma aðalsamningamaður Evrópusambandsins í viðræðum um skilmála útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Ríkisstjórn mynduð í Frakklandi Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur skipað nýja ríkisstjórn undir forystu forsætisráðherrans Michel Barnier. Hann tók við embætti forsætisráðherra fyrir tveimur vikum en stjórnarkreppa hefur verið í landinu frá því að gengið var til kosninga í sumar. 21. september 2024 22:01 Reiði vegna útnefningar nýs forsætisráðherra Þúsundir mótmæltu í dag ákvörðun Emmanuel Macron Frakklandsforseta um að útnefna hægrimanninn Michel Barnier sem forsætisráðherra þjóðarinnar. 7. september 2024 18:08 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Það voru þingmenn vinstriflokksins NFP sem lögðu fram vantrauststillöguna sem naut einnig stuðnings þingmanna Sósíalistaflokksins, þar með talið formannsins Olivier Faure. Alls hefði þurft 289 þingmenn til að greiða atkvæði með tillögunni þannig að hún myndi ná fram að ganga. Þó fór svo að einungis 197 þingmenn studdu tillöguna. „Nú veit franska þjóðin hverjir eru í meirihluta og hverjir eru í stjórnarandstöðu,“ sagði Faure sem sakaði Barnier jafnframt um að vera „samverkamaður hægriöfgaafla“. Þingmenn hægriöfgaflokksins Þjóðfylkingarinnar, flokks Marine Le Pen, sátu hjá í atkvæðagreiðslunni, og sagðist Le Pen vilja gefa stjórninni tækifæri um stundarsakir. Naumur meirihluti er fyrir ríkisstjórn Barnier, en það eru þingmenn jafnt af hægri- og vinstri vængnum og á miðju stjórnmálanna sem verja hana vantrausti. Þingmenn NFP ákváðu að leggja fram vantrauststillöguna vegna óánægju sinnar með Macron og ákvörðun hans að skipa ekki forsætisráðherra af vinstri vængnum eftir þingkosningarnar í sumar þar sem vinstrisinnar náðu góðum árangri. Enginn fylking náði þó hreinum meirihluta á þinginu. Macron ákvað að skipa reynsluboltann Barnier sem nýjan forsætisráðherra eftir kosningarnar en flestir í ríkisstjórn hans eru úr röðum hægriflokks Repúblikana og miðjuhreyfingu Macrons. Barnier var á sínum tíma aðalsamningamaður Evrópusambandsins í viðræðum um skilmála útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Ríkisstjórn mynduð í Frakklandi Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur skipað nýja ríkisstjórn undir forystu forsætisráðherrans Michel Barnier. Hann tók við embætti forsætisráðherra fyrir tveimur vikum en stjórnarkreppa hefur verið í landinu frá því að gengið var til kosninga í sumar. 21. september 2024 22:01 Reiði vegna útnefningar nýs forsætisráðherra Þúsundir mótmæltu í dag ákvörðun Emmanuel Macron Frakklandsforseta um að útnefna hægrimanninn Michel Barnier sem forsætisráðherra þjóðarinnar. 7. september 2024 18:08 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Ríkisstjórn mynduð í Frakklandi Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur skipað nýja ríkisstjórn undir forystu forsætisráðherrans Michel Barnier. Hann tók við embætti forsætisráðherra fyrir tveimur vikum en stjórnarkreppa hefur verið í landinu frá því að gengið var til kosninga í sumar. 21. september 2024 22:01
Reiði vegna útnefningar nýs forsætisráðherra Þúsundir mótmæltu í dag ákvörðun Emmanuel Macron Frakklandsforseta um að útnefna hægrimanninn Michel Barnier sem forsætisráðherra þjóðarinnar. 7. september 2024 18:08