Man City og enska úrvalsdeildin segjast bæði hafa borið sigur úr býtum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. október 2024 07:02 Etihad-völlurinn er heimavöllur Manchester City. Hann heitir eftir flugfélaginu Etihad. MI News/Getty Images Englandsmeistarar Manchester City sem og forráðamenn ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu þykjast hafa haft betur í máli félagsins gegn deildinni er kemur að auglýsingatekjum. Ekki er um að ræða mál tengt 115 ákærunum á hendur Man City. Félagið kvartaði vegna tveggja hluta af APT-regluverki ensku úrvalsdeildarinnar. Regluverkið snýr að því að félög geti ekki gert óraunhæfa auglýsingsamninga við fyrirtæki í eigu eiganda sinna. Þannig skal hver samningur vera innan raunhæfra marka svo eigendurnir geti ekki dælt inn fjármagni í félag sitt í gegnum auglýsingasamninga og þannig komist framhjá FFP- og PSR-fjárhagsreglum. Í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, segir að dómstóll hafi dæmt Man City í hag í málinu en enska úrvalsdeildin hrósar engu að síður sigri. Sky Sports greinir frá því að Man City hafi unnið málið og að félög deildarinnar muni funda vegna niðurstöðu dómsins í næstu viku. BREAKING: Manchester City have won their legal challenge against the Premier League's Associated Party Transactions (APT) rules 🚨 pic.twitter.com/3UoTMaALKI— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 7, 2024 Yfirlýsing ensku úrvalsdeildarinnar er á þá vegu að Man City hafi viljað umturna regluverkinu frá A til Ö en niðurstaðan sé sú að aðeins sé um að ræða lagfæringu á undirgreinum í annars flóknu regluverki. Sömuleiðis segir í yfirlýsingu deildarinnar að dómstóllinn hafi hafnað þeim rökum að APT-regluverkið mismunaði félögum þar sem rekja mætti eignarhald til Persaflóa. Englandsmeistararnir eru í eigu City Football Group ásamt fleiri liðum. Bakhjarl CFG er svo furstadæmið Abú Dabí en það er stærst af þeim sjö furstadæmum sem mynda Sameinuðu arabísku furstadæmin. Yfirlýsing Man City einblíndi á þá tvo hluti sem verður breytt í regluverkinu og þá sagði félagið það ljóst að enska úrvalsdeildin hefði misnotað stöðu sína. Club statement— Manchester City (@ManCity) October 7, 2024 Það má því reikna með lagfæringu á regluverkinu en það stendur engu að síður og því geta félög ekki gert óraunhæfa samninga við fyrirtæki í eigu eigenda sinna. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Félagið kvartaði vegna tveggja hluta af APT-regluverki ensku úrvalsdeildarinnar. Regluverkið snýr að því að félög geti ekki gert óraunhæfa auglýsingsamninga við fyrirtæki í eigu eiganda sinna. Þannig skal hver samningur vera innan raunhæfra marka svo eigendurnir geti ekki dælt inn fjármagni í félag sitt í gegnum auglýsingasamninga og þannig komist framhjá FFP- og PSR-fjárhagsreglum. Í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, segir að dómstóll hafi dæmt Man City í hag í málinu en enska úrvalsdeildin hrósar engu að síður sigri. Sky Sports greinir frá því að Man City hafi unnið málið og að félög deildarinnar muni funda vegna niðurstöðu dómsins í næstu viku. BREAKING: Manchester City have won their legal challenge against the Premier League's Associated Party Transactions (APT) rules 🚨 pic.twitter.com/3UoTMaALKI— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 7, 2024 Yfirlýsing ensku úrvalsdeildarinnar er á þá vegu að Man City hafi viljað umturna regluverkinu frá A til Ö en niðurstaðan sé sú að aðeins sé um að ræða lagfæringu á undirgreinum í annars flóknu regluverki. Sömuleiðis segir í yfirlýsingu deildarinnar að dómstóllinn hafi hafnað þeim rökum að APT-regluverkið mismunaði félögum þar sem rekja mætti eignarhald til Persaflóa. Englandsmeistararnir eru í eigu City Football Group ásamt fleiri liðum. Bakhjarl CFG er svo furstadæmið Abú Dabí en það er stærst af þeim sjö furstadæmum sem mynda Sameinuðu arabísku furstadæmin. Yfirlýsing Man City einblíndi á þá tvo hluti sem verður breytt í regluverkinu og þá sagði félagið það ljóst að enska úrvalsdeildin hefði misnotað stöðu sína. Club statement— Manchester City (@ManCity) October 7, 2024 Það má því reikna með lagfæringu á regluverkinu en það stendur engu að síður og því geta félög ekki gert óraunhæfa samninga við fyrirtæki í eigu eigenda sinna.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira