Íhuga árásir á olíuvinnslur og kjarnorkustöðvar í Íran Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2024 12:02 Benjamín Netanjahú, forsætirsáðherra Ísrael fyrir framan kort af Mið-Austurlöndum. Ísraelar eru sagðir íhuga árásir á herstöðvar, olíuvinnslur og kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran, í kjölfar umfangmikillar skotflaugaárásar á Ísrael. EPAABIR SULTAN Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að hann væri ekki hlynntur því að Ísraelar gerðu loftárásir á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Ísraelar eru sagðir íhuga slíkar árásir eftir að íranski herinn skaut um tvö hundruð skotflaugum að Ísrael á þriðjudaginn. Þetta sagði Biden eftir að hann sagðist hafa rætt við leiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um að beita Íran viðskiptaþvingunum vegna skotflaugaárásarinnar. Biden sagði að allir leiðtogarnir væru sammála um að Ísraelar hefðu rétt á því að bregðast við árásinni. Viðbrögðin ættu þó ekki að vera of umfangsmikil. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, vill ekki að Ísraelar ráðist á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran.AP/Susan Walsh Reiðir yfir umfangsmikilli skotflaugaárás Þó um tvö hundruð skotflaugum hafi verið skotið að Ísrael, segja ráðamenn þar og í Bandaríkjunum að flestar þeirra hafi verið skotnar niður og hluti þeirra er sagður hafa brotnað upp í lofti eða eyðilagst þegar verið var að skjóta þeim á loft. Þó nokkrar þeirra náðu þá að lenda í Ísrael og brak úr mörgum féll einnig til jarðar. Einn Palestínumaður lét lífið á Vesturbakkanum þegar hann varð fyrir braki úr einni skotflaug. Ísraelar hafa viðurkennt að skotflaugar lentu á herstöðvum í landinu en þær eru sagðar hafa valdið takmörkuðum skaða. Gervihnattarmyndir hafa sýnt að minnsta kosti fjórar skotflaugar lentu á einni herstöð, þar sem F-35 orrustuþotur eru geymdar, en þrjár virðast ekki hafa valdið neinum skaða og ein lenti á flugskýli. Satellite images of an aircraft hangar at a key Israeli military air base taken after a massive barrage of Iranian missiles appear to show a large hole in the roof.@planet image of the Nevatim air base shows damage to the roof in a row of buildings near the main runway. pic.twitter.com/yihRrL7w2C— Michael Biesecker (@NewsDudeAP) October 2, 2024 Skotflaugum var þó ekki eingöngu skotið að herstöðvum heldur einnig að borgum í Ísrael og er það sagt hafa valdið reiði þar í landi. Biden og aðrir í ríkisstjórn hans hafa á undanförnu ári reynt að halda aftur af ráðamönnum í Ísrael, eins og síðast þegar Íranar gerðu árás á Ísrael í apríl. Þá bárust fregnir af því að Ísraelar hafi ætlað að hefna sín með umfangsmiklum árásum á Íran en að hætt hafi verið við þær vegna þrýstings frá Biden og leiðtogum í Evrópu. Viðbragðsárás Ísraela var því minni sniðum en upprunalega stóð til. Að þessu sinni virðast Ísraelar ekki eins tilbúnir til að hlusta á leiðtoga annarra ríkja en svo virðist sem þeim liggi heldur ekki á að svara árásinni frá Íran. Íranar taldir í verri stöðu en áður Ísraelar og Íranar hafa um árabil átt í óbeinum átökum. Ísraelar hafa gert leynilegar árásir í Íran og ráðið embættismenn og vísindamenn sem komið hafa að kjarnokuáætlun ríkisins af dögum, svo eitthvað sé nefnt. Þá hafa Íranar ítrekað hvatt bandamenn sína og vígahópa á þeirra snærum að gera árásir á Ísrael. Staðan milli Ísrael og Íran þykir þó nokkuð breytt eftir vendingar síðustu vikna, þar sem Ísraelar virðast hafa valdið Hezbollah-samtökunum gífurlegum skaða. Margir af helstu leiðtogum samtakanna hafa verið felldir og Ísraelar segjast hafa grandað stórum hluta umfangsmikilla birgða Hezbollah af eldflaugum. Klerkastjórnin getur ekki reitt sig á mikinn stuðning frá Hezbollah þessa stundina og því eru Ísraelar taldir sjá Íran í viðkvæmri stöðu um þessar mundir. Nú er möguleiki á umfangsmeiri átökum milli ríkjanna og virðast Ísraelar tilbúnir til umfangsmeiri átaka við Íran. Engin ákvörðun tekin Washington Post og aðrir miðlar ytra hafa eftir bandarískum embættismönnum að skilaboðin frá Ísrael gefi til kynna að þar á bæ sé verið að íhuga árásir á olíu- og jarðgasvinnslu Íran, herstöðvar í Íran og önnur skotmörk. Ráðamenn í Tehran hafa sagt að slíkum árásum yrði svarað. Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því að slíkar árásir gætu leitt til sambærilegra árása frá Íran á olíuvinnslu í öðrum ríkjum og slíkt myndi hafa verulega slæm áhrif á heimsvísu. Engin ákvörðun mun þó hafa verið tekin um árásir í Tel Aviv, samkvæmt heimildarmönnum New York Times. Þessir heimildarmenn segja að ákvarðanir verði mögulega teknar um næstu helgi og að þó Bandaríkjamenn hafi reynt að benda Ísraelum á tiltölulega lítið tjón af árás Íran, búist menn í Washington ekki við því að það muni hafa mikil áhrif. Kjarnorkurannsóknarstöðvar erfið skotmörk Eins og áður segir eru kjarnorkurannsóknarstöðvar Íran meðal þeirra skotmarka sem ráðamenn í Ísrael eru að skoða og hafa lengi íhugað árásir á. Ísraelar hafa haldið því fram að Íranar vilji koma sér upp kjarnorkuvopnum og hafa heitið því að koma í veg fyrir að þeim takist það. Á undanförnum árum hafa Íranar aukið umfang úranauðgunar í landinu svo það gæti reynst þeim auðveldara að framleiða úran fyrir kjarnorkuvopn. Sjá einnig: Vita ekkert um auðgun úrans í Íran frá því í febrúar New York Times hefur þó eftir sérfræðingum að kjarnorkurannsóknarstöðvar Íran séu erfið skotmörk fyrir Ísrael, þar sem þær séu grafnar langt í jörðu og því sér erfitt að valda miklum skaða á þeim. Sérstaklega án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum. Það gæti því reynst Ísraelum erfitt að gera árásir á þessar stöðvar, miðað við ummæli Bidens um að hann sé mótfallinn slíkum árásum. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Líbanon Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Rússar reyndu að skjóta niður ísraelskar stýriflaugar Ísraelar gerðu í nótt árás á meinta vopnageymslu við hlið rússneskrar herstöðvar í Sýrlandi í nótt. Rússar reyndu að skjóta ísraelskar stýriflaugar niður en engin þeirra hæfði herstöðina sjálfa. 3. október 2024 09:59 Fimm látnir í Beirút eftir loftárás á heilsugæslu Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir loftárás Ísraelsher á heilsugæslu í Beirút, höfuðborg Líbanon, samkvæmt tilkynningu frá stjórnvöldum í Líbanon. Að sögn Ísraelshers notuðu liðsmenn Hezbollah heilsugæsluna. 3. október 2024 00:01 Verulegar líkur á að stórt stríð brjótist út í Miðausturlöndum Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum, telur verulegar líkur á því að stórt stríð breiðist út í Miðausturlöndum. 2. október 2024 19:29 Bera hefndaraðgerðir undir Bandaríkin Bandaríska fréttavefsíðan Axios hefur eftir háttsettum embættismanni í Ísrael að þarlend yfirvöld kunni að hefna fyrir umfangsmikla árás Íran í gær með árás á olíuframleiðslu Írana og aðra mikilvæga innviði. 2. október 2024 10:25 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira
Þetta sagði Biden eftir að hann sagðist hafa rætt við leiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um að beita Íran viðskiptaþvingunum vegna skotflaugaárásarinnar. Biden sagði að allir leiðtogarnir væru sammála um að Ísraelar hefðu rétt á því að bregðast við árásinni. Viðbrögðin ættu þó ekki að vera of umfangsmikil. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, vill ekki að Ísraelar ráðist á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran.AP/Susan Walsh Reiðir yfir umfangsmikilli skotflaugaárás Þó um tvö hundruð skotflaugum hafi verið skotið að Ísrael, segja ráðamenn þar og í Bandaríkjunum að flestar þeirra hafi verið skotnar niður og hluti þeirra er sagður hafa brotnað upp í lofti eða eyðilagst þegar verið var að skjóta þeim á loft. Þó nokkrar þeirra náðu þá að lenda í Ísrael og brak úr mörgum féll einnig til jarðar. Einn Palestínumaður lét lífið á Vesturbakkanum þegar hann varð fyrir braki úr einni skotflaug. Ísraelar hafa viðurkennt að skotflaugar lentu á herstöðvum í landinu en þær eru sagðar hafa valdið takmörkuðum skaða. Gervihnattarmyndir hafa sýnt að minnsta kosti fjórar skotflaugar lentu á einni herstöð, þar sem F-35 orrustuþotur eru geymdar, en þrjár virðast ekki hafa valdið neinum skaða og ein lenti á flugskýli. Satellite images of an aircraft hangar at a key Israeli military air base taken after a massive barrage of Iranian missiles appear to show a large hole in the roof.@planet image of the Nevatim air base shows damage to the roof in a row of buildings near the main runway. pic.twitter.com/yihRrL7w2C— Michael Biesecker (@NewsDudeAP) October 2, 2024 Skotflaugum var þó ekki eingöngu skotið að herstöðvum heldur einnig að borgum í Ísrael og er það sagt hafa valdið reiði þar í landi. Biden og aðrir í ríkisstjórn hans hafa á undanförnu ári reynt að halda aftur af ráðamönnum í Ísrael, eins og síðast þegar Íranar gerðu árás á Ísrael í apríl. Þá bárust fregnir af því að Ísraelar hafi ætlað að hefna sín með umfangsmiklum árásum á Íran en að hætt hafi verið við þær vegna þrýstings frá Biden og leiðtogum í Evrópu. Viðbragðsárás Ísraela var því minni sniðum en upprunalega stóð til. Að þessu sinni virðast Ísraelar ekki eins tilbúnir til að hlusta á leiðtoga annarra ríkja en svo virðist sem þeim liggi heldur ekki á að svara árásinni frá Íran. Íranar taldir í verri stöðu en áður Ísraelar og Íranar hafa um árabil átt í óbeinum átökum. Ísraelar hafa gert leynilegar árásir í Íran og ráðið embættismenn og vísindamenn sem komið hafa að kjarnokuáætlun ríkisins af dögum, svo eitthvað sé nefnt. Þá hafa Íranar ítrekað hvatt bandamenn sína og vígahópa á þeirra snærum að gera árásir á Ísrael. Staðan milli Ísrael og Íran þykir þó nokkuð breytt eftir vendingar síðustu vikna, þar sem Ísraelar virðast hafa valdið Hezbollah-samtökunum gífurlegum skaða. Margir af helstu leiðtogum samtakanna hafa verið felldir og Ísraelar segjast hafa grandað stórum hluta umfangsmikilla birgða Hezbollah af eldflaugum. Klerkastjórnin getur ekki reitt sig á mikinn stuðning frá Hezbollah þessa stundina og því eru Ísraelar taldir sjá Íran í viðkvæmri stöðu um þessar mundir. Nú er möguleiki á umfangsmeiri átökum milli ríkjanna og virðast Ísraelar tilbúnir til umfangsmeiri átaka við Íran. Engin ákvörðun tekin Washington Post og aðrir miðlar ytra hafa eftir bandarískum embættismönnum að skilaboðin frá Ísrael gefi til kynna að þar á bæ sé verið að íhuga árásir á olíu- og jarðgasvinnslu Íran, herstöðvar í Íran og önnur skotmörk. Ráðamenn í Tehran hafa sagt að slíkum árásum yrði svarað. Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því að slíkar árásir gætu leitt til sambærilegra árása frá Íran á olíuvinnslu í öðrum ríkjum og slíkt myndi hafa verulega slæm áhrif á heimsvísu. Engin ákvörðun mun þó hafa verið tekin um árásir í Tel Aviv, samkvæmt heimildarmönnum New York Times. Þessir heimildarmenn segja að ákvarðanir verði mögulega teknar um næstu helgi og að þó Bandaríkjamenn hafi reynt að benda Ísraelum á tiltölulega lítið tjón af árás Íran, búist menn í Washington ekki við því að það muni hafa mikil áhrif. Kjarnorkurannsóknarstöðvar erfið skotmörk Eins og áður segir eru kjarnorkurannsóknarstöðvar Íran meðal þeirra skotmarka sem ráðamenn í Ísrael eru að skoða og hafa lengi íhugað árásir á. Ísraelar hafa haldið því fram að Íranar vilji koma sér upp kjarnorkuvopnum og hafa heitið því að koma í veg fyrir að þeim takist það. Á undanförnum árum hafa Íranar aukið umfang úranauðgunar í landinu svo það gæti reynst þeim auðveldara að framleiða úran fyrir kjarnorkuvopn. Sjá einnig: Vita ekkert um auðgun úrans í Íran frá því í febrúar New York Times hefur þó eftir sérfræðingum að kjarnorkurannsóknarstöðvar Íran séu erfið skotmörk fyrir Ísrael, þar sem þær séu grafnar langt í jörðu og því sér erfitt að valda miklum skaða á þeim. Sérstaklega án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum. Það gæti því reynst Ísraelum erfitt að gera árásir á þessar stöðvar, miðað við ummæli Bidens um að hann sé mótfallinn slíkum árásum.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Líbanon Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Rússar reyndu að skjóta niður ísraelskar stýriflaugar Ísraelar gerðu í nótt árás á meinta vopnageymslu við hlið rússneskrar herstöðvar í Sýrlandi í nótt. Rússar reyndu að skjóta ísraelskar stýriflaugar niður en engin þeirra hæfði herstöðina sjálfa. 3. október 2024 09:59 Fimm látnir í Beirút eftir loftárás á heilsugæslu Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir loftárás Ísraelsher á heilsugæslu í Beirút, höfuðborg Líbanon, samkvæmt tilkynningu frá stjórnvöldum í Líbanon. Að sögn Ísraelshers notuðu liðsmenn Hezbollah heilsugæsluna. 3. október 2024 00:01 Verulegar líkur á að stórt stríð brjótist út í Miðausturlöndum Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum, telur verulegar líkur á því að stórt stríð breiðist út í Miðausturlöndum. 2. október 2024 19:29 Bera hefndaraðgerðir undir Bandaríkin Bandaríska fréttavefsíðan Axios hefur eftir háttsettum embættismanni í Ísrael að þarlend yfirvöld kunni að hefna fyrir umfangsmikla árás Íran í gær með árás á olíuframleiðslu Írana og aðra mikilvæga innviði. 2. október 2024 10:25 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira
Rússar reyndu að skjóta niður ísraelskar stýriflaugar Ísraelar gerðu í nótt árás á meinta vopnageymslu við hlið rússneskrar herstöðvar í Sýrlandi í nótt. Rússar reyndu að skjóta ísraelskar stýriflaugar niður en engin þeirra hæfði herstöðina sjálfa. 3. október 2024 09:59
Fimm látnir í Beirút eftir loftárás á heilsugæslu Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir loftárás Ísraelsher á heilsugæslu í Beirút, höfuðborg Líbanon, samkvæmt tilkynningu frá stjórnvöldum í Líbanon. Að sögn Ísraelshers notuðu liðsmenn Hezbollah heilsugæsluna. 3. október 2024 00:01
Verulegar líkur á að stórt stríð brjótist út í Miðausturlöndum Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum, telur verulegar líkur á því að stórt stríð breiðist út í Miðausturlöndum. 2. október 2024 19:29
Bera hefndaraðgerðir undir Bandaríkin Bandaríska fréttavefsíðan Axios hefur eftir háttsettum embættismanni í Ísrael að þarlend yfirvöld kunni að hefna fyrir umfangsmikla árás Íran í gær með árás á olíuframleiðslu Írana og aðra mikilvæga innviði. 2. október 2024 10:25