Sprengingar við ísraelska sendiráðið í Kaupmannahöfn Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2024 08:38 Vopnaðir lögreglumenn standa vörð við ísraelska sendiráðið í Kaupmannahöfn eftir sprengingarnar í morgun. Vísir/EPA Engan sakað í sprengingum við ísraelska sendiráðið í Kaupmannahöfn í nótt. Vopnaðir lögreglumenn gættu sendiráðsins eftir sprengingarnar á meðan rannsakendur leituðu að sönnunargögnum á vettvangi. Öryggisverðir sendiráðsins heyrðu tvær sprengingar um klukkan 3:20 að staðartíma í nótt, um 1:20 að íslenskum tíma, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Kaupmannahöfn. Sendiráðið er staðsett í norðanverðri borginni ásamt fleiri sendiráðum erlendra ríkja. Lögreglan treystir sér enn ekki til að segja hversu stórar sprengingarnar voru. Þær séu meðal annars rannsakaðar út frá þeirri staðreynd að þær áttu sér stað rétt við ísraelska sendiráðið. Stórt svæði í kringum vettvanginn hefur verið girt af, að sögn danska ríkisútvarpsins. Mikil spenna er nú fyrir botni Miðjarðarhafs vegna hernaðaraðgerða 'Ísraela á Gasaströndinni og í Líbanon. Írönsk flugskeyti hæfðu Ísrael í gærkvöldi og nótt en fregnir af mögulegum manntjóni þar hafa enn ekki borist. Ísraelsk stjórnvöld hafa heitið hefndum. Peter Hummelgaard, dómsmálaráðherra Danmerkur, segir of snemmt að segja nokkuð til um tilefni sprenginganna en stjórnvöld taki þær grafalvarlega. Öryggisviðbúnaður við stofnanir gyðinga í Danmerkur hafi verið aukinn eftir þær. Starfsfólkið slegið Í yfirlýsingu frá ísraelska sendiráðinu í Danmerku segir að starfsfólk þess sé slegið vegna sprenginganna. Það hafi fulla trú á rannsókn dönsku lögreglunnar á þeim. Gyðingaskólinn Karólínuskólinn sem er í næsta nágrenni sendiráðsins verður lokaður í dag vegna sprenginganna í nótt. Sprengingarnar í Kaupmannahöfn koma beint í kjölfar frétta af skothríð við ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi í gær. Meiriháttar lögregluaðgerð fór þar í gang eftir að tilkynnt var um að skotum hefði verið hleypt af þar. Lögreglumenn fundu skotvopn og tóm skothylki við sendiráðið, að sögn sænsku sjónvarpsstöðvarinnar TV4. Sprengjusveit sænsku lögreglunnar aftengdi það sem var lýst sem hættulegum hlut fyrir utan ísraelska sendiráðið í janúar, að sögn Reuters. Danmörk Ísrael Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Öryggisverðir sendiráðsins heyrðu tvær sprengingar um klukkan 3:20 að staðartíma í nótt, um 1:20 að íslenskum tíma, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Kaupmannahöfn. Sendiráðið er staðsett í norðanverðri borginni ásamt fleiri sendiráðum erlendra ríkja. Lögreglan treystir sér enn ekki til að segja hversu stórar sprengingarnar voru. Þær séu meðal annars rannsakaðar út frá þeirri staðreynd að þær áttu sér stað rétt við ísraelska sendiráðið. Stórt svæði í kringum vettvanginn hefur verið girt af, að sögn danska ríkisútvarpsins. Mikil spenna er nú fyrir botni Miðjarðarhafs vegna hernaðaraðgerða 'Ísraela á Gasaströndinni og í Líbanon. Írönsk flugskeyti hæfðu Ísrael í gærkvöldi og nótt en fregnir af mögulegum manntjóni þar hafa enn ekki borist. Ísraelsk stjórnvöld hafa heitið hefndum. Peter Hummelgaard, dómsmálaráðherra Danmerkur, segir of snemmt að segja nokkuð til um tilefni sprenginganna en stjórnvöld taki þær grafalvarlega. Öryggisviðbúnaður við stofnanir gyðinga í Danmerkur hafi verið aukinn eftir þær. Starfsfólkið slegið Í yfirlýsingu frá ísraelska sendiráðinu í Danmerku segir að starfsfólk þess sé slegið vegna sprenginganna. Það hafi fulla trú á rannsókn dönsku lögreglunnar á þeim. Gyðingaskólinn Karólínuskólinn sem er í næsta nágrenni sendiráðsins verður lokaður í dag vegna sprenginganna í nótt. Sprengingarnar í Kaupmannahöfn koma beint í kjölfar frétta af skothríð við ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi í gær. Meiriháttar lögregluaðgerð fór þar í gang eftir að tilkynnt var um að skotum hefði verið hleypt af þar. Lögreglumenn fundu skotvopn og tóm skothylki við sendiráðið, að sögn sænsku sjónvarpsstöðvarinnar TV4. Sprengjusveit sænsku lögreglunnar aftengdi það sem var lýst sem hættulegum hlut fyrir utan ísraelska sendiráðið í janúar, að sögn Reuters.
Danmörk Ísrael Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira