Sprengingar við ísraelska sendiráðið í Kaupmannahöfn Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2024 08:38 Vopnaðir lögreglumenn standa vörð við ísraelska sendiráðið í Kaupmannahöfn eftir sprengingarnar í morgun. Vísir/EPA Engan sakað í sprengingum við ísraelska sendiráðið í Kaupmannahöfn í nótt. Vopnaðir lögreglumenn gættu sendiráðsins eftir sprengingarnar á meðan rannsakendur leituðu að sönnunargögnum á vettvangi. Öryggisverðir sendiráðsins heyrðu tvær sprengingar um klukkan 3:20 að staðartíma í nótt, um 1:20 að íslenskum tíma, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Kaupmannahöfn. Sendiráðið er staðsett í norðanverðri borginni ásamt fleiri sendiráðum erlendra ríkja. Lögreglan treystir sér enn ekki til að segja hversu stórar sprengingarnar voru. Þær séu meðal annars rannsakaðar út frá þeirri staðreynd að þær áttu sér stað rétt við ísraelska sendiráðið. Stórt svæði í kringum vettvanginn hefur verið girt af, að sögn danska ríkisútvarpsins. Mikil spenna er nú fyrir botni Miðjarðarhafs vegna hernaðaraðgerða 'Ísraela á Gasaströndinni og í Líbanon. Írönsk flugskeyti hæfðu Ísrael í gærkvöldi og nótt en fregnir af mögulegum manntjóni þar hafa enn ekki borist. Ísraelsk stjórnvöld hafa heitið hefndum. Peter Hummelgaard, dómsmálaráðherra Danmerkur, segir of snemmt að segja nokkuð til um tilefni sprenginganna en stjórnvöld taki þær grafalvarlega. Öryggisviðbúnaður við stofnanir gyðinga í Danmerkur hafi verið aukinn eftir þær. Starfsfólkið slegið Í yfirlýsingu frá ísraelska sendiráðinu í Danmerku segir að starfsfólk þess sé slegið vegna sprenginganna. Það hafi fulla trú á rannsókn dönsku lögreglunnar á þeim. Gyðingaskólinn Karólínuskólinn sem er í næsta nágrenni sendiráðsins verður lokaður í dag vegna sprenginganna í nótt. Sprengingarnar í Kaupmannahöfn koma beint í kjölfar frétta af skothríð við ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi í gær. Meiriháttar lögregluaðgerð fór þar í gang eftir að tilkynnt var um að skotum hefði verið hleypt af þar. Lögreglumenn fundu skotvopn og tóm skothylki við sendiráðið, að sögn sænsku sjónvarpsstöðvarinnar TV4. Sprengjusveit sænsku lögreglunnar aftengdi það sem var lýst sem hættulegum hlut fyrir utan ísraelska sendiráðið í janúar, að sögn Reuters. Danmörk Ísrael Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Öryggisverðir sendiráðsins heyrðu tvær sprengingar um klukkan 3:20 að staðartíma í nótt, um 1:20 að íslenskum tíma, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Kaupmannahöfn. Sendiráðið er staðsett í norðanverðri borginni ásamt fleiri sendiráðum erlendra ríkja. Lögreglan treystir sér enn ekki til að segja hversu stórar sprengingarnar voru. Þær séu meðal annars rannsakaðar út frá þeirri staðreynd að þær áttu sér stað rétt við ísraelska sendiráðið. Stórt svæði í kringum vettvanginn hefur verið girt af, að sögn danska ríkisútvarpsins. Mikil spenna er nú fyrir botni Miðjarðarhafs vegna hernaðaraðgerða 'Ísraela á Gasaströndinni og í Líbanon. Írönsk flugskeyti hæfðu Ísrael í gærkvöldi og nótt en fregnir af mögulegum manntjóni þar hafa enn ekki borist. Ísraelsk stjórnvöld hafa heitið hefndum. Peter Hummelgaard, dómsmálaráðherra Danmerkur, segir of snemmt að segja nokkuð til um tilefni sprenginganna en stjórnvöld taki þær grafalvarlega. Öryggisviðbúnaður við stofnanir gyðinga í Danmerkur hafi verið aukinn eftir þær. Starfsfólkið slegið Í yfirlýsingu frá ísraelska sendiráðinu í Danmerku segir að starfsfólk þess sé slegið vegna sprenginganna. Það hafi fulla trú á rannsókn dönsku lögreglunnar á þeim. Gyðingaskólinn Karólínuskólinn sem er í næsta nágrenni sendiráðsins verður lokaður í dag vegna sprenginganna í nótt. Sprengingarnar í Kaupmannahöfn koma beint í kjölfar frétta af skothríð við ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi í gær. Meiriháttar lögregluaðgerð fór þar í gang eftir að tilkynnt var um að skotum hefði verið hleypt af þar. Lögreglumenn fundu skotvopn og tóm skothylki við sendiráðið, að sögn sænsku sjónvarpsstöðvarinnar TV4. Sprengjusveit sænsku lögreglunnar aftengdi það sem var lýst sem hættulegum hlut fyrir utan ísraelska sendiráðið í janúar, að sögn Reuters.
Danmörk Ísrael Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira