Bein útsending: Walz og Vance hittast í fyrsta sinn Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2024 23:02 Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, og JD Vance, öldungadeildarþingmaður frá Ohio. AP Þeir Tim Walz og JD Vance, varaforsetaefni þeirra Kamölu Harris og Donalds Trump, mætast í þeirra fyrstu og líklega síðustu kappræðum í kvöld. Kosningabaráttan virðist í járnum, ef marka má kannanir og berjast framboðin af mikilli hörku um hvert atkvæði. Því er talið að kappræðurnar í kvöld gætu verið mikilvægari en kappræður varaforsetaefna hafa verið áður. Þær munu veita þeim Walz og Vance tækifæri til að sannfæra kjósendur um að veita sér atkvæði og fara hörðum orðum um mótframbjóðendur sína. Varaforsetaefni hafa á undanförnum árum í sífellt meiri mæli tekið upp það hlutverk að fara gegn mótframbjóðendum þeirra. Þannig geta þeir skýlt forsetaframbjóðendunum sjálfum frá því að gera árásir á mótframbjóðendur sína sem geta þótt hallærislegar eða ekki verið í takt við þá virðingu sem forsetaembættinu á að fylgja. Þessum kappræðum verður stýrt af CBS News og eru haldnar í New York. Eftir umfangsmiklar kvartanir Repúblikana eftir kappræðurnar milli Trumps og Harris var sú ákvörðun tekin að stjórnendur muni ekkert leiðrétta frambjóðendur þegar þeir segja ósatt, eins og nokkrum sinnum var gert við Trump. Sjá einnig: Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri Þær hefjast klukkan eitt í nótt og eiga að standa yfir í einn og hálfan tíma en áhugasamir munu geta fylgst með kappræðunum á YouTube-síðu CBS News, í spilaranum hér að neðan. Eins og þegar Harris og Trump mættust, verður þetta í fyrsta sinn sem Walz og Vance hittast en þeir hafa skipst á fjölda skota, ef svo má segja, á undanförnum mánuðum. Walz hefur leitt þá viðleitni Demókrata að lýsa Trump og Repúblikönum sem „skrítnum“ en þau ummæli hafa ekki fallið í kramið hjá Trump. Walz hefur undirbúið sig fyrir kappræðurnar með því að fá Pete Buttigieg, samgönguráðherra, til að leika Vance í æfingarkappræðum. Vance hefur fengið þingmanninn Tom Emmer til að leika Walz á æfingum. Demókratar óttaslegnir Í frétt Politico segir að Walz sé ekki þekktur sem góður ræðumaður og að hann eigi það til að bregðast reiður við gagnrýni. Demókratar eru sagðir hafa áhyggjur af því hvernig hann muni standa sig gegn Vance, sem þykir mun öruggari í kappræðum. Velgengni Harris gegn Trump jók á þessar áhyggjur og þá er þetta í fyrsta sinn sem Walz stígur á svið fyrir framan alla bandarísku þjóðina. Vance þykir líklegur til að gagnrýna Walz vegna viðbragða hans við óeirðunum í Minnesota eftir að George Floyd var myrtur af lögregluþjónum í Minneapolis árið 2020 og það hvernig ríkisstjórn hans veitti svikahröppum 250 milljónir dala úr neyðarsjóðum vegna Covid. Vance hefur þegar kallað Walz opinberlega öfgamann og raðlygara og búast Demókratar við því að hann muni ganga fram af mikilli hörku. Kannanir gefa þó til kynna að Walz njóti meiri vinsælda á landsvísu en Vance, sem þykir hafa misstigið sig nokkuð oft. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum Sjá meira
Því er talið að kappræðurnar í kvöld gætu verið mikilvægari en kappræður varaforsetaefna hafa verið áður. Þær munu veita þeim Walz og Vance tækifæri til að sannfæra kjósendur um að veita sér atkvæði og fara hörðum orðum um mótframbjóðendur sína. Varaforsetaefni hafa á undanförnum árum í sífellt meiri mæli tekið upp það hlutverk að fara gegn mótframbjóðendum þeirra. Þannig geta þeir skýlt forsetaframbjóðendunum sjálfum frá því að gera árásir á mótframbjóðendur sína sem geta þótt hallærislegar eða ekki verið í takt við þá virðingu sem forsetaembættinu á að fylgja. Þessum kappræðum verður stýrt af CBS News og eru haldnar í New York. Eftir umfangsmiklar kvartanir Repúblikana eftir kappræðurnar milli Trumps og Harris var sú ákvörðun tekin að stjórnendur muni ekkert leiðrétta frambjóðendur þegar þeir segja ósatt, eins og nokkrum sinnum var gert við Trump. Sjá einnig: Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri Þær hefjast klukkan eitt í nótt og eiga að standa yfir í einn og hálfan tíma en áhugasamir munu geta fylgst með kappræðunum á YouTube-síðu CBS News, í spilaranum hér að neðan. Eins og þegar Harris og Trump mættust, verður þetta í fyrsta sinn sem Walz og Vance hittast en þeir hafa skipst á fjölda skota, ef svo má segja, á undanförnum mánuðum. Walz hefur leitt þá viðleitni Demókrata að lýsa Trump og Repúblikönum sem „skrítnum“ en þau ummæli hafa ekki fallið í kramið hjá Trump. Walz hefur undirbúið sig fyrir kappræðurnar með því að fá Pete Buttigieg, samgönguráðherra, til að leika Vance í æfingarkappræðum. Vance hefur fengið þingmanninn Tom Emmer til að leika Walz á æfingum. Demókratar óttaslegnir Í frétt Politico segir að Walz sé ekki þekktur sem góður ræðumaður og að hann eigi það til að bregðast reiður við gagnrýni. Demókratar eru sagðir hafa áhyggjur af því hvernig hann muni standa sig gegn Vance, sem þykir mun öruggari í kappræðum. Velgengni Harris gegn Trump jók á þessar áhyggjur og þá er þetta í fyrsta sinn sem Walz stígur á svið fyrir framan alla bandarísku þjóðina. Vance þykir líklegur til að gagnrýna Walz vegna viðbragða hans við óeirðunum í Minnesota eftir að George Floyd var myrtur af lögregluþjónum í Minneapolis árið 2020 og það hvernig ríkisstjórn hans veitti svikahröppum 250 milljónir dala úr neyðarsjóðum vegna Covid. Vance hefur þegar kallað Walz opinberlega öfgamann og raðlygara og búast Demókratar við því að hann muni ganga fram af mikilli hörku. Kannanir gefa þó til kynna að Walz njóti meiri vinsælda á landsvísu en Vance, sem þykir hafa misstigið sig nokkuð oft.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum Sjá meira