Varpa sprengjum á fjölbýlishús í Karkív Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2024 10:31 Frá vettvangi árásarinnar í Karkív í nótt. AP/Ríkislögreglustjóri Úkraínu Að minnsta kosti 21 er særður eftir að sprengjum var varpað á fjölbýlishús í Karkív í Úkraínu í nótt. Þetta var aðra nóttina í röð sem Rússar varpa sprengjum á fjölbýlishús í borginni, sem hefur lengi orðið fyrir sambærilegum árásum. Aðfaranótt laugardags lentu sprengjur í þremur hverfum borgarinnar. Þá særðust fimmtán manns, þeirra á meðal tvö börn. AP fréttaveitan hefur eftir embættismönnum að Rússar hafi notast við svifsprengjur til árásanna en það eru oft gamlar og stórar sprengjur frá tímum Sovétríkjanna sem búnar hafa verið vængjum og staðsetningarbúnaði. Þeim er svo varpað frá orrustuþotum úr mikilli hæð og geta svifið langar vegalengdir áður en þær lenda á skotmörkum sínum, oft af mikilli nákvæmni. Rússar hafa á undanfarna mánuði notað þessar sprengjur víðsvegar í Úkraínu en þær valda gífurlegum skaða. Fregnir hafa borist af því að Úkraínumenn eigi von á sambærilegum sprengjum frá Bandaríkjamönnum sem hægt er að varpa úr F-16 orrustuþotum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í morgun að meðal hinna særðu eftir árás næturinnar væri átta ára barn og tveir táningar. Sextíu manns hefðu verið í húsinu. Þá sagði forsetinn að þessa vikuna hefðu Rússar varpað rúmlega níu hundruð sprengjum á Úkraínu og notað þar auki um fjögur hundruð sjálfsprengidróna og tæplega þrjátíu eldflaugar af ýmsum gerðum. Selenskí sagði þörf á því að styrkja loftvarnir Úkraínu og auka getu úkraínska hersins til að gera árásir í Rússlandi. Yfirvöld í Úkraínu hafa um nokkuð skeið beðið bakhjarla sína um leyfi til að nota vestræn vopn til árása í Rússlandi. Last night, Russia struck Kharkiv again, this time with aerial bombs targeting an ordinary residential building. As a result, 21 people were injured, including an 8-year-old child and two 17-year-old teenagers. Sixty residents were evacuated from the building. All are receiving… pic.twitter.com/mbLypqbew9— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) September 22, 2024 Selenskí mun fara til Bandaríkjanna í næstu viku, þar sem hann mun enn og aftur kalla eftir leyfi til að nota vestræn vopn til árása í Rússlandi. Er það í kjölfar vel heppnaðra árása Úkraínumanna á tvær stórar vopnageymslur í Rússlandi. Sjá einnig: Önnur vopnageymsla í ljósum logum í Rússlandi Rustem Umyerov, varnarmálaráðherra Úkraínu, sagði í nýlegu viðtali að bakhjarlar Úkraínu hefðu veitt munnlegt samþykki varðandi áætlun um að fjármagna framleiðslu Úkraínumanna á eigin langdrægum eldflaugum og langdrægum drónum Þessi vopn gætu Úkraínumenn notað sjálfir án takmarkana til árása í Rússlandi. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Meta úthýsir rússneskum ríkisfjölmiðlum Rússneskir ríkisfjölmiðlar eru ekki lengur velkomnir á samfélagsmiðlum Meta vegna óheiðarlegra vinnubragða þeirra við að breiða út áróður fyrir stjórnvöld í Kreml. Bandarísk stjórnvöld tilkynntu um refsiaðgerðir gegn einum fjölmiðlinum í síðustu viku. 18. september 2024 11:11 Stærðarinnar sprengingar í vopnageymslu í Rússlandi Íbúar í grennd við stóra vopnageymslu í Tver-héraði í Rússlandi, skammt frá Belarús, vöknuðu í nótt við kröftugar sprengingar og stendur vopnageymslan í ljósum logum. Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmikla drónaárás á vopnageymsluna, sem þeir telja að hafi hýst eldflaugar og önnur hergögn frá Norður-Kóreu. 18. september 2024 09:45 Stækkar herinn í þriðja sinn Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í gær út þá skipun að her ríkisins yrði stækkaður. Atvinnuhermönnum yrði fjölgað um 180 þúsund og yrðu því alls ein og hálf milljón. Skipunin á að taka gildi þann 1. desember en þetta er í þriðja sinn frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 sem Pútín gefur út skipun sem þessa. 17. september 2024 13:07 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Aðfaranótt laugardags lentu sprengjur í þremur hverfum borgarinnar. Þá særðust fimmtán manns, þeirra á meðal tvö börn. AP fréttaveitan hefur eftir embættismönnum að Rússar hafi notast við svifsprengjur til árásanna en það eru oft gamlar og stórar sprengjur frá tímum Sovétríkjanna sem búnar hafa verið vængjum og staðsetningarbúnaði. Þeim er svo varpað frá orrustuþotum úr mikilli hæð og geta svifið langar vegalengdir áður en þær lenda á skotmörkum sínum, oft af mikilli nákvæmni. Rússar hafa á undanfarna mánuði notað þessar sprengjur víðsvegar í Úkraínu en þær valda gífurlegum skaða. Fregnir hafa borist af því að Úkraínumenn eigi von á sambærilegum sprengjum frá Bandaríkjamönnum sem hægt er að varpa úr F-16 orrustuþotum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í morgun að meðal hinna særðu eftir árás næturinnar væri átta ára barn og tveir táningar. Sextíu manns hefðu verið í húsinu. Þá sagði forsetinn að þessa vikuna hefðu Rússar varpað rúmlega níu hundruð sprengjum á Úkraínu og notað þar auki um fjögur hundruð sjálfsprengidróna og tæplega þrjátíu eldflaugar af ýmsum gerðum. Selenskí sagði þörf á því að styrkja loftvarnir Úkraínu og auka getu úkraínska hersins til að gera árásir í Rússlandi. Yfirvöld í Úkraínu hafa um nokkuð skeið beðið bakhjarla sína um leyfi til að nota vestræn vopn til árása í Rússlandi. Last night, Russia struck Kharkiv again, this time with aerial bombs targeting an ordinary residential building. As a result, 21 people were injured, including an 8-year-old child and two 17-year-old teenagers. Sixty residents were evacuated from the building. All are receiving… pic.twitter.com/mbLypqbew9— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) September 22, 2024 Selenskí mun fara til Bandaríkjanna í næstu viku, þar sem hann mun enn og aftur kalla eftir leyfi til að nota vestræn vopn til árása í Rússlandi. Er það í kjölfar vel heppnaðra árása Úkraínumanna á tvær stórar vopnageymslur í Rússlandi. Sjá einnig: Önnur vopnageymsla í ljósum logum í Rússlandi Rustem Umyerov, varnarmálaráðherra Úkraínu, sagði í nýlegu viðtali að bakhjarlar Úkraínu hefðu veitt munnlegt samþykki varðandi áætlun um að fjármagna framleiðslu Úkraínumanna á eigin langdrægum eldflaugum og langdrægum drónum Þessi vopn gætu Úkraínumenn notað sjálfir án takmarkana til árása í Rússlandi.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Meta úthýsir rússneskum ríkisfjölmiðlum Rússneskir ríkisfjölmiðlar eru ekki lengur velkomnir á samfélagsmiðlum Meta vegna óheiðarlegra vinnubragða þeirra við að breiða út áróður fyrir stjórnvöld í Kreml. Bandarísk stjórnvöld tilkynntu um refsiaðgerðir gegn einum fjölmiðlinum í síðustu viku. 18. september 2024 11:11 Stærðarinnar sprengingar í vopnageymslu í Rússlandi Íbúar í grennd við stóra vopnageymslu í Tver-héraði í Rússlandi, skammt frá Belarús, vöknuðu í nótt við kröftugar sprengingar og stendur vopnageymslan í ljósum logum. Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmikla drónaárás á vopnageymsluna, sem þeir telja að hafi hýst eldflaugar og önnur hergögn frá Norður-Kóreu. 18. september 2024 09:45 Stækkar herinn í þriðja sinn Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í gær út þá skipun að her ríkisins yrði stækkaður. Atvinnuhermönnum yrði fjölgað um 180 þúsund og yrðu því alls ein og hálf milljón. Skipunin á að taka gildi þann 1. desember en þetta er í þriðja sinn frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 sem Pútín gefur út skipun sem þessa. 17. september 2024 13:07 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Meta úthýsir rússneskum ríkisfjölmiðlum Rússneskir ríkisfjölmiðlar eru ekki lengur velkomnir á samfélagsmiðlum Meta vegna óheiðarlegra vinnubragða þeirra við að breiða út áróður fyrir stjórnvöld í Kreml. Bandarísk stjórnvöld tilkynntu um refsiaðgerðir gegn einum fjölmiðlinum í síðustu viku. 18. september 2024 11:11
Stærðarinnar sprengingar í vopnageymslu í Rússlandi Íbúar í grennd við stóra vopnageymslu í Tver-héraði í Rússlandi, skammt frá Belarús, vöknuðu í nótt við kröftugar sprengingar og stendur vopnageymslan í ljósum logum. Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmikla drónaárás á vopnageymsluna, sem þeir telja að hafi hýst eldflaugar og önnur hergögn frá Norður-Kóreu. 18. september 2024 09:45
Stækkar herinn í þriðja sinn Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í gær út þá skipun að her ríkisins yrði stækkaður. Atvinnuhermönnum yrði fjölgað um 180 þúsund og yrðu því alls ein og hálf milljón. Skipunin á að taka gildi þann 1. desember en þetta er í þriðja sinn frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 sem Pútín gefur út skipun sem þessa. 17. september 2024 13:07