Íbúar Springfield klofnir í afstöðu sinni til heimsóknar Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. september 2024 07:19 Vance hefur viðurkennt að gæludýraátið sé aðeins orðrómur en Trump heldur áfram að halda því fram að hælisleitendur séu að éta hunda og ketti nágranna sinna. AP/Yuki Iwamura Íbúar Springfield í Ohio í Bandaríkjunum eru ekki á einu máli hvað varðar yfirvofandi heimsókn Donald Trump en forsetinn fyrrverandi sagði á dögunum að hann hygðist heimsækja borgina á næstu tveimur vikum. Springfield komst í fréttirnar þegar bæði Trump og varaforsetaefni hans J.D. Vance héldu því fram að hælisleitendur frá Haítí væru að buga innviði borgarinnar og drepa og borða gæludýr íbúa. Staðhæfing Vance þess efnis hafði raunar þegar verið afsönnuð þegar Trump endurtók hana í kappræðum sínum við Kamölu Harris, varaforseta og forsetaefni Demókrataflokksins. Hið rétta er að stór meirihluti umræddra íbúa frá Haítí eru löglegir innflytjendur en þeir hafa sætt áreiti og ofsóknum frá því að orðrómurinn um gæludýraátið fór af stað í netheimum. Ríkisstjórinn Mike DeWine og borgarstjórinn Rob Rue segja undirbúning hafinn fyrir heimsókn Trump, jafnvel þótt teymi forsetaframbjóðandans hafi ekki staðfest að það sé sannarlega von á honum í heimsókn. Trump er þekktur fyrir yfirlýsingar sem virðast svo gleymast, þannig að óvíst þykir hvort hann muni raunverulega heimsækja borgina, ekki síst með tilliti til þess hversu mikil spenna hefur skapast þar. DeWine hefur sjálfur ítrekað að hann muni halda áfram að leiðrétta rangar staðhæfingar Trump og Rue hefur tekið sér vald til að grípa til aðgerða til að tryggja öryggi íbúa. „Mér finnst þetta ekki góð hugmynd,“ segir Sue Call, 75 ára, í samtali við New York Times. Fyrir manneskju af þessu kalíberi að vera að endurtaka orðróm? Þetta særði marga,“ bætir hún við. „Ég tel það væri gott ef verðandi forseti kæmi hingað að sjá hvaða áhrif fólkið frá Haítí og er að hafa og hvernig þarf að laga þetta,“ segir Dave Ryan, 46 ára. „Haítibúarnir hafa áhrif á alla. Fólk er hrætt. Lífsmáti þeirra er ólíkur okkar.“ Presturinn Silencieux, innflytjandi frá Haítí, segir athyglina vegna ummæla Trump og Vance hafa verið erfiða. „Við erum hrædd við að fara út. Okkur hafa borist mikið af hótunum, líkamlegum og munnlegum.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Sjá meira
Springfield komst í fréttirnar þegar bæði Trump og varaforsetaefni hans J.D. Vance héldu því fram að hælisleitendur frá Haítí væru að buga innviði borgarinnar og drepa og borða gæludýr íbúa. Staðhæfing Vance þess efnis hafði raunar þegar verið afsönnuð þegar Trump endurtók hana í kappræðum sínum við Kamölu Harris, varaforseta og forsetaefni Demókrataflokksins. Hið rétta er að stór meirihluti umræddra íbúa frá Haítí eru löglegir innflytjendur en þeir hafa sætt áreiti og ofsóknum frá því að orðrómurinn um gæludýraátið fór af stað í netheimum. Ríkisstjórinn Mike DeWine og borgarstjórinn Rob Rue segja undirbúning hafinn fyrir heimsókn Trump, jafnvel þótt teymi forsetaframbjóðandans hafi ekki staðfest að það sé sannarlega von á honum í heimsókn. Trump er þekktur fyrir yfirlýsingar sem virðast svo gleymast, þannig að óvíst þykir hvort hann muni raunverulega heimsækja borgina, ekki síst með tilliti til þess hversu mikil spenna hefur skapast þar. DeWine hefur sjálfur ítrekað að hann muni halda áfram að leiðrétta rangar staðhæfingar Trump og Rue hefur tekið sér vald til að grípa til aðgerða til að tryggja öryggi íbúa. „Mér finnst þetta ekki góð hugmynd,“ segir Sue Call, 75 ára, í samtali við New York Times. Fyrir manneskju af þessu kalíberi að vera að endurtaka orðróm? Þetta særði marga,“ bætir hún við. „Ég tel það væri gott ef verðandi forseti kæmi hingað að sjá hvaða áhrif fólkið frá Haítí og er að hafa og hvernig þarf að laga þetta,“ segir Dave Ryan, 46 ára. „Haítibúarnir hafa áhrif á alla. Fólk er hrætt. Lífsmáti þeirra er ólíkur okkar.“ Presturinn Silencieux, innflytjandi frá Haítí, segir athyglina vegna ummæla Trump og Vance hafa verið erfiða. „Við erum hrædd við að fara út. Okkur hafa borist mikið af hótunum, líkamlegum og munnlegum.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Sjá meira